Fara í efni

Umhverfisnefnd

34. fundur 14. febrúar 2006 kl. 13:00 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Árið 2006, þriðjudaginn 14. febrúar 2006, kom Umhverfisnefnd Skagafjarðar saman til fundar kl. 13:00 í Ráðhúsinu, Sauðárkróki.

Mætt voru:     
Elinborg Hilmarsdóttir, Þorgrímur Ómar Unason, Árni Egilsson og starfsmennirnir Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri og Hallgrímur Ingólfsson.

Dagskrá:

  1. Erindi frá Unglingadeild knattspyrnudeildar Tindastóls
  2. Bréf frá Varmahlíðarskóla
  3. Hunda- og kattahald
  4. Spilliefni
  5. Brotajárn
  6. Önnur mál:

Staðardagskrárráðstefna í Reykholti

Afgreiðslur:

1. Lagt fram bréf, dags. 23.01.06, frá Unglingadeild (3. flokki) Knattspyrnudeildar Tindastóls, þar sem óskað er eftir því að eiga samstarf við Umhverfisnefnd Svf. Skagafjarðar um söfnun á einnota fernum. Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur Hallgrími að vinna frekar að málinu.

2. Lagt fram bréf, dags. 16.01.06, frá Varmahlíðarskóla, þar sem er þakkað fyrir styrk vegna útgáfu bæklings: “Minnisvarðar í Skagafirði”.

3. Rætt um nýsamþykkta reglugerð um hunda- og kattahald og framkvæmd hennar.

4. Lagt fram tilboð frá Hringrás ehf, dags. 5. des. 2005, um móttöku á spilliefnum. Nefndin samþykkir að hafna tilboðinu og mun áfram skipta við Efnamóttökuna ehf.

5. Rætt um það fyrirkomulag sem er á förgun á brotajárni hjá Svf. Skagafirði í dag. Samþykkt að taka málið til endurskoðunar. Umhverfisnefnd samþykkir að segja upp samningi um förgun á brotajárni, sem gerður var á milli Héraðsnefndar Skagafjarðar og Hringrásar ehf 1. júní 1996 og gilti til 31. maí 1999. En samningur þessi hefur síðan framlengst um eitt ár í senn.

6. Lögð fram dagskrá Staðardagskrárráðstefnu í Reykholti 3.- 4. mars n.k. Samþykkt að þeir nefndarmenn, sem sjá sér það fært, sæki ráðstefnuna.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Árni Egilsson, ritari.