Umhverfis- og tækninefnd
Ár 2001, fimmtudaginn 25. janúar kl.12 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, og Jón Örn Berndsen
Dagskrá:
1. Skipulagsmál í sveitarfélaginu, gerð aðalskipulags
2. Aðalskipulag Hóla í Hjaltadal, breyting
3. Strandvegur
4. Önnur mál
Afgreiðslur:
1. Á fund nefndarinnar kom kom Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt vegna fyrirhugaðrar vinnu við gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið Skagafjörð. Farið var yfir verkáætlun vegna gerðar aðalskipulags. Nefndin telur eðlilegt að aðalskipulag sveitarfélagsins eigi sér útgangspunkt í svæðisskipulagi Skagafjarðar. Nefndin samþykkir, á grundvelli fyrirliggjandi gagna, að fela byggingarfulltrúa að ganga til samninga við Lendisskipulag ehf. um gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið Skagafjörð og leita eftir kostnaðarþátttöku Skipulagsstofnunar. Stefnt er að því að lokatillaga til afgreiðslu til Skipulagsstofnunar verði til í maímánuði 2002.
2. Aðalskipulag fyrir Hóla í Hjaltadal. Erindið var áður á dagskrá 5. júlí 2000 og 20 desember 2000. Samþykkt að auglýsa breytingingu á Aðalskipulagi Hóla. Framlagður uppdráttur gerður af Birni Kristleifssyni arkitekt á Egilsstöðum, dagsettur 15. 1. 2001.
3. Strandvegur. Gerð grein fyrir fundi sem haldin var á skrifstofu Vegagerðarinnar á Sauðárkróki þann 11. janúar sl. varðandi færslu á Strandvegi.
4. Önnur mál. – engin-
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1445
Jón Örn Berndsen, ritari.