Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

14. fundur 01. desember 1998 kl. 14:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Sveitarstjórn Skagafjarðar

Fundur 14 - 1.12.98

 

            Ár 1998, hinn 1. desember, kom Sveitarstjórn saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 14.00.

            Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Stefán Guðmundsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Ingimar Ingimarsson, Snorri Styrkársson, Ingibjörg Hafstað, Sigurður Friðriksson, og Herdís Á. Sæmundard. ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.

 

Forseti setti fund og lýsti dagskrá:

 

   1.  FUNDARGERÐIR

  1. Byggðarráð 24.og 25.nóv.
  2. Menningar-,íþrótta-og æskulýðsnefnd 16. og 23.nóv.
  3. Félagsmálanefnd 24.nóv.
  4. Skólanefnd 23. og 25. nóv.
  5. Veitustjórn 25.nóv.
  6. Landbúnaðarnefnd 17. og 24. nóv.
  7. Atvinnu-og ferðamálanefnd 13. og 17.nóv.
  8. Almannavarnarnefnd Skagafjarðar 17.nóv.

 

   2.  KOSNINGAR.

       a)  Kjörstjórn við alþingiskosningar:

     Þrír aðalmenn og þrír til vara.

       b)  Undirkjörstjórnir:
            Kjördeildir í Hofsósi, á Hólum, á  Sauðárkróki, í Skagaseli, í Fljótum, á Steinsstöðum, í  
            Varmahlíð og á Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar.  Þrír aðalmenn og þrír til vara í hverja
            kjördeild.

       c)  Stjórn Minningarsjóðs hjónanna Þórönnu Gunnlaugsdóttur og Halldórs Jónssonar:    

                                 Tveir aðalmenn og tveir til vara.

 

    3.  BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR.

         a)  Heilbrigðisnefnd Norðurl.vestra 13.ág.,15.sept. og 3.nóv.

         b)  Bygginganefnd dagheimilis í Varmahlíð 13. nóv.

         c)  Skólanefnd F.Nv. 8.okt.

 

Afgreiðslur:

1.  FUNDARGERÐIR:

 a)  Byggðarráð 24. nóvember

    Dagskrá:

  1. Bréf frá Vegagerð ríkisins.
  2. Bréf frá Blönduósbæ.
  3. Bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki.
  4. Bréf frá Menntamálanefnd Alþingis.
  5. Bréf frá Kaupfélagi Skagafirðinga.
  6. Bréf frá Ríkisendurskoðun.
  7. Bréf frá Samb. ísl. sveitarfélaga ásamt dagskrá fjármálaráðstefnu.
  8. Tvö bréf frá Samb. ísl. sveitarfélaga v/sveitarfélaga á köldum svæðum.
  9. Bréf frá Brunabótafélagi Íslands.
  10. Bréf frá Rekstri og ráðgjöf.
  11. Bréf frá Sauðárkróksbakaríí.
  12. Bréf frá Vesturfarasetrinu.
  13. Bréf frá Dögun ehf.
  14. Fundargerð aukaársþings SSNV.
  15. Bréf frá Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra.
  16. Bréf frá sérnefnd Alþingis.
  17. Bréf frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra.
  18. Nafn sveitarfélagsins.

 

Byggðarráð 25. nóvember.

     Dagskrá:

     1.  Viðræður við atvinnu- og ferðamálanefnd.

            Herdís Á. Sæmundard. skýrði fundargerðirnar.  Þá tók Ingibjörg Hafstað til máls og leggur hún til að sveitarstjórn fresti ákvarðanatöku og að erindi Vegagerðar ríkisins um afstöðu til uppbyggingar skíðasvæðis í Tindastóli verði vísað til Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefndar.  Síðan tóku til máls Stefán Guðmundsson, Árni Egilsson, Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundard., Stefán Guðmundsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundard. og Gísli Gunnarsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga Ingibjargar Hafstað borin upp og felld með 7 atkv. gegn 3.  1. liður fundargerðar 24. nóvember borinn upp og samþykktur með 7 atkv. gegn 1.  Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu 1. liðar.  Fundargerðin að öðru leyti samþ. samhljóða.

Fundargerð 25. nóvember þarfnast ekki samþykktar. 

            Forseti leitaði nú afbrigða um að taka á dagskrá fundarins fundargerð Umhverfis- og tækninefndar frá 27. nóvember.  Var það samþykkt samhljóða.  Vegna þessa tóku til máls Snorri Styrkársson og Stefán Guðmundsson.

 

b) Menningar- íþr.- og æskulýðsnefnd 16. nóvember.

    Dagskrá:

  1. Framtíð íþróttamála.
  2. Félagsheimili.
  3. Erindi frá Byggðarráði.
  4. Önnur mál.

 

Menningar- íþr.- og æskulýðsnefnd 23. nóvember.

    Dagskrá:

  1. Viðræður við UMSS.
  2. Skoðunarferð.

Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðirnar.  Enginn kvaddi sér hljóðs.  Fundargerðirnar bornar upp saman og samþ. samhljóða.

 

c) Félagsmálanefnd 24. nóvember.

    Dagskrá:

  1. Húsnæðismál.
  2. Erindi frá ríkislögreglustjóra.
  3. Umsögn um þingsályktunartillögu.
  4. Jafnréttismál.
  5. Önnur mál.

Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina.  Enginn kvaddi sér hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.

 

d) Skólanefnd 23. nóvember.

    Dagskrá:

  1. Vettvangsferð í Steinsstaðaskóla, Varmahl.skóla, Tónl.skóla   Skagafjarðar og leikskólann í Varmahlíð.

    

     Skólanefnd 25. nóvember.

     Dagskrá:

     1.  Viðræður við bygginganefnd Grunnskólans á Sauðárkróki.

Herdís Á. Sæmundard. skýrði fundargerðirnar.  Enginn kvaddi sér hljóðs.  Fundargerðirnar bornar upp og samþ. samhljóða.

 

e)  Veitustjórn 25. nóvember.

     Dagskrá:

     1. Tilboð í hagkvæmisathugun á samein.veitna.

     2. Bréf v/ Lindargötu 3 “Tindastóll”.

     3. Önnur mál.
         a)    Innheimta hita-og vatnsveitugjalda.
         b)   Vatnsveitufélag Varmahlíðar.
         c)  Heitavatnsboranir “út að austan”.

            Árni Egilsson skýrði fundargerðina.  Enginn kvaddi sér hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.

 

f)  Landbúnaðarnefnd 17. nóvember.

    Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Fjallskilamál á svæðinu og þóknun fyrir störf.
  3. Önnur mál.

 

    Landbúnaðarnefnd 24. nóvember.

    Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Fjallskilamál á svæðinu og þóknun fyrir störf.
  3. Önnur mál.

Snorri Björn Sigurðsson skýrði fundargerðirnar.  Enginn kvaddi sér hljóðs. Fundargerðirnar bornar upp og samþ. samhljóða.

 

g) Atvinnu-og ferðamálanefnd 13. nóvember.

    Dagskrá:

  1. Atvinnumál.
  2. Atvinnuþróunarfélag Skagafjarðar.
  3. Önnur mál.

    
Atvinnu- og ferðamálanefnd 17. nóvember.

     Dagskrá:

  1. Undirbúningur  að stofnun Atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar.
  2. Atvinnumál.

Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðirnar.  Til máls tók Árni Egilsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðirnar bornar upp og samþ. samhljóða.

 

h)  Almannavarnarnefnd Skagafjarðar 17. nóvember.

     Samþykkt að vísa þessum lið til 3ja liðar dagskrár.

 

i)  Umhverfis- og tækninefnd 27. nóvember.

    Dagskrá:

  1. Brúsabyggð 6 Hólum í Hjaltadal - lagðar fram kynningarteikningar af nemendagörðum. Teikning Björn Kristleifsson arkitekt.
  2. Grunnskólinn Hólum í Hjaltadal - lýsing á göngustíg.
  3. Íbúðarsvæði fyrir aldraða á Sauðárhæðum - málið lagt fyrir til kynningar.
  4. Marbæli á Langholti - umsókn um landskipti – Jón Helgason Sauðárkróki.
  5. Vatnsleysa í Viðvíkursveit – umsókn um landskipti – Egill Bjarnason f.h. landeigenda.
  6. Jarðgerð á Sauðárkróki – tilraunaverkefni – lagt fram til kynningar.
  7. Akurhlíð 1 Sauðárkróki – bréf Einars Sigtryggssonar f.h. eigenda.
  8. Freyjugata 18 Sauðárkróki – ákvörðun um útboð.
  9. Aðalgata 5 Sauðárkróksbakarí – bréf dags. 17.11.1998.
  10. Önnur mál.

Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Sigrún Alda Sighvats, Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundard., Stefán Guðmundsson og Ásdís Guðmunds­dóttir.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

 

Var nú gert stutt fundarhlé.  Síðan var fundi fram haldið.

 

2.  KOSNINGAR:

 

            a)  Kjörstjórn við alþingiskosningar- þrír aðalmenn og þrír til vara.

            Fram kom tillaga um:

            Aðalmenn:                                                    Varamenn:

            Ríkarður Másson                                           Ásgrímur Sigurbjörnsson

            Gunnar Sveinsson                                         Sigurður Haraldsson

            María Lóa Friðjónsdóttir                                 Guðmundur Vilhelmsson

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.

           

            b)  Undirkjörstjórnir.

            Kjördeild á Hofsósi – þrír aðalmenn og þrír til vara.

            Fram kom tillaga um:

            Aðalmenn:                                                    Varamenn:

            Halldór Ólafsson, Miklabæ                             Ásdís Garðarsdóttir

            Óli Magnús Þorsteinsson                               Jakob Einarsson Hofsósi

            Bjarni Ásgr. Jóhannsson                                Einar Jóhannsson

            Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.

 

            Kjördeild á Hólum – þrír aðalmenn og þrír til vara.

            Fram kom tillaga um:

            Aðalmenn:                                                    Varamenn:

            Sigurður Þorsteinsson, Skúfsstöðum             Hörður Jónsson, Hofi

            Sigfríður Angantýsd. Hólum                           Hallgr. Pétursson, Kjarvalsstöðum

            Haraldur Jóhannesson, Enni                          Árdís Björnsdóttir, Vatnsleysu

            Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.

 

            Kjördeild á Sauðárkróki – þrír aðalmenn og þrír til vara.

            Fram kom tillaga um:

            Aðalmenn:                                                    Varamenn:

            Reynir Kárason                                              Konráð Gíslason

            Gunnar Sveinsson                                         Baldvin Kristjánsson

            Jón Hallur Ingólfsson                                     María Lóa Friðjónsdóttir

            Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.

 

            Kjördeild í Skagaseli – þrír aðalmenn og þrír til vara.

            Fram kom tillaga um:

            Aðalmenn:                                                    Varamenn:

            Jón Stefánsson, Gauksstöðum                      Björn Halldórsson, Ketu

            Brynja Ólafsdóttir, Þorbj.stöðum                    Guðm. Vilhelmsson, Hvammi

            Steinn Rögnvaldsson, Hrauni                        Jón Benediktsson, Kleif

            Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.

 

            Kjördeild í Fljótum – þrír aðalmenn og þrír til vara.

            Fram kom tillaga um:

            Aðalmenn:                                                    Varamenn:

            Hermann Jónsson, Lambanesi                       Haukur Ástvaldsson, Deplum

            Georg Hermannsson, Y-Mói                           Sigurbjörg Bjarnadóttir, Bjarnagili

            Ríkharð Jónsson, Brúnastöðum                     Heiðrún Alfreðsdóttir, Barði

            Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.

 

            Kjördeild á Steinsstöðum – þrír aðalmenn og þrír til vara.

            Fram kom tillaga um:

            Aðalmenn:                                                    Varamenn:

            Eymundur Þórarinsson, Saurbæ                    Jóhannes Guðmundsson, Y-Vatni

            Ólafur Hallgrímsson, Mælifelli                        Magnús Óskarsson, Sölvanesi

            Smári Borgarsson, Goðdölum                        Hólmfríður Jónsd. Bjarnast.hlíð

            Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.

 

            Kjördeild í Varmahlíð – þrír aðalmenn og þrír til vara.

            Fram kom tillaga um:

            Aðalmenn:                                                    Varamenn:

            Sigurður Haraldsson, Grófargili                     Sigfús Pétursson, Álftagerði

            Sigurlaug Björnsdóttir, Varmahlíð                  Gunnar Gunnarsson, Vallholti

            Arnór Gunnarsson, Glaumbæ                        Ragnar Gunnlaugsson, Hátúni

            Aðrar tilnefningar komu ekki fram  og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.

 

            Kjördeild á Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar – þrír aðalmenn og þrír til vara

            Fram kom tillaga um:

            Aðalmenn:                                                    Varamenn:

            Pálmi Jónsson                                                Hreinn Jónsson

            Sigmundur Pálsson                                        Dóra Þorsteinsdóttir

            Pétur Pétursson                                              Egill Helgason

            Aðrar tilnefnirngar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.

 

c)  Stjórn Minningarsjóðs hjónanna Þórönnu Gunnlaugsdóttur og Halldórs

Jónssonar - tveir aðalmenn.

            Fram kom tillaga um Hauk Ástvaldsson, Deplum og Örn Þórarinsson, Ökrum.

            Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.

           

3.  BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR.

a)    Heilbr.nefnd Norðurl.vestra 13. ágúst, 15. sept. og 3. nóvember.

b)   Bygginganefnd dagheimilis í Varmahlíð 13. nóv.

c)    Skólanefnd FNV 8. október.

d)   Almannavarnarnefnd Skagafjarðar 17. nóv.

Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.

 
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Gísli Gunnarsson                               Elsa Jónsdóttir ritari.

Snorri Styrkársson                             Snorri Björn Sigurðsson

Árni Egilsson

Ásdís Guðmundsdóttir

Stefán Guðmundsson

Ingibjörg Hafstað

Herdís Á. Sæmundard.

Sigurður Friðriksson

Sigrún Alda Sighvats

Ingimar Ingimarsson