Umhverfisnefnd
Ár 2002, fimmtudaginn 11. júlí kl.1300 kom nýkjörin Umhverfisnefnd Skagafjarðar saman til fyrsta fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Viðar Einarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ómar Unason, Hallgrímur Ingólfsson og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
Dagskrá.
- Kosning formanns.
- Kosning varaformanns.
- Kosning ritara.
- Úrskurður Umhverfisráðuneytisins vegna mats á umhverfisáhrifum Villinganesvirkjunar í Skagafirði.
Afgreiðslur:
1. Ársæll Guðmundsson, setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Óskaði hann eftir tilnefningu um formann. Fram kom tillaga um Ómar Unason. Tillagan samþykkt.
2. Fram kom tillaga um að Viðar Einarsson yrði varaformaður nefndarinnar. Tillagan samþykkt.
3. Fram kom tillaga um að Elinborg Hilmarsdóttir yrði ritari nefndarinnar. Tillagan samþykkt.
4. Úrskurður Umhverfisráðuneytisins vegna mats á umhverfisáhrifum Villinganesvirkjunar í Skagafirði lagður fram til kynningar.
Fleira ekki gert
Fundi slitið kl. 1415
Ársæll Guðmundsson ritari fundargerðar