Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

35. fundur 01. október 1999
 SVEITARSTJÓRN SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 35 – 01.10.1999.

    Ár 1999, föstudaginn 1. október, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 1500.
    Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson, Helgi Sigurðsson, Herdís Á. Sæmundard., Einar Gíslason, Sigurður Friðriiksson, Stefán Guðmundsson, Ingibjörg Hafstað og Stefanía Hjördís Leifsdóttir, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
Einnig sat fundinn Jón Sigfús Sigurjónsson hdl.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
      1. Málefni Loðskinns h.f.
AFGREIÐSLUR:
  1. Málefni Loðskinns h.f.
Gísli Gunnarsson skýrði tilefni fundarins. Þá tók til máls Snorri Björn Sigurðsson. Fór hann yfir stöðu fyrirtækisins og hverjir möguleikar sveitarfélagsins eru í stöðunni eins og hún blasir nú við ásamt því að kynna drög að samkomulagi við Búnaðarbanka Íslands um lausn á málefnum fyrirtækisins. Þá tóku til máls Herdís Sæmundardóttir, Jón Sigfús Sigurjónsson hdl., Ingibjörg Hafstað, Stefán Guðmundsson, Herdís Sæmundardóttir, Árni Egilsson, Einar Gíslason og Gísli Gunnarsson. Sveitarstjórn samþykkir þá niðurstöðu Byggðarráðs á fundi þann 29. september s.l. að framlögð drög að samkomulagi við Búnaðarbanka Íslands séu óásættanleg og einnig samþykkir sveitarstjórn að ekki verði frekari fjármunir lagðir í rekstur Loðskinns h.f. Þá samþykkir Sveitarstjórn að sveitarstjórnarfulltrúar fari hlutfallslega með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Loðskinns h.f. sem haldin verður í dag 1. október 1999.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
                                        Elsa Jónsdóttir, ritari