Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 19 - 23.02.99
Ár 1999, hinn 23.febrúar, kom Sveitarstjórn saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 14.00.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Páll Kolbeinsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Einar Gíslason, Snorri Styrkársson, Ingibjörg Hafstað, Einar Gíslason, og Herdís Á. Sæmundard. ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
1. FUNDARGERÐIR;
- Byggðarráð 28. jan., 4., 11., 13. og 20. feb.
- Menningar-íþr.- og æskulýðsnefnd 8., 15. og 17. feb.
- Félagsmálanefnd 9. og 15. feb.
- Skólanefnd 2. feb.
- Umhv.-og tækninefnd 29. jan., 5., 11., 12. og 19. feb.
- Veitustjórn 11. feb.
- Hafnarstjórn 4. feb.
- Landbúnaðarnefnd 26. jan., 2., 9., 11., 16. og 17. feb.
- Atv.-og ferðamálanefnd 22. jan og 5. feb.
2. BRÉF FRÁ SKIPULAGSSTOFNUN.
3. FJÁRHAGSÁÆTLUN SKAGAFJARÐAR OG FYRIRTÆKJA FYRIR
ÁRIÐ 1999 – FYRRI UMRÆÐA.
4. KOSNING 1 AÐALMANNS OG 1 VARAMANNS Í FRAMKV.STJ.
BYGGÐASÖGU SKAGFIRÐINGA.
5. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR;
a) Almannavarnarnefnd Skagafjarðar 19. og 22. jan.
b) Starfskjaranefnd 27. jan.
c) Byggðasaga Skagfirðinga 2. feb.
d) Fundur samstarfsnefndar, sveitastjórna Akrahrepps og sveitarfélagsins Skagafjarðar 22. jan
og 16. feb.
e) Heilbrigðisnefnd Norðurl.vestra 17. feb.
f) Bygginganefnd leikskólans á Hólum 17. feb.
Áður en gengið var til dagskrár leitaði forseti afbrigða um að taka á dagskrá fundargerð menningar-íþrótta- og æskulýðsnefndar frá 7. febrúar. Var það samþykkt samhljóða.
AFGREIÐSLUR:
1. FUNDARGERÐIR;
a) Byggðarráð 28. janúar.
Dagskrá:
- Starf aðalbókara.
- Bréf frá Agli Erni Arnarsyni.
- Bréf frá Kvennaráðgjöfinni.
- Bréf frá Steindóri Sigurjónssyni.
- Bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu.
- Bréf frá Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar.
- Bréf frá Element h.f.
- Tillaga frá Ingibjörgu Hafstað að samþykkt og gjaldskrá fyrir sorphirðu í sveitarfélaginu Skagafirði.
- Bréf frá Samb. ísl. sveitarfélaga.
- Samþykkt varðandi skráningu í símaskrá.
- Fjárhagsáætlun 1999.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Þá tók Ingibjörg Hafstað til máls. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.
Byggðarráð 4. febrúar.
Dagskrá:
- Bréf frá Búnaðarsambandi Skagfirðinga.
- Bréf frá Stefáni Gíslasyni.
- Bréf frá Aðalsteini Eiríkssyni.
- Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
- Fundargerð Starfskjaranefndar 27. jan.
- Bréf frá Alnæmissamtökunum á Íslandi.
- Bréf frá SÍS.
- Bréf frá Slysavarnarfélagi Íslands.
- Bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu.
- Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
- Bréf frá Skagfirðingasveit.
- Bréf frá Björgunarsveitunum.
- Viðræður við Valgeir Þorvaldsson.
- Fjárhagsáætlun 1999.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþ. samhljóða.
Byggðarráð 11. febrúar.
Dagskrá:
- Viðræður við forráðamenn Heilbr.stofnunarinnar á Sauðárkróki.
- Bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu.
- 2 bréf frá Íbúðalánasjóði.
- Bréf frá Fagráði textíliðnaðarins.
- 2 bréf frá Þel ehf.
- Bréf frá menntamálaráðherra.
- Niðurfellingar fasteignagjalda.
- Bréf frá Siglufjarðarkaupstað.
- Fjárhagsáætlun 1999.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.
Byggðarráð 13. febrúar.
Dagskrá:
1. Gerð fjárhagsáætlunar.
Byggðarráð 20. febrúar.
Dagskrá:
- Erindi Siglufjarðarkaupstaðar frá næstsíðasta fundi.
- Samningur um Varmahlíðarskóla og leikskólann Birkilund.
- Gerð fjárhagsáætlunar.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðirnar. Tillaga um að vísa 3. lið til afgreiðslu með 3. lið dagskrár samþykkt samhljóða. Fundargerðirnar að öðru leyti samþ. samhljóða.
b) Menningar-íþrótta- og æskulýðsnefnd 7. febrúar.
Dagskrá:
1. Kynning á starfsemi Vesturfarasetursins á Hofsósi.
Menningar-íþrótta- og æskulýðsnefnd 8. febrúar.
Dagskrá:
- Fjárhagsáætlun 1999.
- Bréf frá sunddeild UMFT.
- Ráðning forstöðumanns fél.miðstöðvar.
- Önnur mál.
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðirnar. Þá tóku til máls Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðirnar bornar upp saman og samþ. samhljóða.
Menningar-íþrótta- og æskulýðsnefnd 15. febrúar.
Dagskrá:
- Samningur við Fél. eldri borgara í Skagafirði.
- Fjárhagsáætlun – fyrri umræða.
- Önnur mál.
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.
Menningar-íþrótta- og æskulýðsnefnd 17. febrúar.
Dagskrá:
- Fjárhagsáætlun.
- Bréf frá Menntamálaráðherra.
- Bréf frá Skíðafélagi Fljótamanna.
- Önnur mál.
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.
c) Félagsmálanefnd 9. febrúar.
Dagskrá:
- Jafnréttismál.
- Fjárhagsáætlun.
- Liðveisla.
- Önnur mál.
Félagsmálanefnd 15. febrúar.
Dagskrá:
- Kynntur samningur við Félag eldri borgara í Skagafirði.
- Trúnaðarmál.
- Fjárhagsáætlun.
Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðirnar. Þá tóku til máls Snorri Styrkársson, Ásdís Guðmundsdóttir og Gísli Gunnarsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðirnar bornar upp saman og samþ. samhljóða.
d) Skólanefnd 2. febrúar.
Dagskrá:
- Fjárhagsáætlun 1999.
- Stefnumótun skólanefndar.
- Önnur mál.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.
e) Umhverfis- og tækninefnd 29. janúar.
Dagskrá:
- Kirkjutorg 5, Skr. Teiknistofan hf. Ármúla 6, Rvík, Ásgeir Ásgeirsson, fh. Pósts og Síma hf. sækir um leyfi til fjölgunar fasteigna í húsinu.
- Flæðigerði Sauðárkróki. Umsókn um lóð fyrir hesthús – Gunnar Þór Árnason, Sauðárkr.
- Staðardagskrá 21.
- Lindargata 3, Sauðárkróki – Hótel Tindastóll.
- Framkvæmdir ársins 1999 – Umræður.
- Önnur mál.
Sigrún Alda Sighvats skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.
Umhverfis- og tækninefnd 5. febrúar.
Dagskrá:
- Staðardagskrá 21.
- Tillögur að gjaldskrá f. sorphirðu í Skagafirði.
- Hofsós – staða skipulagsmála.
- Framkvæmdir ársins 1999 – umræða.
- Önnur mál.
Sigrún Alda Sighvats skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.
Umhverfis- og tækninefnd 11. febrúar.
Dagskrá:
1. Staðardagskrá 21.
Umhverfis- og tækninefnd 12. febrúar.
Dagskrá:
- Hofsós – bréf Valgeirs Þorvaldssonar 9.2.1999.
- Staðardagskrá 21.
- Aðalgata 10b – umsókn um leyfi fyrir myndbandaleigu – Ragnheiður Jónsdóttir Raftahlíð 80.
- Framkvæmdir 1999.
- Önnur mál.
Sigrún Alda Sighvats skýrði fundargerðirnar. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðirnar bornar upp saman og samþ. samhljóða.
Umhverfis- og tækninefnd 19. febrúar.
Dagskrá:
- Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulags- og bygg. lögum.
Sigrún Alda Sighvats skýrði fundargerðina. Til máls tók Ingibjörg Hafstað. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.
f) Veitustjórn 11. febrúar.
Dagskrá:
- Fjárhagsáætlun Rafveitu Sauðárkróks – fyrri umræða.
- Fjárhagsáætlun Hitaveitu Skagafjarðar – fyrri umræða.
- Fjárhagsáætlun Vatnsveitu – fyrri umræða.
- Bréf frá Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar.
- Innheimtumál Hita- og vatnsveitu.
- Bréf frá Þórhalli Þorvaldssyni starfsm. Hita- og vatnsveitu.
- Vinna v/sameiningu veitna.
- Önnur mál.
Árni Egilsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.
g) Hafnarstjórn 4. febrúar.
Dagskrá:
- 2 bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga.
- Hafnargjaldskrá;
a) almenn gjaldskrá.
b) þjónustugjaldskrá v. hafna við Skagafjörð. - Skrá um skipakomur í Sauðárkrókshöfn 1998.
- Fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Skagafjarðar 1999 - fyrri umræða.
Snorri Björn Sigurðsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Tillaga um að vísa 4. lið til afgreiðslu með 3. lið dagskrár samþ. samhljóða. Fundargerðin að öðru leyti samþ. samhljóða.
h) Landbúnaðarnefnd 26. janúar.
Dagskrá:
- Fundarsetning.
- Þórarinn Sólmundarson mætir á fundinn.
- Kynnt bréf.
- Önnur mál.
Landbúnaðarnefnd 2. febrúar.
Dagskrá:
- Fundarsetning.
- Undirbún. v/fundar sem halda á með bændum sem eiga upprekstur á Eyvindarstaðaheiði.
- Önnur mál.
Landbúnaðarnefnd 9. febrúar.
Dagskrá:
1. Umræða um landsmót hestamanna árið 2002.
Landbúnaðarnefnd 11. febrúar.
Dagskrá:
- Fundarsetning.
- Viðræður við fulltrúa landgræðslu.
Landbúnaðarnefnd 16. febrúar.
Dagskrá:
- Fundarsetning.
- Hugleiðingar um átak í bleikjueldi í Skagafirði.
- Búfjáreftirlit, greinargerð.
- Bréf frá BSS um kortagerð.
- Önnur mál.
Landbúnaðarnefnd 17. febrúar.
Dagskrá:
- Fundarsetning.
- Fjárhagsáætlun fjallskiladeildar 1999.
- Önnur mál.
Forseti las afgreiðslur þessara funda landbúnaðarnefndar. Leggur hann til að 4. lið fundargerðar 16. febrúar verði vísað til fjárhagsáætlunar og var það samþykkt samhljóða. Fundargerðirnar að öðru leyti bornar upp og samþykktar samhljóða.
i) Atvinnu- og ferðamálanefnd 22. janúar.
Dagskrá:
- Viðræður við eigendur Höfða hf.
- Viðræður við Rækjunes – Sigurjón Jónsson.
- Atvinnumál.
Atvinnu- og ferðamálanefnd 5. febrúar.
Dagskrá:
1. Atvinnu- og ferðamál.
Einar Gíslason skýrði fundargerðirnar. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðirnar bornar upp saman og samþ. samhljóða.
2. BRÉF FRÁ SKIPULAGSSTOFNUN.
Fyrir fundinu lá bréf frá Skipulagsstofnun varðandi framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Tindastólsvegar frá Skagavegi að Lambárbotnum. Snorri Björn Sigurðsson tók til máls og gerði grein fyrir ástæðu þess að sveitarstjórn þarf að afgreiða þetta mál aftur, en framkv.leyfi fyrir lagningu Tindastólsvegar var samþ. af sveitarstjórn 26. janúar sl. Þá tók Sigrún Alda Sighvats til máls og leggur fram svohljóðandi bókun:
“Undirrituð telur það ranga fjárfestingu og ábyrgðarleysi að samþykkja uppbyggingu skíðasvæðis í Tindastóli og ég harma það að félagar mínir í meirihlutanum skuli ekki vilja sjá það. Ég greiði atkvæði gegn framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Tindastólsvegar”.
Sigrún Alda Sighvats
Þá tók Snorri Styrkársson til máls og óskar bókað að hann og Ingibjörg Hafstað muni greiða atkvæði gegn veitingu framkvæmdaleyfis vegna Tindastólsvegar. Þá tók Herdís Sæmundardóttir til máls og leggur hún fram svohljóðandi tillögu:
“Sveitarstjórn Skagafjarðar beinir því til umhverfis- og tækninefndar að hún óski eftir því við stjórn Samb. ísl. sv.félaga að hún beiti sér fyrir því að 3. tl. bráðab. ákvæðis skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 verði breytt í þeim tilgangi að auðvelda skipulagsferli framkvæmda”.
Herdís Sæmundardóttir
Því næst tók til máls Ingibjörg Hafstað. Þá tók Einar Gíslason til máls og óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa og vísar til bókunar sinnar þegar málið var tekið til fyrri afgreiðslu sv.stjórnar þann 26. janúar sl. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Veiting framkvæmdaleyfis til lagningar Tindastólsvegar frá Skagavegi að Lambárbotnum borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum gegn 3. Tillaga Herdísar Sæmundardóttur borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
3. FJÁRHAGSÁÆTLUN SKAFJARÐAR OG FYRIRTÆKJA FYRIR ÁRIÐ
1999 – FYRIR UMRÆÐA.
Til máls tók Snorri Björn Sigurðsson. Fór hann yfir þá fjárhagsáætlun sem hér er lögð fram og skýrði hana nánar. Leggur hann til að henni verði vísað til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn. Þá tóku til máls Ingibjörg Hafstað, Snorri Styrkársson, Herdís Sæmundardóttir, Snorri Björn Sigurðsson og Snorri Styrkársson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Tillaga um að vísa fjárhagsáætlun Skagafjarðar og fyrirtækja fyrir árið 1999 til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
4. KOSNING 1 AÐALM. OG 1 VARAM. Í FRAMKVÆMDASTJÓRN
BYGGÐASÖGU SKAGFIRÐINGA.
Forseti leggur til að sú breyting verði gerð á þessum dagskrárlið, að í stað þess að kjósa 1 aðalmann og 1 varamann í framkv.stjórn Byggðasögu Skagfirðinga verði greidd atkvæði um þá framkv.stjórn sem kosin var á fundi Byggðasögunefndar þann 2. febrúar sl. en hún er svo skipuð.
Aðalmenn: Varamenn:
Gísli Gunnarsson Sólveig Arnórsdóttir
Bjarni Maronsson Pálmi Rögnvaldsson
Magnús H. Sigurjónsson Sigríður Sigurðardóttir
Var framkv.stjórn Byggðasögu þannig skipuð borin upp og samþykkt samhljóða.
5. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR;
a) Almannavarnarnefnd Skagafjarðar 19. og 22. jan.
b) Starfskjaranefnd 27. jan.
c) Byggðasaga Skagfirðinga 2. feb.
d) Fundur samstarfsnefndar, sveitastjórna Akrahrepps og sveitarfélagsins Skagafjarðar 22. jan
og 16. feb.
e) Heilbrigðisnefnd Norðurl.vestra 17. feb.
f) Bygginganefnd leikskólans á Hólum 17. feb.
Til máls tók Árni Egilsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Gísli Gunnarsson Elsa Jónsdóttir, ritari
Snorri Styrkársson Snorri Björn Sigurðsson
Sigrún Alda Sighvats
Árni Egilsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Einar Gíslason
Elinborg Hilmarsdóttir
Ingibjörg Hafstað
Páll Kolbeinsson
Sigurður Friðriksson
Herdís Á. Sæmundardóttir