Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 21 - 23.03.99
Ár 1999, hinn 23. mars kom sveitarstjórn saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 1400.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Helgi Sigurðsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Snorri Styrkársson, Ingibjörg Hafstað, Sigurður Friðriksson, Elinborg Hilmarsdóttir, Herdís Á. Sæmundard. og Ingimar Ingimarsson ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
1. FUNDARGERÐIR;
- Byggðarráð 11. mars.
- Menningar- íþr.- og æskulýðsnefnd 8. mars.
- Félagsmálanefnd 16. mars.
- Umhv.-og tækninefnd 12. mars.
- Hafnarstjórn 11. mars.
- Landbúnaðarnefnd 9. og 17. mars.
- Atvinnu- og ferðamálanefnd 12. og 19. mars.
2. SAMÞYKKT OG GJALDSKRÁ FYRIR SORPHIRÐU OG URÐUN Í SV.FÉL. SKAGAFIRÐI –
SÍÐARI UMRÆÐA.
3. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR;
a) Byggðasaga 17. mars.
AFGREIÐSLUR:
1. FUNDARGERÐIR:
a) Byggðarráð 11. mars.
Dagskrá:
- Viðræður við forsvarsmenn Skógræktarfélags Skagfirðinga.
- Bréf frá SÍS.
- Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
- Bréf frá Landgræðslu ríkisins.
- Erindi frá INVEST.
- Erindi frá Krossgötum.
- Erindi frá launafulltrúum.
- Málefni Sjávarleðurs hf.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða. Sigrún Alda Sighvats óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu 1. og 7. liðar.
b) Menningar- íþr.- og æskulýðsnefnd 8. mars.
Dagskrá:
- Fjárhagsáætlun 1999.
- Kosning varaformanns.
- Félagsheimili.
- Styrkveitingar til íþrótta- og æskulýðsfélaga.
- Tillaga um menningarsjóð.
- Hátíðarhöld.
- Önnur mál.
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina. Þá tóku til máls Snorri Styrkársson og Ásdís Guðmundsdóttir. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.
c) Félagsmálanefnd 16. mars.
Dagskrá:
- Húsnæðismál.
- Trúnaðarmál.
- Endurupptaka á reglum um fjárhagsaðstoð.
- Önnur mál.
Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.
d) Umhverfis- og tækninefnd 12. mars.
Dagskrá:
- Samþykktir og gjaldskrá fyrir sorphirðu í Skagafirði.
- Jarðgöng á Tröllaskaga.
- Tillaga Herdísar Sæmundardóttur – Frá sveitarstjórn 23. febr. sl.
- Námskeið í jarðgerð – Hallgrímur Ingólfsson.
- Fellstún 17–Umsókn um lóðina–Atli Hjartarson og Hafdís Skúlad.
- Borgarsíða 8 Sauðárkróki – Vegagerð ríkisins.
6.1. Umsókn um leyfi til að byggja við saltgeymslu.
6.2. Umsókn um leyfi til að breyta útliti skrifstofuhúsnæðisins að Borgarsíðu 8 – Guðmundur Ragnarsson fh. Vr. - Suðurgata 11 Sauðárkróki – Umsókn um leyfi til að byggja viðbyggingu, stigahús – Steinn Ástvaldsson.
- Arnarstaðir – Ums. um leyfi til að byggja fjárhús – Gestur Stefánss.
- Önnur mál.
Sigrún Alda Sighvats skýrði fundargerðina. Þá tók Ingibjörg Hafstað til máls. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Samþ. að vísa 1. lið til afgreiðslu með 2. lið dagskrár. Fudnargerðin að öðru leyti samþ. samhljóða.
e) Hafnarstjórn 11. mars.
Dagskrá:
- Viðræður við fulltrúa Kaupfél. Skagfirðinga.
Snorri Björn Sigurðsson skýrði fundargerðina. Þá tóku til máls Snorri Styrkársson og Snorri Björn Sigurðsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.
f) Landbúnaðarnefnd 9. mars.
Dagskrá:
- Fundarsetning.
- Málefni hrossaræktar í Skagafirði.
- Bréf.
- Önnur mál.
Landbúnaðarnefnd 17. mars. (Alm. fundur).
Dagskrá:
- Fundarsetning.
- Afréttar- og upprekstrarmál.
Gísli Gunnarsson las fundargerðir landbúnaðarnefndar. Enginn kvaddi sér hljóðs. Fundargerðirnar bornar upp saman og samþ. samhljóða.
g) Atvinnu- og ferðamálanefnd 12. mars.
Dagskrá:
- Atvinnu- og ferðamál.
Atvinnu- og ferðamálanefnd 19. mars.
Dagskrá:
- Viðræður við Hannes Friðriksson á Sauðárkróki.
- Ferðamál.
- Kynning á Guide 2000.
Snorri Björn Sigurðsson las fundargerðirnar þá tóku til máls Snorri Styrkársson, Árni Egilsson og Snorri Björn Sigurðsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðirnar bornar upp saman og samþ. samhljóða.
2. SAMÞYKKT OG GJALDSKRÁ FYRIR SORPHIRÐU OG URÐUN Í SV.FÉLAGINU
SKAGAFIRÐI – SÍÐARI UMRÆÐA.
Snorri Björn Sigurðsson las samþykkt og gjaldskrá f. sorphirðu og urðun í sv.félaginu Skagafirði og skýrði þær breytingar sem orðið hafa á henni milli umræðna. Leggur hann til að fyrirliggjandi samþykkt og gjaldskrá verði samþykkt. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Samþykkt og gjaldskrá fyrir sorphirðu og urðun í Sveitarfélaginu Skagafirði borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
3. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR:
a) Byggðasaga 17. mars.
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerð byggðasögunefndar frá 17. mars og las einnig upp samning sem Sv.félagið Skagafjörður, Akrahreppur, Sögufélag Skagfirðinga, Kaupfélag Skagfirðinga og Búnaðarsamband Skagfirðinga gera með sér til styrktar útgáfu á Byggðasögu Skagfirðinga. Til máls tók Herdís Sæmundardóttir. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin og þar með samningurinn borin upp og samþykkt samhljóða.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Gísli Gunnarsson Elsa Jónsdóttir, ritari
Elinborg Hilmarsdóttir Snorri Björn Sigurðsson
Snorri Styrkársson
Árni Egilsson
Ingibjörg Hafstað
Ingimar Ingimarsson
Herdís Á. Sæmundard.
Sigrún Alda Sighvats
Helgi Sigurðsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Sigurður Friðriksson