Umhverfisnefnd
Fundur í Umhverfisnefnd Skagafjarðar miðvikudaginn 23. febrúar 2005 kl. 16:00 í Ráðhúsinu, Sauðárkróki.
Mætt voru:
Þorgrímur Ómar Unason, Elinborg Hilmarsdóttir, Árni Egilsson, Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri og Jón Örn Berndsen, starfandi, sviðsstjóri.
Dagskrá:
1. Hunda- og kattahald í sveitarfélaginu.
2. Fráveitumál
3. Önnur mál.
a) Rúllubaggaplast.
Afgreiðslur:
1. Farið yfir drög að reglugerð um hunda- og kattahald í Sveitarfélaginu Skagafirði. Nokkrar athugasemdir gerðar. Stefnt að því að taka drögin fyrir á næsta fundi ásamt drögum að gjaldskrá.
2. Lögð fram samþykkt um fráveitu í Sveitarfélaginu Skagafirði og gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa í Sveitarfél. Skagafirði.
Einnig lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, dags. 11.02.2005 þar sem kemur fram að eftirlitið gerir ekki athugasemdir við samþykktirnar og gjaldskrána.
Umhverfisnefnd samþykkir framlagða samþykkt og gjaldskrá og vísar þeim til Byggðarráðs.
3. Önnur mál:
a) Jóni Erni falið að afla upplýsinga um förgun á rúllubaggaplasti fyrir næsta fund.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:55.
Árni Egilsson ritaði fundargerð.