Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 15 - 3.12.98
Ár 1998, hinn 3. desember, kom Sveitarstjórn saman til óformlegs aukafundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 17.00.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Einar Gíslason, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Páll Kolbeinsson, Snorri Styrkársson, Ingibjörg Hafstað, Sigurður Friðriksson, og Herdís Á. Sæmundard.
Dagskrá:
- Lögð fram drög að samstarfssamningi milli sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, um stofnun og starfrækslu byggðasamlags um málefni fatlaðra í Norðurlandskjördæmi vestra. Sveitarstjórn tekur jákvætt í samningsdrögin eins og þau nú liggja fyrir.
- Sveitarstjórn Skagafjarðar ítrekar samþykkt ársþings SSNV 1998, að Norðurlandskjördæmi vestra verði ekki skipt upp.
Sveitarstjórn telur að ef til sameiningar kjördæma kemur, sé besti kosturinn sá að Norðurlandskjördæmin tvö verði sameinuð í eitt kjördæmi.
Sveitarstjórn Skagafjarðar áréttar að samhliða kjördæmabreytingum verður að ráðast í róttækar hliðarráðstafanir til að jafna aðstöðumun sem landsmenn búa við og ítrekar að mannréttindi felast í fleiri þáttum en jöfnun atkvæðisréttar.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Gísli Gunnarsson Elsa Jónsdóttir, ritari.
Herdís Á. Sæmundard.
Sigurður Friðriksson
Árni Egilsson
Páll Kolbeinsson
Snorri Styrkársson
Ingibjörg Hafstað
Sigrún Alda Sighvats
Einar Gíslason
Ásdís Guðmundsdóttir