Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

9. fundur 06. október 1998 kl. 14:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði

Fundur 9  - 06.10.98

  Ár 1998, hinn 06. október, kom Sveitarstjórn saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 1400. Mætt voru:  Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Helgi Sigurðs­son, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Pétur Valdimarsson, Ingibjörg Hafstað, Sigurður Friðriksson, Stefán Guðmundsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Herdís Sæmundar­dóttir og sveitarstjóri Snorri B. Sigurðsson.


Forseti setti fund og lýsti dagskrá:

  1. FUNDARGERÐIR
    1. Byggðarráð 1. okt.
    2. Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 28. sept.
    3. Félagsmálanefnd 29. sept.
    4. Félagsmálanefnd / húsnæðismál 29. sept.
    5. Skólanefnd 29. sept.
    6. Umhverfis- og tækninefnd 25. sept.
    7. Veitustjórn 30. sept.
    8. Landbúnaðarnefnd 22. og 29. sept.
  2. Tilnefning fulltrúa í samráðshóp um endurbyggingu vegar um Lágheiði.
  3. Tillaga frá Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd.
  4. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR.
    Byggingarnefnd leikskóla í Varmahlíð 23. og 27. sept.      

 

Afgreiðslur:

1. FUNDARGERÐIR

a) Byggðarráð 10. september

    Dagskrá:

  1. Bréf frá Gunnari Þór Árnasyni.
  2. Bréf frá Vegvísum ehf.
  3. Bréf frá Umf. Tindastóli.
  4. Bréf frá Vegagerð ríkisins.
  5. Bréf frá Karli Lúðvíkssyni.
  6. Bréf frá Helgu Bjarnadóttur og Margréti K. Jónsdóttur.
  7. Bréf frá Örnefnanefnd.
  8. Bréf frá Invest v. Vöku ehf
  9. Aðalfundarboð Vöku ehf.
  10. Bréf frá stjórn Sjávarleðurs hf.
  11. Drög að skipuriti.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.


b) Menningar-, íþr.- og æskulýðsnefnd 28. september

   Dagskrá:

  1. U.M.S.S.
  2. Skíðadeild Tindastóls.
  3. Önnur mál.

Enginn kvaddi sér hljóðs um þessa fundargerð. Var hún borin upp og samþ. samhljóða.

c)  Félagsmálanefnd 29. september

      Dagskrá:

        1.   Íbúðir v/ Freyjugötu.
        2.   Húsnæðismál.
        3.   Kosning í stjórn Dvalarh. Sauðár.
        4.   Önnur mál.
        5.   Heimsókn í Dagvist aldraðra.

 
d) Félagsmálanefnd / húsnæðismál 29. september

      Dagskrá:

     1.   Lagt fram bréf frá Ásu Pálsdóttur.

     2.   Lagt fram bréf frá Maríu Péturson.

Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðirnar. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerðirnar bornar upp saman og samþ. samhljóða.

 
e) Skólanefnd 29. september

    Dagskrá:

  1. Kynningarfundur með leikskólastjórum.
  2. Umsókn um stöðu leikskólafulltrúa.
  3. Fulltrúi skólaskrifstofunnar gerir grein fyrir starfseminni.
  4. Önnur mál.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.

 
f) Umhverfis- og tækninefnd 25. september

    Dagskrá:

  1. Lerkihlíð 5. Umsókn um bygg.leyfi. Friðrik Þór Ólafsson.
  2. Aðalgata 15. Ums. um leyfi f. viðbyggingingu. Ólafur Jónsson
  3. Borgarflöt 23, 25, 27 og 28. Fyrirsp.teikning v/bílaverkstæðis. Trausti Helgason f.h. K.S.
  4. Umsókn um leyfi f.viðbyggingu við Mjólkursamlag K.S. Trausti Helgason f.h. K.S.
  5. Byggingavörudeild K.S. á Eyri. Ums. um  viðbyggingu. Trausti Helgason f.h. K.S.
  6. Ásgarður vestri, Viðvíkursveit. Ums. um leyfi f. notaða skemmu. Ólafur Guðmundsson.
  7. Skeiðsfossvirkjun. Umsókn um leyfi til að rífa geymsluhús. Haukur Ásgeirsson f.h. Rarik.
  8. Flæðar 2, endurumsókn. Friðrik Jónsson, f.h. Félags eldri borgara.
  9. Flæðar sunnan Faxatorgs. Umsókn um lóð undir hótel. Vigfús Vigfússon f.h. Fosshótel Áningar.
  10. Bréf frá Kára Þorsteinssyni, dags. 20.08.98.
  11. Bréf frá Skipulagsstofnun v/Víðimýri og Víðimýrarkirkju.
  12. Bréf frá Skipulagsstofnun v/ leikskóla, Varmahlíð.
  13. Deiliskipulagstillaga í Varmahlíð.
  14. Heimsókn Umhverfisdeildar Akureyrar 2. okt. n.k.
  15. Önnur mál.

Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.

 

g) Veitustjórn 30. september

    Dagskrá:

  1. Samorkuráðstefna rafveitna.
  2. Aðalfundur Máka hf.
  3. Eftirlitsskýrsla OS ’97 með jarðhitavinnslu Hitaveitu Sauðárkróks.
  4. Steinsstaðir, úttekt og endurbætur.
  5. Staða framkvæmda.
  6. Önnur mál:
    a)    Húsnæðismál rafveitu.
    b)   Skýrsla um héraðsveitur.
    c)    Kynnisferð hitav.stjóra til Hollands.

Árni Egilsson skýrði fundargerðina.

Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.

 

h) Landbúnaðarnefnd 22. september

    Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Jón Ormar Ormsson mætir til viðræðna við nefndina.
  3. Samningur við Búnaðarsamb. Skagfirðinga lagður fram.
  4. Tilboð frá dýralæknum.
  5. Önnur mál.

 
Landbúnaðarnefnd 29. september

Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Fulltrúar fjallskilastjórnar Lýtingsst.hr. og framhl. Seyluhrepps mæta til fundar.
  3. Fjallskilastjóri Hofsafréttar mætir til fundar.
  4. Drög að samningi við dýralækna.
  5. Önnur mál.

Snorri Björn Sigurðsson skýrði fundargerðirnar. Til máls tóku Stefán Guðmunds­son, Snorri Björn Sigurðsson, Herdís Sæmundardóttir, Ingibjörg Hafstað, Páll Kolbeinsson, Stefán Guðmundsson og Gísli Gunnarsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerðirnar bornar upp og samþykktar samhljóða.

  

2. Tilnefning fulltrúa í samráðshóp um endurbyggingu vegar um Lágheiði.

Til máls tók Herdís Sæmundardóttir. Tilnefndi hún Gísli Gunnarsson í samráðs­hópinn. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast hann því rétt kjörinn.

Þá leggur Herdís til að Sveitarstjórn óski eftir því við Vegagerð ríkisins að Sameinað sveitarfélag í Skagafirði fái 2 fulltrúa í umræddan starfshóp. Var tillaga þessi borin upp og samþ. samhljóða.

3. Tillaga frá Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd.

Fyrir fundinum lá svohljóðandi tillaga frá Menningar-, íþr.- og æskulýðsnefnd:

“Menningar-, íþr.- og æskulýðsnefnd leggur fram eftirfarandi tillögu um nefndarskipan í Framkvæmdanefnd um árið 2000:

Ásdís Guðmundsd., form. Menningar-, íþr.- og æskulýðsnefndar.

Björn Björnsson, skólastjóri

Deborah Robinsson, ferðamálafulltrúi.

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, form. Ferðamálafél. Skagafjarðar.

Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri, Glaumbæ.

Stefán Guðmundsson, form. Atvinnu- og ferðamálanefndar.

Unnar Ingvarsson, skjalavörður.”

Til máls tók Herdís Sæmundardóttir. Leggur hún til að tillögunni verði vísað aftur til Menningar-, íþr.- og æskulýðsnefndar með ósk um nánari útfærslu í greinargerð.

Þá tók Gísli Gunnarsson til máls. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.

Tillaga Herdísar Sæmundardóttur borin upp og samþ. samhljóða.

 

4.  BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR.

     Byggingarnefnd leikskóla í Varmahlíð 23. og 27. sept.      

     Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.

 

Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Gísli Gunnarsson                               Elsa Jónsdóttir, ritari

Elinborg Hilmarsdóttir                        Snorri Björn Sigurðsson

Páll Kolbeinsson

Pétur Valdimarsson

Sigrún Alda Sighvats

Helgi Sigurðsson

Árni Egilsson

Ingibjörg Hafstað

Sigurður Friðriksson

Stefán Guðmundsson