Umhverfisnefnd
Ár 2003, föstudaginn 3. janúar kl. 14:00 kom Umhverfisnefnd Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Ómar Unason, Viðar Einarsson, Elinborg Hilmarsdóttir og Hallgrímur Ingólfsson.
Dagskrá:
- Fjárhagsáætlun 2003
- Staðardagskrá 21
- Rúlluplast.
- Frumvarp til laga.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Hallgrímur kynnti fyrir nefndinni drög að fjárhagsáætlun um lið 08 og 11. Samþykkt að vísa þeim til Byggðaráðs og fyrri umræðu sveitarstjórnar.
2. Formaður greindi frá fundarboði á landsráðsstefnu um Staðardagskrá 21, 14. og 15. mars. Nefndin samþykkir að senda fulltrúa á ráðstefnuna.
3. Rúlluplast. Nefndin ítrekar að gefnu tilefni að stranglega bannað er að setja heyrúllu- og heybaggaplast í þá sorpgáma sem sveitarfélagið rekur í sveitarfélaginu og er bæjartæknifræðingi falið að koma þessu á framfæri. Bent er á að heyrúllu- og heybaggaplast verður sótt heim á bæi um mánaðamótin janúar-febrúar og apríl-maí.
4. Sveitarstjóri vísaði til umsagnar í nefndinni frumvarpi til laga um verndun hafs og stranda. Gögn lögð fram til kynningar og vísað til næsta fundar.
5. Önnur mál. Engin.
Fleira ekki gert, fundi slitið.