Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

29. fundur 28. júlí 1999 kl. 14:00 - 14:30 Skrifstofa Sveitarfélagsins

SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR

FUNDUR 29 - 28.07.1999.

Ár 1999, fimmtudaginn 28. júlí kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 1400.

            Mætt voru:  Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Árni Egilsson,  Sigrún Alda Sighvats, Herdís Á. Sæmundard., Elinborg Hilmarsdóttir, Einar Gíslason, Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.


Forseti setti fund og lýsti dagskrá:

 
DAGSKRÁ:

1.  Ársreikningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana   fyrir árið 1998. - Fyrri umræða -

 

AFGREIÐSLUR: 

1.  Ársreikningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana fyrir árið 1998. -  Fyrri umræða –


Fyrir fundinum lágu ársreikningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana fyrir árið 1998.

Þá var einnig lagt fram bréf frá KPMG Endurskoðun h.f. varðandi ársreikninginn og endurskoðun vegna ársins 1998.

Til máls tók Snorri Björn Sigurðsson.  Fór hann í stórum dráttum yfir þann ársreikning sem hér liggur fyrir og leggur hann til að honum verði vísað til nefnda,  kjörinna endurskoðenda og síðari umræðu í Sveitarstjórn.

Þá tók til máls Snorri Styrkársson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.    Tillaga um að vísa ársreikningi Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana fyrir árið 1998 til nefnda, kjörinna endurskoðenda og síðari umræðu í Sveitarstjórn borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


Dagskrá tæmd.   Fundargerð upplesin og samþykkt.   Fundi slitið kl. 14.3o.

 
Elsa Jónsdóttir, ritari.

Gísli Gunnarsson

Páll Kolbeinsson                                     

Snorri Björn Sigurðsson

Árni Egilsson

Sigrún Alda Sighvats

Snorri Styrkársson

Elinborg Hilmarsdóttir

Ingibjörg Hafstað

Herdís Sæmundardóttir

Einar Gíslason