Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
SVEITARSTJÓRN SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 26 - 01.06.1999.
Ár 1999, þriðjudaginn 1. júní kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Höfðaborg á Hofsósi kl. 1400.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Árni Egilsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Sigrún Alda Sighvats, Herdís Á. Sæmundard., Elinborg Hilmarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
1. FUNDARGERÐIR;
- Byggðarráð 20., 21. og 27. maí.
- Menningar- íþr.- og æskulýðsnefnd 27. maí.
- Byggingarnefnd Grunnskóla Sauðárkróks 21. maí.
- Umhv.-og tækninefnd 20. maí.
- Veitustjórn 18. maí.
- Atvinnu- og ferðamálanefnd 20. maí.
2. TILLAGA FRÁ INGIBJÖRGU HAFSTAÐ OG SNORRA STYRKÁRSSYNI.
3. KYNNTAR FUNDARGERÐIR;
- Stjórnarfundur Invest 14. maí sl.
- Aðalfundur Invest 14. maí sl.
AFGREIÐSLUR:
1. FUNDARGERÐIR:
a) Byggðarráð 20. maí.
Dagskrá:
- Bréf frá Loðdýraræktarfélagi Skagafjarðar.
- Bréf frá Þorgils Pálssyni.
- Erindi frá Reyni Barðdal sem kynnt var sl. vetur.
- Bréf frá Heilsuræktinni.
- Bréf frá FNV vegna vínveitingaleyfi.
- Bréf frá Pálma Sighvats.
- Bréf frá Heiðu Láru Eggertsdóttur og Þuríði Ingvarsdóttur.
- Bréf frá Heiðu Láru Eggertsdóttur.
- Bréf frá Byrginu.
- Arðskrá fyrir Miklavatn og Fljótaá.
- Bréf frá Sigríði Gísladóttur.
- Málefni Sjávarleðurs.
- Bréf frá Sýslumanni.
- Verksamningur við Öryggisþjónustu Sauðárkróks.
- Tillaga að greiðslu fyrir kjörstjórnarstörf.
- Bréf frá Reykjavík – menningarborg Evrópu.
- Bréf frá Handverksfélaginu Alþýðulist.
- Bréf frá Helgu Dóru Lúðvíksdóttur.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Þá tóku til máls Ingibjörg Hafstað, Stefán Guðmundsson, Snorri Styrkársson, Páll Kolbeinsson, Herdís Sæmundardóttir, Snorri Björn Sigurðsson, Ingibjörg Hafstað, Snorri Styrkársson, Páll Kolbeinsson og Snorri Björn Sigurðsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Liður 12 í fundargerðinni borinn upp sérstaklega og samþykktur með 9 samhlóða atkvæðum. Fulltrúar Skagafjarðarlistans, Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson sitja hjá við afgreiðslu þessa liðar. Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Sigrún Alda Sighvats óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu 18. liðar.
Byggðarráð 21. maí.
Dagskrá:
- Málefni Loðskinns hf.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Þá tóku til máls Snorri Styrkársson, Páll Kolbeinsson og Herdís Sæmundardóttir.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 9 samhljóða atkv. á móti 2 atkv. Ingibjargar Hafstað og Snorra Styrkárssonar.
Byggðarráð 27. maí.
Dagskrá:
- Bréf frá Örnefnanefnd.
- Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga.
- Bréf frá Sýslumanni vegna veitingaleyfi Sólvík.
- Bréf frá Sýslumanni vegna veitingaleyfi Áskaffi.
- Bréf frá Sýslumanni vegna gistinga-og veitingaleyfi í Bændaskólanum á Hólum.
- Viðræður við Þórólf Gíslason.
- Starfsmannamál.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Þá tóku til máls Snorri Styrkársson, Snorri Björn Sigurðsson, Snorri Styrkársson og Snorri Björn Sigurðsson.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþ. samhljóða.
b) Menningar-íþr.- og æskulýðsnefnd 27. maí.
Dagskrá:
1. Safnamál
a. Minjahús.
b. Bókasöfn.
c. Héraðsskjalasafn.
2. Starfsskrá.
3. 17. júní.
4. Tilnefninfgar í hússtjórn.
5. Önnur mál.
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina. Þá tók Ingibjörg Hafstað til máls og síðan Ásdís Guðmundsdóttir, Gísli Gunnarsson, Snorri Styrkársson, Gísli Gunnarsson og Snorri Styrkársson.
Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþ. samhljóða.
c) Bygginganefnd Grunnskóla Sauðárkróks 21. maí.
Dagskrá:
- Bílastæði og leiksvæði framan við Íþróttahús.
- Starf byggingarnefndar Grunnskóla Sauðárkróks.
Forseti las fundargerðina. Þá tóku til máls Herdís Sæmundardóttir og leggur hún fram svohljóðandi tillögu:
“Vegna erindis Bygginganefndar Grunnskóla Sauðárkróks þann 21. maí s.l. samþykkir Sveitarstjórn Skagafjarðar eftirfarandi:
Bygginganefnd Grunnskóla Sauðárkróks var skipuð í tíð Bæjarstjórnar Sauðárkróks. Þá var ekki starfandi nefnd sem hafði það skilgreinda hlutverk að annast verklegar framkvæmdir. Í skipuriti fyrir Sveitarstjórn Skagafjarðar er kveðið á um að Umhverfis- og tækninefnd annist útboð verklegra framkvæmda og hafi umsjón með þeim. Því þykir eðlilegt að hún taki við verkinu þegar undirbúningsnefnd, í þessu tilviki Bygginganefnd Grunnskóla Sauðárkróks, hefur unnið málið að framkvæmdastigi. Hins vegar lítur sveitarstjórn svo á að undirbúningsvinnu að byggingu grunnskólans í heild sé ekki lokið og því sé ekki tímabært að leysa bygginganefndina frá störfum.”
Herdís Sæmundardóttir
Gísli Gunnarsson
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Tillaga Herdísar Sæmundardóttur og Gísla Gunnarssonar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
d) Umhv.-og tækninefnd 20. maí.
Dagskrá:
- Villingarnes – Umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús – Sigurjón Valgarðsson.
- Sólheimar í Sæmundarhlíð – Umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús – Sigmar Jóhannsson.
- Flæðagerði 23 Sauðárkróki – Lóð skilað – Guðlaugur Einarsson Furuhlíð 2 Skr.
- Tröð – Umsókn um byggingarleyfi – Viðbygging við hesthús – Gestur Þorsteinsson.
- Háeyri 8 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir fiskverkunarhús – Hrólfur Sigurðsson Sauðárkróki.
- Sæmundargata 6 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu – Jón Hallur Ingólfsson.
- Bréf íbúa við Kvistahlíð Sauðárkróki, dags. 3. maí 1999.
- Umsóknir um vínveitingarleyfi.
8.1. Bændaskólinn Hólum – Valgeir Bjarnason fh. Bændaskólans.
8.2. Veitingastofan Sólvík – Dagmar Á. Þorvaldsd. fh. Gilsbakka ehf.
8.3. Fosshótel Áning v. Fjölbrautarskólinn – Vigfús Vigfússon. - Valagerði – Umsókn um leyfi til útlitsbreytinga á íbúðarhúsinu Valagerði – Birgir Hauksson.
- Laugavegur 9 Varmahlíð – Umsókn um leyfi til útlitsbreytinga – Ómar Bragason.
- Viðvík – Umsókn um leyfi til að klæða utan íbúðarhús – Kári Ottósson.
- Umsókn um byggingarlóðir á Sauðárhæðum, vestan Sjúkrahúss.
- Önnur mál.
13.1. Laugarból Steinsstaðabyggð.
13.2. Tillaga frá Jóhanni Svavarssyni.
13.3. Kynning á símbréfi frá Skipulagsstofnun.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Herdís Sæmundardóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu 12. liðar fundargerðarinnar. Sigrún Alda Sighvats óskar bókað að hún greiði atkvæði gegn lið 13.1. í fundargerðinni og sitji hjá við afgreiðslu liðar 13.2.
e) Veitustjórn 18. maí.
Dagskrá:
- Jón Vilhjálmsson ráðgjafi hjá Verkfræðistofunni Afli skýrir greinargerð um sameiningu orku- og vatsveitna í Skagafirði.
- Fyrirspurnir og umræður.
Árni Egilsson skýrði fundargerðina. Þá tók til máls Snorri Styrkársson. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
f) Atvinnu- og ferðamálanefnd 20. maí.
Dagskrá:
- Ferðamál.
- Önnur mál.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
2.TILLAGA FRÁ INGIBJÖRGU HAFSTAÐ OG SNORRA STYRKÁRSSYNI.
Fyrir fundinum lá svohljóðandi tillaga:
“Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að laun sveitarstjórnar og nefnda á vegum sveitarfélagsins hækki ekki til samræmis við þá hækkun á þingfararkaupi sem ákveðin var af kjaradómi þann 9.maí síðast liðinn.”
Ingibjörg Hafstað
Snorri Styrkársson
Til máls tók Ingibjörg Hafstað og fylgdi tillögunni úr hlaði. Þá tók Herdís Sæmundardóttir til máls og leggur hún til að tillögunni verði vísað til Byggðarráðs. Þá tóku til máls Stefán Guðmundsson, Snorri Styrkrársson, Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Snorri Styrkársson og Gísli Gunnarsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Tillaga Herdísar um að vísa fyrirliggjandi tillögu til Byggðarráðs borin upp og samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum gegn 2 atkvæðum Ingibjargar Hafstað og Snorra Styrkárssonar.
3.KYNNTAR FUNDARGERÐIR;
a) Stjórnarfundur Invest 14. maí sl.
b) Aðalfundur Invest 14. maí sl.
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16.4o.
Gísli Gunnarsson Elsa Jónsdóttir, ritari.
Páll Kolbeinsson Snorri Björn Sigurðsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Árni Egilsson
Sigrún Alda Sighvats
Herdís Á. Sæmundard.
Elinborg Hilmarsdóttir
Stefán Guðmundsson
Sigurður Friðriksson
Ingibjörg Hafstað
Snorri Styrkársson