Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

36. fundur 05. október 1999
 SVEITARSTJÓRN SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 36 - 05.10.1999.

    Ár 1999, þriðjudaginn 5. október kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á  Skrifstofu Skagafjarðar kl. 1400.
    Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Helgi Sigurðsson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
1. FUNDARGERÐIR;
    1. Byggðarráð 22., 24. og 29. september
    2. Menningar-íþr.- og æskulýðsnefnd 29. september
    3. Félagsmálanefnd 28. september
    4. Umhverfis- og tækninefnd 22. og 29. september
    5. Hafnarstjórn 21. september
2. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR;
                        a.    Stjórn Skógræktarsjóðs Skagfirðinga 23. september Áður en gengið var til dagskrár óskaði forseti eftir því að tekin yrði inn með afbrigðum afgreiðsla vegna sölu jarðarinnar Ármúla í Skagafirði og var það samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir að neyta ekki forkaupsréttar síns vegna sölunnar.
AFGREIÐSLUR:
  1. FUNDARGERÐIR:
  1. Byggðarráð 22. september.
          Dagskrá:
      1. Viðræður við fulltrúa Búnaðarsambands Skagafjarðar um búfjáreftirlit.
      2. Fjárveitingabeiðnir.
      3. Viðræður við fulltrúa Vlf. Fram og Vkf. Öldunnar.
      4. Aðalfundur Loðskinns hf.
      5. Trúnaðarmál.
      6. Skóladagheimilið við Árskóla.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
        Byggðarráð 24. september
        Dagskrá:
      1. Sala hlutafjár í Fiskiðjunni Skagfirðingi hf.
        Byggðarráð 29. september
        Dagskrá:
      1. Styrkir til björgunarsveita.
      2. Freyjugata 18 – verklok.
      3. Lóð Háholts.
      4. Bréf frá Sýslumanni.
      5. Bréf frá Einkaleyfastofunni.
      6. Bréf frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
      7. Kaup á slökkvibifreið í Hofsós.
      8. Stofnun nýbýlis úr Víðidal.
      9. Forkaupsréttur.
      10. Umsóknir um tækifærisvínveitingaleyfi.
      11. Starfsmannamál.
      12. Framkvæmdasýsla ríkisins.
      13. Málefni Loðskinns hf.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerð 24. september hefur þegar hlotið afgreiðslu Sveitarstjórnar. Fundargerð 29. september borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
    b) Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 29. september.
        Dagskrá:
      1. Erindi frá Tindastóli.
      2. Bréf frá UMSS.
      3. Staða minjavarðar á Norðurlandi vestra.
      4. Erindi frá Grósku.
      5. Erindi frá körfuknattleiksdeild Tindastóls.
      6. Bréf frá Sigríði Jóhannsdóttur v/Samfés.
      7. Önnur mál.
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina. Þá tóku til máls Ingibjörg Hafstað og Gísli Gunnarsson. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
    c) Félagsmálanefnd 28. september.
        Dagskrá:
  1. Húsnæðismál.
  2. Fjárhagsstaða Félagsþjónustu Skagafjarðar.
  3. Önnur mál.
Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
    d) Umhv.-og tækninefnd 22. september.
        Dagskrá:
  1. Furuhlíð 5, Sauðárkróki - sótt um leyfi til að byggja yfir svalir.
  2. Sótt um leyfi til reiðvegagerðar frá Grófargilsrétt að reiðvegi sem liggur fram Laufásinn.
  3. Ársfundur Náttúruverndar.
  4. Kynnt bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra.
    a) v/fóðurgerðar í Hyrnu.
    b) v/sundlaugar Sauðárkróks.

  5. Starfsmannamál.
  6. Umsókn frá RARIK v/350KW jarðspennustöðvar við skíðasvæði skíðadeildar Tindastóls í Lambárbotnum.
  7. Fyrirspurn frá RARIK vegna lagnaleiða fyrir háspennulagnir.
  8. Önnur mál.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Þá tók til máls Snorri Styrkársson. Óskar hann að eftirfarandi sé bókað vegna 3ja liðar:
#GLÍ framhaldi af ákvörðun umhverfis- og tækninefndar sveitarfélagsins um að einungis einn nefndarmanna sæki árlegan kynningar- og upplýsingafund Náttúruverndar ríkisins fyrir fulltrúa í náttúruverndarnefndum sveitarfélaga viljum við taka eftirfarandi fram:
    1. Það er sjálfsögð krafa af hálfu sveitarstjórnarinnar að allir nefndar- og sveitarstjórnarmenn afli sér þeirrar þekkingar sem þeim er mögulegt að afla sér til nota í starfi sínu á vegum sveitarstjórnarinnar.
    2. Það er eðlileg starfsregla að þegar fulltrúum einstakra nefnda eða ráða á vegum sveitarstjórnarinnar gefst tækifæri til að sækja fundi, sitja námskeið eða afla annarar þekkingar sem þeim er boðið til þá fái allir þeir sem þess óska eða sjá sér fært í viðkomandi nefnd eða ráði að gera slíkt.
    3. Sjái sveitarstjórn ástæðu til að takmarka sókn nefndarmanna til að afla sér þekkingar, sækja námskeið eða sitja fundi er það eðlileg krafa í lýðræðisþjóðfélagi að takmarka fjölda þátttakenda við 1 fulltrúa frá hverri pólitísku hreyfingu sem fulltrúa eiga í sveitarstjórn.
    4. Það er ekki eðlilegt að í stað kjörinna fulltrúa séu eða verði sendir starfsmenn sveitarfélagsins nema um það sé fullt samkomulag. Um starfsmenn sveitarfélagsins eiga að gilda almennar reglur um kjör þeirra og réttindi samkvæmt kjarasamningi og eða sérstöku mati embættismanna sveitarfélagsins í samræmi við fjárhagsáætlun hverju sinni.
Við mótmælum því þeirri afgreiðslu sem umhverfis- og tækninefnd viðhafði við ákvörðun fulltrúa á árlegan fund Náttúrverndar ríkisins á Akureyri um síðustu helgi.#GL
Snorri Styrkársson
Ingibjörg Hafstað.
Síðan tóku til máls Helgi Sigurðsson og Stefán Guðmundsson Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. 3. liður fundargerðarinnar borinn upp sérstaklega og samþykktur með 8 atkvæðum gegn 2. Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
      Umhv.-og tækninefnd 29. september.
       Dagskrá:
      1. Fellstún 17 - umsókn um breytingu á glugga.
      2. Suðurgata 2 - umsókn um uppsetningu á gervihnattamóttökudiski ofl.
      3. Reynistaður - umsókn um breytta notkun á húsi.
      4. Snjómokstur.
      5. Önnur mál.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Helgi Sigurðsson óskar bókað að hann tekur ekki þátt í afgreiðslu 3. liðar.
    f) Hafnarstjórn 21. september.
    Dagskrá:
      1. Fjárveitingabeiðnir v/fjárlaga 2000.
      2. Starf hafnarvarðar.
      3. Bréf frá Hafsteini Oddssyni.
      4. Bréf frá Eimskipafélagi Íslands.
      5. Ósk um rafmagnstengingu í smábátahöfn.
Snorri Björn Sigurðsson skýrði fundargerðina. Þá tók til máls Snorri Styrkársson. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
2. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR;
a) Stjórn Skógræktarsjóðs Skagfirðinga 23. september.
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15.o5
                      Elsa Jónsdóttir, ritari