Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
SVEITARSTJÓRN SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 27 - 15.06.1999.
Ár 1999, þriðjudaginn 15. júní kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 1400.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Árni Egilsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Sigrún Alda Sighvats, Einar Gíslason, Elinborg Hilmarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
1. FUNDARGERÐIR;
a) Byggðarráð 3. og 9. júní.
b) Menningar- íþr.- og æskulýðsnefnd 10. júní
c) Félagsmálanefnd 8. júní.
d) Skólanefnd 8. júní.
e) Umhv.-og tækninefnd 2. og 9. júní.
f ) Veitustjórn 10. júní.
g) Landbúnaðarnefnd 7. júní.
h) Atvinnu- og ferðamálanefnd 2. og 9. júní.
2. SAMÞYKKT UM BYGGÐARMERKI SVEITARFÉLAGSINS SKAGAFJARÐAR – FYRRI UMRÆÐA
AFGREIÐSLUR:
1. FUNDARGERÐIR:
a) Byggðarráð 3. júní.
Dagskrá:
- Viðræður við Ómar Braga Stefánsson um væntanlegan knattspyrnuskóla á vegum Umf. Tindastóls.
- Laun í vinnuskóla.
- Bréf frá Margréti Sigurmonsdóttur.
- Beiðni um niðurfellingu.
- Samþykkt um byggðarmerki Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
- Málefni Höfða hf.
- Umsókn um tækifærisvínveitingaleyfi.
- Bréf frá trúnaðarmönnum kennara.
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Sigrún Alda Sighvats óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu 2. liðar og Árni Egilsson situr hjá við afgreiðslu 6. liðar fundargerðarinnar.
Byggðarráð 9. júní.
Dagskrá:
- Kaupsamningur og afsal vegna Árvers á Hofsósi.
- 2 kaupsamningar vegna gripahúsa á Móum.
- Bréf frá Sýslumanni vegna leyfis til greiðasölu og gistingar í Sölvanesi.
- Umsókn um leyfi til áfengisveitinga að Bakkaflöt.
- Umsókn um leyfi til áfengisveitinga í Hótel Áningu.
- Heimild til sveitarstjóra að gefa út tækifærisvínveitingaleyfi.
- Knattspyrnuskóli Tindastóls (ákvörðun um styrk).
- Samþykkt um byggðamerki Skagafjarðar.
- Bréf frá Kaupþingi Norðurlands hf.
- Bréf frá SÍS.
- Samningur við Hring um starf ferðamálafulltrúa.
- Kaupsamningur vegna Norðurbrúnar 5, (Gamli Lundur), Varmahlíð.
- Tilboð í byggingu B-álmu og tengibyggingu Árskóla.
- Málefni Loðskinns hf.
- Ábyrgð vegna Höfða hf.
- Salernisaðstaða í Baldurshaga á Hofsósi.
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Þá tók til máls Snorri Styrkársson og leggur hann til að við samþykkt Byggðarráðs, 6. lið, bætist: “enda geri hann Sveitarstjórn grein fyrir veittum leyfum”. Þá óskaði Snorri eftir því að 14. liður yrði borinn upp sérstaklega. Einnig óskar hann eftir því að 15. lið verði vísað til Byggðarráðs til nánari skoðunar. Síðan tóku til máls Snorri Björn Sigurðsson og Gísli Gunnarsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Tillaga Snorra Styrkárssonar varðandi viðbót við 6. lið borin upp og samþykkt samhljóða. 14. liður borinn upp sérstaklega og samþykktur með 9 atkvæðum gegn tveimur atkvæðum Ingibjargar Hafstað og Snorra Styrkárssonar. Tillaga um að vísa 15. lið til Byggðarráðs borin upp og felld með 8 atkvæðum gegn tveimur. Árni Egilsson situr hjá við afgreiðslu þessa. Sigurður Friðriksson situr hjá við afgreiðslu 4.liðar. Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Árni Egilsson situr hjá við afgreiðslu 15. liðar.
b) Menningar-íþr.- og æskulýðsnefnd 10. júní.
Dagskrá:
- Tillaga um starf framkvæmdastjóra MÍÆ.
- Forgangsröðun íþróttamannvirkja.
- Hátíðarhöld árið 2000.
- Styrkir vegna landsliðsferða.
- Bréf frá stjórn UMFT.
- Bréf frá Umf. Hjalta.
- Vinnuskóli Skagafjarðar.
- Bréf frá Starfsmannafélagi Skagafjarðar.
- Bréf frá Listasafni Íslands.
- Samningur um forvarnir.
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
c) Félagsmálanefnd 8. júní.
Dagskrá:
1. Húsnæðismál.
2. Trúnaðarmál.
3. Sumarstarf með fötluðum.
4. Önnur mál.
5. Heimsókn í Iðju kl. 14.00
Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.
d) Skólanefnd 8. júní.
Dagskrá:
- Uppsögn leikskólastjóra Furukots.
- Skipulag við Barnaborg Hofsósi.
- Sumarlokanir leikskólanna.
- Bréf frá foreldri.
- Umsóknir um stöður.
- Ráðning skólastjóra Tónlistarskólans.
- Ráðning skólastjóra Grunnsk. Hofsós – Hóla og Sólgarða.
- Skipulag Grunnskólans á Sauðárkróki – Árskóla – byggingarnefnd.
- Bréf frá Grunnskólanum að Hólum.
- Skólaakstur.
- Önnur mál.
Helgi Sigurðsson skýrði fundargeðina. Upplýsti hann nöfn þeirra umsækjenda sem nefndir eru í liðum 6 og 7 í fundargerðinni en þeir eru eftirfarandi: Umsækjendur í lið 6, þ.e. umsækjendur um stöðu skólastjóra Tónlistarskóla Skagafjarðar: Jóhann Þór Baldursson, tónlistarkennari Búðardal, Mínerva M. Haraldsdóttir, skólstjóri, Vallnaholti 4, Eiðum, Sveinn Sigurbjörnsson tónlistarkennari, Fögrusíðu 1b, Akureyri, Þórólfur Stefánsson tónlistarkennari, Svíþjóð og Hilmar Sverrisson tónlistarkennari, Drekahlíð 2, Sauðárkróki. Umsækjendur í lið 7, þ.e. umsækjendur um stöðu skólastjóra Grunnskóla Hofsóss, Hóla og Sólgarða: Björn Björnsson skólastjóri, Öldustíg 4, Sauðárkróki og Guðrún Helgadóttir, Prestsæti 4, Hólum. Þá tóku til máls Ingibjörg Hafstað, Helgi Sigurðsson, Snorri Styrkársson, Helgi Sigurðsson og Gísli Gunnarsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.
e) Umhv.-og tækninefnd 2. júní.
Dagskrá:
- Norðurbrún 7, Varmahlíð – Umsókn um leyfi til að gera tvær íbúðir í húsið – Gísli Víðir Björnsson.
- Hólar í Hjaltadal – Umsókn um leyfi fyrir fiskeldi í gömlu fjárhúsunum á Hólum – Guðmundur Guðmundsson fh. Bændaskólans á Hólum.
- Sjöundastaðir í Fljótum – Umsókn um landskipti – Gréta Jóhannsdóttir.
- Byggingavörudeild K.S. Eyri – Vegtenging – Bréf Þórólfs Gíslasonar.
- Kirkjutorg 3 – Umsókn um skjólgirðingu – Ingólfur Guðmundsson og Björg Sverrisdóttir.
- Sæmundargata 6 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu – Jón Hallur Ingólfsson.
- Ægisstígur 7 – Umsókn um lóðarstækkun – Einar Örn Einarsson.
- Umsókn um tímabundið leyfi til áfengisveitinga í Bakkaflöt – Sigurður Friðriksson.
- Slökkvistöðin Hofsósi – Umsókn um leyfi til að klæða utan húsið – Óskar S. Óskarsson fh. eigenda.
- Borgarflöt 27 Sauðárkróki – Umsókn um leyfi til útlitsbreytinga – Trausti Jóel Helgason fh. Kaupfélags Skagafirðinga.
- Fellstún 17 – Fyrirspurnarteikning – Atli Hjartarson og Hafdís Skúladóttir.
- Hvannahlíð 7 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu – Óskar S. Óskarsson.
- Akurhlíð 1.
- Bréf Trausta Sveinssonar varðandi jarðgöng dagsett 28.01.1999.
- Hofsós – Gróðursetning – Bréf Egils Arnar Arnarssonar.
- Önnur mál.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Þá tóku til máls Snorri Styrkársson, Árni Egilsson, Stefán Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, Snorri Styrkársson, Árni Egilsson og Stefán Guðmundsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Árni Egilsson tekur ekki þátt í afgreiðslu 15. liðar þar sem hann hefur unnið að verkefninu sem starfsmaður sveitarfélagsins.
Umhv.-og tækninefnd 9. júní.
Dagskrá:
- Hreinsunardagar.
- Framkvæmdir.
- Grunnskóli Sauðárkróks – tilboð.
- Bréf frá íbúum Varmahlíðar.
- Gámasvæði.
- Önnur mál.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Þá tóku til máls Ingibjörg Hafstað, Stefán Guðmundsson og Snorri Styrkársson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Var nú gert stutt fundarhlé.
Að því loknu var fundi fram haldið.
f) Veitustjórn 10. júní.
Dagskrá:
- Vinnuútboð Hitaveitu (Marbæli-Birkihlíð) Bragi Þór ráðgjafi kemur á fundinn.
- Gjaldskrárbreyting hjá Rafveitu.
- Bréf frá formanni atvinnu- og ferðamálanefndar.
- Önnur mál.
Árni Egilsson skýrði fundargerðina. Þá tóku til máls Snorri Styrkársson og Snorri Björn Sigurðsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
g) Landbúnaðarnefnd 7. júní.
Dagskrá:
- Fundarsetning.
- Málefni Kolbeinsdalsafréttar og Laufskálaréttar.
- Málefni Skarðsár í Sæmundarhlíð.
- Leiga á landi í eigu sveitarfélagsins.
- Viðhald fjallskilamannvirkja og fjárhagsáætlun.
- Upprekstrarmál á Eyvindarstaðaheiði.
- Endurskoðun Blöndusamnings.
- Bréf er borist hefur.
- Önnur mál.
Snorri Björn Sigurðsson skýrði fundargerðina. Þá tóku til máls Ingibjörg Hafstað, Árni Egilsson og Gísli Gunnarsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
h) Atvinnu- og ferðamálanefnd 2. júní.
Dagskrá:
- Trausti Sveinsson.
- Samningur Skagafjarðar og Handverksfélagsins Alþýðulistar um fyrirkomulag í upplýsingamiðstöð ferðamála í Varmahlíð.
- Málefni Drangeyjar.
- Eignarhaldsfélag.
- Önnur mál.
Atvinnu- og ferðamálanefnd 9. júní.
Dagskrá:
- Skráning og flokkun menningararfs í Skagafirði til nýsköpunar í ferðaþjónustu.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðirnar. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðirnar bornar upp saman og samþykktar samhljóða.
2. SAMÞYKKT UM BYGGÐARMERKI SVEITARFÉLAGSINS SKAGAFJARÐAR – FYRRI
UMRÆÐA.
Snorri Björn Sigurðsson skýrði aðdraganda að gerð byggðarmerkis fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð, en tillögu að merkinu hefur unnið Snorri Sveinn Friðriksson. Þá fór hann yfir samþykkt um Byggðarmerki sveitarfélagsins sem hér liggur fyrir til fyrri umræðu og skýrði hana nánar.
Lagði hann til að Samþykktinni yrði vísað til Byggðarráðs og síðari umræðu í Sveitarstjórn.
Þá tóku til máls Snorri Styrkársson og Snorri Björn Sigurðsson. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Tillaga um að vísa Samþykkt um byggðarmerki Sveitarfélagsins Skagafjarðar til Byggðarráðs og síðari umræðu í Sveitarstjórn borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Forseti leitaði nú samþykkis fundarins að taka á dagskrá aðalfundarboð Höfða h.f. en hann verður haldinn þann 21. júní n.k. og var það samþykkt samhljóða.
Til máls tók Snorri Björn Sigurðsson og leggur hann til að sveitarstjórnarfulltrúar fari hlutfalslega með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum og var það samþykkt samhljóða. Árni Egilsson tekur ekki þátt í afgreiðslu þessari.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.17.1o.
Gísli Gunnarsson Elsa Jónsdóttir, ritari
Páll Kolbeinsson Snorri Björn Sigurðsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Árni Egilsson
Sigrún Alda Sighvats
Elinborg Hilmarsdóttir
Stefán Guðmundsson
Sigurður Friðriksson
Einar Gíslason
Ingibjörg Hafstað
Snorri Styrkársson