Umhverfisnefnd
Ár 2004, mánudaginn 29. nóv. kl. 15:00 kom Umhverfisnefnd Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Þorgrímur Ómar Unason, Árni Egilsson, Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri og Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs.
Dagskrá:
- Kosning varaformanns
- Erindi frá Byggðarráði – Svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu
- Fjárhagsáætlun
- Bréf frá Umhverfisstofnun
Afgreiðslur:
1. Árni Egilsson kosinn varaformaður.
2. Rætt um Svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu. Umhverfisnefnd samþykkir að vísa tillögunni í Svæðisskipulaginu um þjóðgarð á Skaga til gerðar aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við svæðisskipulagið á þessu stigi málsins.
3. Farið yfir liði í málaflokkum 08 og 11. Samþykkt að vísa þessum liðum til Byggðarráðs til fyrri umræðu.
4. Lagt fram til kynningar bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 19.11.04, um leiðbeiningar við gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Árni Egilsson ritaði fundargerð.