Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

32. fundur 07. september 1999
 SVEITARSTJÓRN SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 32 - 07.09.1999.

    Ár 1999, þriðjudaginn 7. september kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 1400.
    Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Helgi Sigurðsson, Brynjar Pálsson, Lárus Dagur Pálsson, Sigrún Alda Sighvats, Herdís Á. Sæmundard., Elinborg Hilmarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
             1. FUNDARGERÐIR;
      1. Byggðarráð 2. september.
      2. Menningar-íþrótta- og æskulýðsnefnd 1. september.
      3. Umhv.-og tækninefnd 18. ágúst og 1. september.
    1. SAMÞYKKT FYRIR SORPHIRÐU Í SVEITARFÉLAGINU SKAGAFIRÐI - SÍÐARI UMRÆÐA.
    2. GJALDSKRÁ FYRIR SORPHIRÐU Í SVEITARFÉLAGINU SKAGAFIRÐI.
              4. A. ÓSK UM LEYFI FRÁ STÖRFUM Í SVEITARSTJÓRN
   
                    - PÁLL KOLBEINSSON.
    1. TILNEFNING Í BYGGÐARRÁÐ Í STAÐ PÁLS   KOLBEINSSONAR
    2. TILNEFNING Í SKÓLANEFND Í STAÐ PÁLS KOLBEINSSONAR
              5. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR;
                                    a) Starfskjaranefnd 2. september.
AFGREIÐSLUR:
  1. FUNDARGERÐIR:
a)    Byggðarráð 2. september.           Dagskrá:
      1. Bréf frá UMFÍ.
      2. Bréf frá Hrafnhildi Ó. Bjarnadóttur.
      3. Forkaupsréttur - hluti Hofsstaðasels.
      4. Beiðni um kaup á Kolkuósi.
      5. Skuldbreyting.
      6. Samþykkt fyrir sorphirðu í Sveitarfélaginu Skagafirði - síðari umræða.
      7. Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun í Sveitarfélaginu Skagafirði.
      8. Ósk um frestun verkloka að Freyjugötu 18.
      9. Forkaupsréttur - hluti Svanavatns.
      10. Starfslok framkvæmdastjóra Héraðsnefndar.
      11. Heimavistarmál.
      12. Sokkaverksmiðja.
      13. Samningur um veiði á byggðakvóta.
      14. Afsal vegna jarðarinnar Teigar í Fljótum.
      15. Kauptilboð í Suðurgötu 10, Sauðárkróki.
      16. Sala á efri hæð Skagfirðingabrautar 25.
      17. Umsókn um leyfi til reksturs gistiheimilis og veitingastofu.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Leggur hún til að lið 6 í fundargerðinni verði vísað til afgreiðslu með 2. lið dagskrár og 7. lið verði vísað til afgreiðslu með 3. lið dagskrár og var það samþykkt. Þá tók til máls Snorri Björn Sigurðsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Stefán Guðmundsson óskar bókað að hann tekur ekki þátt í afgreiðslu 13. liðar fundargerðarinnar.
b) Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 1. september.
     Dagskrá:
1. Samstarfssamningur milli Byggðasafnsins, Íslendingafélagsins í Utah og  
    Vesturfarasetursins.  
2. Bæjardyr á Reynistað.
3. Viðgerðir á Glaumbæ.
4. Stofnskrá Byggðasafns Skagfirðinga.
5. Söfnunarstefna Byggðasafnsins.
6. Smellur – hana nú.
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Tillaga um að vísa 2. og 3. lið fundargerðarinnar til Byggðarráðs samþykkt samhljóða. Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Helgi Sigurðsson óskar bókað að hann tekur ekki þátt í umræðu eða afgreiðslu 2. liðar.
c)   Umhv.-og tækninefnd 18. ágúst.        Dagskrá:
      1. Fellstún 20 Sauðárkróki – Fyrirspurnarteikning
      2. Borgarflöt 31 Sauðárkróki – Fyrirspurnarteikning
      3. Helluland, Hegranesi – Umsókn um landskipti
      4. Messuholt, Skagafirði – Umsókn um landskipti
      5. Framkvæmdaleyfisumsókn vegna lagningar rafstrengja RARIK, Nl. vestra
      6. Ægisstígur 5, Sauðárkróki, sótt um leyfi til að gera tvær íbúðir í húsinu – Jón Geirmundsson
      7. Sölva-bar Lónkoti. Endurnýjun vínveitingaleyfis
      8. Áskot 7, Hjaltadal – heimreið
      9. Skagfirðingbraut 6 – Útlitsbreyting – Stefanía Gylfadóttir
      10. Freyjugata 18 og Kirkjutorg 5 – Lóðarskipulag.
      11. Strandvegurinn Sauðárkróki
      12. Önnur mál Þrasastaðir, Fljótum. Brennustæði - áramótabrenna. Staða framkvæmda.
Sigrún Alda Sighvats skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Umhv.-og tækninefnd 1. september.
Dagskrá:
      1. Akurhlíð 1, Sauðárkróki.
      2. Freyjugata 11, Sauðárkróki - bréf.
      3. Freyjugata 50, Sauðárkróki.
      4. Hólavegur 3, Sauðárkróki - umsókn um leyfi til að klæða utan húsið.
      5. Bréf þjónustufulltrúa Elínar Sigurðardóttur varðandi ruslagáma.
      6. Bréf Vesturfarasafnsins varðandi lóðir í Hofsósi.
      7. Lindargata 3 - Hótel Tindastóll.
      8. Önnur mál.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Til máls tók Snorri Styrkársson. Leggur hann fram svohljóðandi bókun vegna liðar 1 í fundargerðinni:
#GLUndirrituð lýsa sig ósammála bókun nefndarinnar v/afgreiðslu á erindum er varða Akurhlíð 1, sérstaklega þeirri staðhæfingu að ekkert sé óeðlilegt við framgang málsins. Þetta erindi hefur verið í umfjöllun frá 9.9.1997. Við hörmum þann drátt sem orðið hefur á afgreiðslu þessa máls.#GL
Ingibjörg Hafstað
Snorri Styrkársson
Næst tóku til máls Stefán Guðmundsson, Snorri Björn Sigurðsson, Snorri Styrkársson, Stefán Guðmundsson, Snorri Björn Sigurðsson, Herdís Sæmundardóttir, Brynjar Pálsson, Gísli Gunnarsson, Stefán Guðmundson, Gísli Gunnarsson og Snorri Styrkársson. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu 1. liðar fundargerðarinnar.
2. SAMÞYKKT FYRIR SORPHIRÐU Í SVEITARFÉLAGINU
SKAGAFIRÐI
- SÍÐARI UMRÆÐA.
Til máls tók Snorri Björn Sigurðsson. Engar breytingar hafa verið gerðar á samþykktinni á milli umræðna. Samþykktin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 3. GJALDSKRÁ FYRIR SORPHIRÐU Í SVEITARFÉLAGINU
              SKAGAFIRÐI.
Til máls tók Snorri Björn Sigurðsson. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Gjaldskráin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
            4.  A) ÓSK UM LEYFI FRÁ STÖRFUM Í SVEITARSTJÓRN                         - PÁLL KOLBEINSSON.
Forseti skýrði frá beiðni Páls Kolbeinssonar, þar sem hann óskar eftir leyfi frá störfum í sveitarstjórn Skagafjarðar til áramóta. Var það samþykkt samhljóða. Sæti Páls í Sveitarstjórn þennan tíma tekur Helgi Sigurðsson.
                 B) TILN. Í BYGGÐARRÁÐ Í STAÐ PÁLS KOLBEINSSONAR
Fram kom tillaga um Ásdísi Guðmundsdóttur. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Ásdís því rétt kjörinn. Varamaður í Byggðarráði í stað Ásdísar verður Brynjar Pálsson.
C) TILN. Í SKÓLANEFND Í STAÐ PÁLS KOLBEINSSONAR
Fram kom tillaga um Lárus Dag Pálsson. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Lárus Dagur Pálsson því rétt kjörinn. Í stað Steinunnar Hjartardóttur sem óskað hefur eftir lausn frá störfum varamanns í Skólanefnd, kemur Gísli Gunnarsson.
5. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR;
        a) Starfskjaranefnd 2. september.
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1545.
 
   Elsa Jónsdóttir, ritari
   
../kb