Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

6. fundur 18. ágúst 1998 kl. 14:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði

Fundur 6 - 18.08.98


Ár 1998, hinn 18. ágúst, kom Sveitarstjórn saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl.14.00

Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Ásdís Guðmundsdóttir, Herdís Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson, auk sveitarstjóra Snorra B. Sigurðssonar.

Forseti setti fund og lýsti dagskrá:

  1. FUNDARGERÐIR
    1. Byggðarráð 30. júlí, 6. og 13. ágúst.
    2. Landbúnaðarnefnd 5. ágúst.
    3. Skólanefnd 31. júlí og 10. ágúst.
    4. Umhverfis- og tækninefnd 30. júlí og 7. ágúst.
    5. Atvinnu- og ferðamálanefnd 6. ágúst.
    6. Bygg.nefnd Grunnskóla Sauðárkróks 30. júlí.

    2. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR.

Áður en gengið var til dagskrár leitaði forseti afbrigða um að taka á dagskrá:

Fundargerð skólanefndar 14. ágúst.

Fundargerð veitustjórnar 16. ágúst

Landbúnaðarnefnd 14. og 17. ágúst.

Var það samþykkt samhljóða.

 

Afgreiðslur: 

1.  FUNDARGERÐIR: 

a) Byggðarráð 30. júlí

    Dagskrá:         

  1. Kaupsamningur v. Sjávarleðurs ehf.
  2. Bréf frá Kolbeini Konráðssyni.
  3. Bréf frá Félagi eldri borgara í Skagafirði.
  4. Bréf frá Bautanum.
  5. Bréf frá Vesturfarasetrinu.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.

Þá tóku til máls Snorri Björn Sigurðsson, Stefán Guðmundsson og Snorri Björn Sigurðsson. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.


Byggðarráð 6. ágúst.

    Dagskrá:

  1. Fundargerð skólanefndar frá 31. júlí sl.
  2. Kjaramál kennara.
  3. Tilboð í jarðvegsskipti í Gilstúni.
  4. Nefndalaun.
  5. Ráðning sveitarstjóra.
  6. Aðalfundur Mjölverksmiðjunnar hf.
  7. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
  8. Fundargerð bygginganefndar leikskóla í Varmahlíð.
  9. Landamerkjabréf v. Héraðsdals og Héraðsdals II.
  10. Afsal v. Steinhóls í Flókadal.

Herdís Sæmundardóttir kynnti fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

 

Byggðarráð 13. ágúst.

  Dagskrá:

  1.  Starfslokasamningar við fyrrv. skólastjóra Barna- og Gagnfræðaskóla Skr.
  2.  Erindi frá Hlín Bolladóttur.
  3.  Kostnaðaráætlun v. leikskóla/grunnskólabyggingar á Hólum.
  4.  Norðlensk orka.
  5.  Tillaga.
  6.  Laun sv.stjórnarfulltrúa.
  7.  Yfirlit um atvinnuástandið.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Þá tóku til máls Ingibjörg Hafstað, sem óskar eftir að liður 5 verði borinn upp sérstaklega.

Þá tók Sigrún Alda Sighvats til máls og leggur fram svohljóðandi tillögu:

“Undirrituð leggur til að tillögu um greiðslur vegna nefndarstarfa verði frestað. Ástæður eru þær að undirritaðri finnst upphæðirnar of háar og þykir ástæða til að endurskoða þær tölur, sem fram eru komnar.

Undirrituð er tilbúin að benda á aðrar tölur, sem mættu t.d. gilda fyrsta árið meðan starfið er að mótast.

Það er jú alltaf auðveldara að leiðrétta uppá við heldur en lækka upphæðir og við sveitarstjórnarmenn verðum að vera sjálfum okkur samkvæmir gagnvart öðrum, sem eru að leita launahækkana hjá sveitarfélaginu.”

Sigrún Alda Sighvats

Síðan tóku til máls Árni Egilsson, Herdís Sæmundardóttir, sem leggur til að 6. lið verði vísað til Byggðarráðs, Snorri Styrkársson, Páll Kolbeinsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Snorri Björn Sigurðsson og Herdís Sæmundardóttir, sem leggur til að 1. lið verði vísað til Byggðarráðs. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.

Tillaga um að vísa 1. lið til Byggðarráðs borin upp og samþykkt samhljóða.

5. liður borinn upp sérstaklega og samþ. með 9 atkv. gegn 2.

Tillaga Herdísar Sæmundardóttur um að vísa 6. lið til Byggðarráðs, en sú tillaga gengur lengra en tillaga Sigrúnar Öldu Sighvats, borin upp og samþykkt samhljóða.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.


b) Landbúnaðarnefnd 5. ágúst.

    Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Hofsafréttarmál.
  3. Bréf, sem borist hafa.
  4. Tilnefning í stjórn Skarðsár.
  5. Markaumsjónarmaður í Skagafjarðarsýslu.
  6. Veghald á Mælifellsdal.
  7. Önnur mál.

Sveitarstjórn - Fundur 6 – 18.08.98                                                                        

 

Landbúnaðarnefnd 14. ágúst

Dagskrá:

  1. Málefni Hofsafrétta.

 

Landbúnaðarnefnd 17. ágúst

Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Tilnefning í fjallskilanefnd Hofsafrétta.
  3. Önnur mál.

Snorri Björn Sigurðsson skýrði fundargerðirnar. Þá tóku til máls Ingibjörg Hafstað, Stefán Guðmundsson, Árni Egilsson, Ingibjörg Hafstað, Stefán Guðmundsson, Snorri Styrkársson, Snorri Björn Sigurðsson og Herdís Sæmundardóttir, sem leggur til að síðustu málsgrein 7. liðar a) verði vísað til Byggðarráðs. Var tillaga Herdísar borin upp og samþykkt samhljóða.

Því næst tók Snorri Styrkársson til máls. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerð 5. ágúst borin upp og samþ. samhljóða.

Fundargerðir 14. og 17. ágúst bornar upp saman og samþykktar samhljóða.

 

Var nú gert 5 mínútna fundarhlé.

Síðan var fundi fram haldið.

 
c) Skólanefnd 31. júlí

    Dagskrá:

  1. Skólastjóraráðning við Grunnskóla Hofsóss.
  2. Umsóknir um stöður skólastjóra og leiðbeinenda við Sólgarðaskóla.
  3. Umsókn um stöðu leiðbeinanda og starfsmanns við

Grunnskólann á Hólum.

  1. Skólaritari við Grunnskólann á Sauðárkróki.
  2. Aukafjárveiting vegna sameiningar Barna- og Gagnfræðaskóla Sauðárkróks.
  3. Skipulag skólamála í Skagafirði.
  4. Leikskólamál.
  5. Viðræður við Byggingarn. Grunnsk. Sauðárkróks.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.


Skólanefnd 10. ágúst.

    Dagskrá:

  1. Ráðning skólastjóra við Grunnskólann á Hofsósi.
  2. Kennararáðningar.
  3. Erindi frá foreldrum nemenda í 9. bekk úr Lýtingsstaðahreppi.
  4. Trúnaðarmál.
  5. Framtíð Barnaskóla Rípurhrepps.
  6. Húsrýmisáætlun við Grunnskóla Sauðárkróks.
  7. Næsti fundur skólanefndar.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Til máls tók Ingibjörg Hafstað og óskar hún eftir því að 1. liður verði borinn upp sérstaklega. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. 1. liður fundargerðar borinn upp og samþ. með 9 atkv. gegn 2.

Fundargerðin að öðru leyti samþ. samhljóða.

 
Skólanefnd 14. ágúst.

    Dagskrá:

  1. Handbók með lögum og reglugerðum varðandi skólamál.
  2. Málefni Grunnskóla Rípurhrepps.
  3. Erindi frá foreldrum í Lýtingsstaðarhreppi. 
  4. Erindi frá skólastjóra Grunnskólans á Hólum. 
  5. Erindi frá foreldri úr Fljótum.
  6. Vettvangsferð í Grunnskóla Sauðárkróks.
  7. Drög að húsrýmisáætlun fyrir Grunnskólann á Sauðárkróki.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Til máls tóku Snorri Styrkársson og Herdís Sæmundardóttir. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

 

d) Umhverfis- og tækninefnd 30. júlí

     Dagskrá:

  1. Frummat á umhverfisáhrifum vegna Tindastólsvegar og skíðasvæðis í Tindastóli. - Kynning.

Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

 

Umhverfis- og tækninefnd 7. ágúst.

      Dagskrá:

      1.  Umsókn um lóð fyrir olíusölutank við Borgartún á Sauðárkróki.

      2.  Bréf frá íbúum Hólatúni 9 og 11 v/ göngustígs o.fl.

      3.  Fyrirspurn um lóðarstækkun við Sæmundargötu 6.

      4.  Umsókn um leyfi fyrir skilti að Aðalgötu 21 b.

      5.  Umsókn um leyfi fyrir skjólvegg við Skagf.braut 3.

      6.  Umsókn um leyfi til staðsetn. lausafrystis við Fiskiðjuhús.

      7. Frummat á umhverfisáhrifum vegna Tindastólsvegar  og skíðasvæðis í Tindastóli. 
          Áframh. frá  síðasta fundi.

      8. Endurbygging Þverárfjallsvegar og Skagavegar frá Skagastrandarvegi til Sauðárkróks.
          Veglínur frá Sauðárkróki.  Kynning.

Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Gerði hann grein fyrir því að við ritun fundargerðarinnar hafi fallið niður að bóka að 7. liður var samþykktur með 4 samhlj. atkvæðum.

Til máls tóku Sigrún Alda Sighvats, Páll Kolbeinsson, Árni Egilsson, Snorri Styrkársson, Páll Kolbeinsson, Herdís Sæmundardóttir, Sigrún Alda Sighvats og Stefán Guðmundsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerðin borin upp og samþykkt.

 
e) Atvinnu- og ferðamálanefnd 6. ágúst.

    Dagskrá:

  1. Atvinnuráðgjafi.
  2. Bréf frá Jóni Ormari Ormssyni.
  3. Bréf frá Hreini Sigurðssyni.

Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Til máls tóku Snorri Styrkársson, Herdís Sæmundardóttir, Stefán Guðmundsson, Snorri Styrkársson, Herdís Sæmundardóttir, Stefán Guðmundsson og Snorri Styrkársson, sem ber af sér ámæli.

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.


f)  Bygginganefnd Grunnsk. Sauðárkróks 30. júlí

    Dagskrá:

  1. Samningur um hönnun og ráðgjöf arkitekta.
  2. Umsögn Brunamálastofnunar ríkisins um bygginganefndarteikningar.

Til máls tók Ingibjörg Hafstað og leggur hún til að 1. lið verði vísað til Byggðarráðs. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.

Tillaga Ingibjargar Hafstað borin upp og samþykkt samhljóða.

Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.

 
g)  Veitustjórn 16. ágúst

    Dagskrá:

  1. Norðlensk orka.
  2. Lántaka Hitaveitu Skagafjarðar.

Árni Egilsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.


2. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR.

    Ekkert lá fyrir undir þessum lið.

 
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Gísli Gunnarsson                   Elsa Jónsdóttir, ritari

Elinborg Hilmarsdóttir            Snorri Björn Sigurðsson

Snorri Styrkársson

Stefán Guðmundsson

Páll Kolbeinsson

Árni Egilsson

Ásdís Guðmundsdóttir

Sigurður Friðriksson

Sigrún Alda Sighvats

Ingibjörg Hafstað