Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

25. fundur 18. maí 1999 kl. 14:00 - 15:20 Skrifstofa Skagafjarðar

SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR

FUNDUR 25 - 18.05.1999.

 

Ár 1999, þriðjudaginn 18. maí kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 1400.

            Mætt voru:  Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Árni Egilsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Sigrún Alda Sighvats, Herdís Á. Sæmundard., Elinborg Hilmarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Örn Þórarinsson, Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.

 

Forseti setti fund og lýsti dagskrá:

 

DAGSKRÁ:

 1.  FUNDARGERÐIR;

  1. Byggðarráð 14. maí.
  2. Menningar- íþr.- og æskulýðsnefnd 10. maí
  3. Félagsmálanefnd 11. maí.
  4. Skólanefnd 11. maí.
  5. Umhv.-og tækninefnd 5. og 11. maí.
  6. Veitustjórn 5. maí.
  7. Atvinnu- og ferðamálanefnd 5. maí.

2. KOSNING EINS AÐALMANNS OG EINS VARAMANNS Í UMFERÐARÖRYGGISNEFND SKAGAFJARÐAR OG SIGLUFJARÐAR

3. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR;
   
a) Heilbrigðisnefnd Norðurl. vestra 27. apríl.

 

AFGREIÐSLUR:

1. FUNDARGERÐIR:
   
a) Byggðarráð 14. maí.

   Dagskrá:

  1. Trúnaðarmál.
  2. Undirskriftarlisti vegna villikatta.
  3. Bréf frá Framkvæmdasýslu ríkisins.
  4. Bréf frá Launanefnd sveitarfélaga.
  5. Bréf frá Jóni Eiríkssyni.
  6. Undirskriftarlisti frá íbúum í Varmahlíð.
  7. Forkaupsréttur vegna Háleggsstaða.
  8. Vinabæjasamskipti.
  9. Bréf frá skólamálastjóra.
  10. Forkaupsréttur vegna landspildu úr landi Hellulands.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.  Leggur hún fram svohljóðandi tillögu;   “Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að ganga til samninga um hönnun fyrri áfanga nýrrar heimavistar að upphæð kr. 8.805.720.- 

Sveitarfélagið greiði 40% þeirrar upphæðar.   Sveitarstjórn Skagafjarðar ítrekar að áfram verði unnið að breyttri kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga í byggingu heimavista.”

Þá tók til máls Ingibjörg Hafstað.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga Herdísar Sæmundardóttur borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

b) Menn-íþr.- og æskulýðsnefnd 10. maí.

    Dagskrá:

  1. Forstöðumaður félagsmiðstöðvar.
  2. Formaður Knattspyrnudeildar Tindastóls.
  3. Íþróttamál.
  4. Safnamál.
  5. Önnur mál.

Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina.   Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga Ásdísar um breytingu á 1. grein starfsreglna um úthlutanir rekstrarstyrkja til íþróttafélaga, þess efnis að brott falli aftan af greininni:”… á aldrinum 5 – 20 ára”, borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.


c) 
Félagsmálanefnd 11. maí.

    Dagskrá:

  1. Ársskýrsla sálfræðings.
  2. Vinnulok Sigríðar Sigurjónsdóttur sálfræðings.
  3. Húsnæðismál.
  4. fötlunarmál – Leikfangasafn.
  5. Trúnaðarmál.
  6. Opnun gæsluvalla í Skagafirði.
  7. Önnur mál.

Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina.  Þá tóku til máls Ingibjörg Hafstað, Páll Kolbeinsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Herdís Sæmundardóttir, Snorri Styrkársson, Elinborg Hilmarsdóttir og Gísli Gunnarsson   Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

d) Skólanefnd 11. maí.

    Dagskrá:

  1. Stækkun Grunnskólans á Sauðárkróki.
  2. Önnur mál.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.   Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

e)  Umhverfis- og tækninefnd 5. maí.

    Dagskrá:

  1. Lausaganga búfjár.
  2. Grunnskólinn á Sauðárkróki.
  3. Önnur mál.

 

Umhverfis- og tækninefnd 11. maí.

    Dagskrá:

  1. Deiliskipulag og drög að þéttbýlisuppdrætti í Hofsós.

        -Almennur borgarafundur fyrir Hofsósinga.

 

Umhverfis- og tækninefnd 12. maí.

    Dagskrá:

    1.  Deiliskipulag í Varmahlíð – kynningarfundur.

Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðirnar.   Til máls tóku Gísli Gunnarsson, 

Stefán Guðmundsson, Snorri Styrkársson, Árni Egilsson og Stefán Guðmundsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundarg. bornar upp saman og samþykktar samhljóða.

 
f) Veitustjórn 5. maí.

   Dagskrá:

  1. Héraðsvötn ehf.
  2. Umsögn um ný orkulög (drög að frumvarpi).
  3. Vorfundur Samorku.
  4. Skýrsla um sameiningu veitna.
  5. Önnur mál.

Árni Egilsson skýrði fundargerðina.   Þá tóku til máls Snori Styrkársson og Árni Egilsson.   Fyrsti liður fundargerðarinnar borinn upp sérstaklega og samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum gegn 1 atkvæði Sigrúnar Öldu Sighvats.   Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

 

g) Atvinnu- og ferðamálanefnd 5. maí.

    Dagskrá:

  1. Bleikjueldi.
  2. Erindi frá Rögnvaldi Guðmundssyni ferðamálafræðingi.
  3. Gerð kynningarefnis fyrir Skagafjörð.
  4. Ósk um umsögn vegna tilboðs um kaup á hlut í snjótroðara Skíðafélags fljótamanna.

Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina.   Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

2.  KOSNING EINS AÐALMANNS OG EINS VARAMANNS Í UMFERÐARÖRYGGISNEFND SKAGAFJARÐAR OG SIGLUFJARÐAR

Fram kom tillaga um Óskar Óskarsson slökkviliðsstjóra sem aðalmann og Elinborgu Hilmarsdóttur sem varamann.   Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.

3.  BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR;
    
a)   Heilbrigðisnefnd Norðurl. vestra 27. apríl.

 

Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.

 

Dagskrá tæmd.  Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 15.2o.

 

Gísli Gunnarsson                                                       Elsa Jónsdóttir, ritari.

Páll Kolbeinsson                                                        Snorri Björn Sigurðsson

Ásdís Guðmundsdóttir

Árni Egilsson

Sigrún Alda Sighvats

Herdís Á. Sæmundard.

Elinborg Hilmarsdóttir

Stefán Guðmundsson

Örn Þórarinsson

Ingibjörg Hafstað

Snorri Styrkársson