Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

41. fundur 30. nóvember 1999
 SVEITARSTJÓRN SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 41 - 30.11.1999.

    Ár 1999, þriðjudaginn 30. nóvember kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á Hótel Varmahlíð kl. 1000.
    Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Brynjar Pálsson, Herdís Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingimar Ingimarsson, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað og Stefanía Hjördís Leifsdóttir, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
1. FUNDARGERÐIR;
      1. Byggðarráð 17. og 24. nóvember
      2. Menn-íþr.- og æskulýðsnefnd 24. nóvember
      3. Félagsmálanefnd 23. nóvember
      4. Umhverfis- og tækninefnd 24. nóvember
      5. Veitustjórn 24. nóvember
      6. Landbúnaðarnefnd 25. nóvember
2. REGLUGERÐ FYRIR HITAVEITU SKAGAFJARÐAR
   - (FRESTAÐ Á SÍÐASTA FUNDI)
3. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR;
Áður en gengið var til daskrár leitaði forseti afbrigða um að taka á dagskrá fundargerð Hafnarstjórnar frá 26. nóvember og var það samþykkt samhljóða.
AFGREIÐSLUR:
  1. FUNDARGERÐIR:
a)  Byggðarráð 17. nóvember.         Dagskrá:
      1. Bréf frá Fasteignamiðstöðinni vegna sölu á Miklahóli.
      2. Bréf frá S.Í.S. um staðgreiðsluáætlun 2000.
      3. 2 bréf frá Sýslumanni.
      4. Bréf frá Vegagerðinni ásamt skýrslu um vegtengingar á norðanverðum Tröllaskaga.
      5. Aðgerðir til stuðnings loðdýrabændum.
      6. Hönnun nýbyggingar heimavistar og deiliskipulag lóðar.
      7. Niðurfellingar.
      8. Bréf frá Byggðasögu Skagafjarðar.
      9. Bréf frá Hrossaræktarsambandi Skagfirðinga.
      10. Sala hlutabréfa í Fiskiðjunni Skagfirðingi hf.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
        Byggðarráð 24. nóvember.
        Dagskrá:
  1. Útsvarsprósenta árið 2000.
  2. Bréf frá VSÓ ráðgjöf.
  3. Bréf frá eftirlitsnefnd skv. 74. gr. sveitarstj. laga.
  4. Eignarhaldsfélög.
  5. Bréf frá SSNV.
  6. Bréf frá Héraðsvötnum ehf.
  7. Formaður umhv.- og tækninefndar kemur á fundinn.
  8. Málefni Þel ehf.
  9. Ferðaþjónustan á Steinsstöðum.
  10. Sala hlutabréfa í Fiskiðjunni Skagfirðingi hf. 
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Til máls tók Ingibjörg Hafstað og óskar hún eftir því að 10.liður verði borinn upp sérstaklega. Þá tóku til máls Brynjar Pálsson og Gísli Gunnarsson sem leggur til þá breytingu við 4. lið, að hlutafé Skagafjarðar í Eignarhaldsfélagi Norðurlands – Tækifæri ehf. verði kr. 8.500.000 í stað 7.500.000. Næst tóku til máls Herdís Sæmundardóttir, Árni Egilsson, Brynjar Pálsson og Ingibjörg Hafstað sem óskar bókað að hún standi við samþykkt Byggðarráðs varðandi 4.liðinn. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Tillaga Gísla Gunnarssonar borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum gegn 2. 10. liður borinn upp sérstaklega og samþykktur með 9 atkvæðum gegn 2. Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
b)  Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 24. nóvember.
      Dagskrá:
    1. Frestuð erindi.
    2. Landsmót hestamanna.
    3. Fjárhagsáætlun.
    4. Önnur mál.
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina. Til máls tók Ingibjörg Hafstað og leggur hún fram svohljóðandi tillögu:
#GLUnnið er að mati á umfangi íþróttastarfs í Skagafirði. Á meðan niðurstaða þeirrar vinnu liggur ekki fyrir er ekki tímabært að afgreiða frekari rekstrarstyrki. Því legg ég til að afgreiðslu á erindi UMFT verði frestað.#GL
Þá tóku til máls Ásdís Guðmundsdóttir, Herdís Sæmundardóttir, Gísli Gunnarsson, Herdís Sæmundardóttir og Ingibjörg Hafstað. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Tillaga Ingibjargar Hafstað borin undir atkvæði og felld með 8 atkvæðum gegn 2. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
c)  Félagsmálanefnd 23. nóvember.
      Dagskrá:
      1. Húsnæðismál.
      2. Trúnaðarmál.
      3. Jafnréttismál
      4. Kynning á ráðstefnu um forvarnir.
      5. Önnur mál.
Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina. Til máls tók Árni Egilsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
d)  Umhv.-og tækninefnd 24. nóvember.
      Dagskrá:
      1. Skipulagsmál - áherslumál 2000.
      2. Frumdrög að fjárhagsáætlun 2000.
      3. Merki fyrir Brunavarnir Skagafjarðar - Óskar S. Óskarsson.
      4. Gatnagerð á Sauðárhæðum, vestan sjúkrahúss - tilboð.
      5. Reiðvegir - Grófargilsrétt og gegn um Varmahlíð - samningar.
      6. Grunnskólinn Hólum - fráveitumál.
      7. Önnur mál.
Sigrún Alda Sighvats skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
e)  Veitustjórn 24. nóvember.
      Dagskrá:
      1. Reglugerð Hitaveitu Skagafjarðar.
      2. Niðurgreiðslur á rafmagni vegna nýrra hitaveitna.
      3. Önnur mál.
      1. Starfsmannahald hita- og rafveitu.
      2. Fjárhagsáætlunarvinna vegna ársins 2000.
Árni Egilsson skýrði fundargerðina. Til máls tóku Ingibjörg Hafstað, Herdís Sæmundardóttir og Árni Egilsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Samþykkt að vísa 1. lið til afgreiðslu með 2. lið dagskrár. Fundargerðin að örðu leyti borin undi atkvæði og samþykkt samhljóða.
f)  Landbúnaðarnefnd 25. nóvember.
     Dagskrá:
      1. Fundarsetning.
      2. Lagður fram samningur v/Laufskálaréttar.
      3. Bréf er borist hafa.
      4. Kynnt bréf til fjallskilastjóra dags. 18.11.1999.
      5. Lögð fram til kynningar skýrsla yfir refa- og minkaveiðar 1999.
      6. Skiptabakkaskáli.
Gísli Gunnarsson las fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
g)  Hafnarstjórn 26. nóvember. (tekin á dagskrá með afbrigðum)       Dagskrá:
      1. Starf hafnarvarðar.
      2. Deiliskipulag við Hofsóshöfn.
      3. Rekstur og framkvæmdir hafnarsjóðs 1999.
Brynjar Pálsson skýrði fundargerðina. Til máls tóku Árni Egilsson, Herdís Sæmundardóttir og Brynjar Pálsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

2. REGLUGERÐ HITAVEITU SKAGAFJARÐAR - (frestað á síðasta fundi)
Til máls tók Snorri Björn Sigurðsson. Leggur hann til að Reglugerð Hitaveitu Skagafjarðar eins og hún liggur fyrir – óbreytt frá því hún var lögð fram á síðasta fundi Sveitarstjórnar – verði samþykkt. Þá tóku til máls Árni Egilsson og Gísli Gunnarsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Reglugerð Hitaveitu Skagafjarðar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
3. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR;
Ekkert lá fyrir undir þessum lið.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1155.
 
             Elsa Jónsdóttir, ritari