Fara í efni

Umhverfisnefnd

5. fundur 24. október 2002 kl. 15:00 Ráðhús, 550 skr.

Ár 2002, fimmtudaginn 24. október kl. 15:00 kom Umhverfisnefnd Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.

Mætt voru:
Viðar Einarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ómar Unason, Hallgrímur Ingólfsson.

 

Dagskrá:

  1. Bréf frá Náttúruvernd ríkisins.
  2. Sorpurðun.
  3. Ársfundur náttúruverndarnefnda.
  4. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Tekið fyrir bréf frá Náttúruvernd ríkisins þar sem vakin er athygli á 44. gr. laga um náttúruvernd. Greinin fjallar um skyldu sveitastjórnar varðandi eignir í hirðuleysi, eyðijarðir og úrbætur. Í bráðabirgðaákvæði sömu laga segir: “Sveitarstjórnir skulu eigi síðar en árið 2002 hafa lokið úttekt á ástandi skv. áðurtilgreindri gr. og skilað Náttúruvernd ríkisins skriflegri greinargerð þar að lútandi”.
Hallgrími Ingólfssyni falið að vinna greinagerðina.

2. Kynnt var fyrir nefndarfólki sú vinna, sem fram hefur farið um sorpurðunarmál í sveitarfélaginu.
Nefndin samþykkir að gerð verði forathugun á öðrum svæðum.
Elinborg Hilmarsdóttir óskar bókað: “Fulltrúi Framsóknarflokksins í umhverfisnefnd mótmælir harðlega þeirri stefnubreytingu, sem formaður nefndarinnar hefur boðað um sorpurðunarmál í Skagafirði. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hóf þessa vinnu, sem kostað hefur mikinn tíma og stórar fjárhæðir. Rannsóknir á svæðinu í nágrenni Kolkuóss hafa sýnt að vart finnst heppilegra svæði jarðfræðilega á öllu landinu til urðunar sorps. Skora ég því á meirihluta Umhverfisnefndar að sjá til þess að tíma og fjámunum verði ekki kastað heldur unnið áfram að uppbyggingu sorpurðunarsvæðis í nágrenni Kolkuóss”.

3. Nýafstaðinn ársfundur náttúruverndarnefnda ríkis og sveitarfélaga 18.-19. október sl. Nefndarfólki var gefinn kostur á að sitja fundinn, formaður nefndarinnar sat fundinn og greindi nefndinni frá efni hans. Formaður umhverfisnefndar var kosinn í nefnd til undirbúnings á sameiginlegum fundum umhverfisnefnda á norður- og austurlandi.

4. Önnur mál.

Fleira ekki gert, fundi slitið

Viðar Einarsson

Ómar Unason

Elinborg Hilmarsdóttir