Umhverfisnefnd
Ár 2004, miðvikudaginn 15. desember kl. 16:00, kom Umhverfisnefnd Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki,
Mætt voru:
Ómar Unason, Elinborg Hilmarsdóttir, Árni Egilsson og Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri.
Dagskrá:
- Fjárhagsáætlun 2005
- Hunda- og kattahald í sveitarfélaginu
- Önnur mál
Afgreiðslur:
1. Farið yfir liði í málaflokkum 08 og 11, sem heyra undir umhverfisnefnd. Þar sem gert er ráð fyrir að allur kostnaður v. jólaskreytinga verði færður á lið 06 í umhverfismálum þá óskar nefndin eftir því að áætlun á þeim lið verði 1.500 þús. Að öðru leyti samþ. nefndin að vísa þessum liðum til byggðarráðs og seinni umræðu í sveitarstjórn.
2. Rætt um hunda- og kattahald í sveitarfélaginu. Formaður lagði fram samþykktir fyrir hunda- og kattahald í Sveitarfélaginu Árborg. Stefnt er að því að koma á samþykktum um þessi mál hér í sveitarfélaginu.
3. Önnur mál.
a) Lagðar fram til kynningar upplýsingar um miltisbrand frá Sigurði Sigurðarsyni, dýralækni, dags. 30. nóv. 2004.
b) Umhverfisnefnd óskar eftir því að fá slökkviliðsstjóra á sinn fund til að fá upplýsingar um viðbúnaðaráætlun vegna eiturefnaslysa í Skagafirði.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Árni Egilsson ritaði fundargerð.