Umhverfis- og tækninefnd
Fundur 85 - 17.01.01
Ár 2001, miðvikudaginn 17 janúar kl.1330 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Óskar S. Óskarsson, Hallgrímur Ingólfsson og Jón Örn Berndsen
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2001
2. Önnur mál
Afgreiðslur:
1. Rætt um gerð fjárhagsáætlunar og tillögur vegna hennar. Til umræðu eru liðir: 07 Brunavarnir og brunamál, 08 Hreinlætismál, 09 Byggingar- og skipulagsmál, 10 Götur, holræsi og umferðarmál, 11 Almenningsgarðar og útivist, 18 Áhaldahús, 19 Vélasjóður. Auk þess tilllögur að gjald- og eignfærðri fjárfestingu vegna ársins 2001.
Sveitarstjórn afgreiddi á fundi sínum þriðjudaginn 16. janúar 2001 fjárhagsáætlun fyrir Sveitarfélagið til nefnda og annarrar umræðu í Sveitarstjórn.
Niðurstöðutölur ofangreindra liða frá Sveitarstjórn voru: 07 Brunavarnir og brunamál kr. 21.464.000.-, 08 Hreinlætismál kr. 18.729.000.-, 09 Byggingar- og skipulagsmál 34.576.000.-, 10 Götur, holræsi og umferðarmál kr. 9.926.000.-, 11 Almenningsgarðar og útivist kr. 29.578.000.-, 18 Áhaldahús kr. 11.583.000.-, og 19 Vélasjóður kr. 8.230.000.-.
Vegna gjald- og eignfærðrar fjárfestingar er áætlað í lið 08 Hreinlætismál kr. 10.000.000.-, í lið 10 Götur og holræsi kr. 19.400.000.- og tekjur 10.000.000.-, í lið 11 Almenningsgarðar og útivist kr. 1.000.000.- og Vélasjóður kr.2.500.000.- til tækjakaupa.
Umhverfis- og tækninefnd samþykkir ofangreinda liði með þeim breytingum að liður 10 hækki um kr. 19,3 milljónir. Er það skoðun nefndarinnar að óhjákvæmilegt sé að gera nýja íbúðargötu á Sauðárkróki, Iðutún, kostnaður áætlaður kr. 16,3 milljónir, einnig að nauðsynlegt sé að fara í framkvæmdir við fráveitukefið í Hofsósi fyrir kr. 3.000.000.-
Jóhann Svavarsson fulltrúi Skagafjarðarlistans í Umhverfis- og tækninefnd óskar bókað. “Ég mótmæli þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru í meðferð tillagna nefndarinnar og einstakra fulltrúa hennar í Byggðarráði. Það sér hvergi stað að tillögur nefndarinnar frá fundi 8. janúar sl. hafi fengið efnislega umfjöllun í Byggðarráði og er það í hæsta máta ámælisvert.”
2. Önnur mál. – Engin -.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1420
Jón Örn Berndsen, ritari