Fara í efni

Umhverfisnefnd

31. fundur 16. nóvember 2005 kl. 10:00 - 11:15 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Árið 2005, miðvikudaginn 16. nóv. 2005, kom Umhverfisnefnd Skagafjarðar saman til fundar kl. 10:00 í Ráðhúsinu, Sauðárkróki.

Mætt voru:     
Elinborg Hilmarsdóttir, Þorgrímur Ómar Unason, Árni Egilsson og starfsmennirnir Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri og Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri.


Dagskrá: 

  1. Stækkun eldisstöðvar Hólalax hf – Matsskylda
  2. Fjárhagsáætlun
  3. Umhverfisviðurkenningar
  4. Önnur mál.

 Afgreiðslur:

1. Lögð fram umsókn um rýmkun starfsleyfis fyrir starfsemi eldisstöðvar Hólalax í Hjaltadal úr 100 tonnum í 500 tonn af bleikju, dags. 25. okt. 2005. Skipulagsstofnun óskar eftir áliti Sveitarfél. Skagafjarðar með bréfi dags. 27. okt. 2005, hvort stækk­unin sé háð mati á umhverfisáhrifum skv. lögum nr. 106/2000. Umhverfisnefnd telur að stækkun eldisstöðvarinnar Hólalax sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum þar sem gert er ráð fyrir hreinsun fráveituvatns.

2. Hallgrímur lagði fram vinnuskjal um fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2006.

3. Lögð fram greinargerð frá Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar vegna vinnu þeirra við umhverfisverðlaun Skagafjarðar 2005. Umhverfisnefnd þakkar gott samstarf og samþykkir að Soroptimistaklúbburinn vinni að verkefninu á árinu 2006.

4. Önnur mál. Engin.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 11:15.

Árni Egilsson, ritari.