Umhverfisnefnd
Mánudaginn 15. júlí kom Umhverfisnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki kl. 1300.
Mætt voru: Ómar Unason, Viðar Einarsson og Elinborg Hilmarsdóttir, auk þess Hallgrímur Ingólfsson tæknifræðingur.
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Engin formleg dagskrá lá fyrir.
Tekinn var fyrir úrskurður Umhverfisráðherra, varðandi virkjun við Villinganes, sem vísað var til nefndarinnar frá Byggðarráði. Lagt fram til kynningar.
Til næsta fundar verður boðað með dagskrá.
Fundi slitið kl. 1410.
Ómar Unason
Viðar Einarsson
Elinborg Hilmarsdóttir