Fara í efni

Umhverfisnefnd

18. fundur 13. apríl 2004 kl. 16:00 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Ár 2004, þriðjudaginn 13. apríl kl. 16:00 kom Umhverfisnefnd Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.

Mætt voru:     
Ómar Unason, Viðar Einarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri og Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs.

Dagskrá:

  1. Sorpurðun – samningur við verktaka
  2. Sorphreinsun – samningur við verktaka
  3. Fegrunarátak – erindi frá Byggðaráði 23. mars 2004
  4. Bleikjueldi í Lýtingsstaðahreppi hinum forna – erindi frá Ólafi Ögmundarsyni
  5. Styrkbeiðni frá Mógilsá – rannsóknastöð skógræktar.
  6. Önnur mál.

Afgreiðslur:

1. Hallgrímur fór yfir drög að samningi við verktaka um sorpurðun. Samþykkt að vísa samningnum til Byggðaráðs.

2. Hallgrímur fór yfir drög að samningi við verktaka um sorphreinsun á Sauðárkróki. Samþykkt að vísa samningnum til Byggðaráðs.

3. Rætt um fegrunarátak í sveitarfélaginu. Ákeðið að taka málið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

4. Tekið fyrir bréf frá Ólafi Ögmundarsyni varðandi bleikjueldi að Starrastöðum. Nefndin tekur jákvætt í erindið svo fremi sem starfsemin uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til hennar.

5. Tekin fyrir beiðni frá Mógilsá – rannsóknastöð skógræktar, þar sem farið er fram á styrk vegna rannsóknaverkefnisins “Ræktun ryðþolinna aspa”. Samþykkt að styrkja verkefnið um 20 þúsund krónur.

6. Önnur mál. Engin.


Fleira ekki gert, fundi slitið.

Viðar Einarsson ritaði fundargerð.