Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

90. fundur 14. mars 2001 kl. 12:30 Skrifstofa Skagafjarðar
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 90 - 14.03.2001

Ár 2001, miðvikudaginn 14. mars kl.1230 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

 

Mætt voru:  Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Gísli Gunnarsson, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Jón Örn Berndsen, og Árni Ragnarsson, skipulagsarkitekt

 

Dagskrá:
                1.       Aðalskipulag Skagafjarðar, stefnumótunarvinna
                2.        Önnur mál

 

Afgreiðslur:

 

1.      Aðalskipulag Skagafjarðar.  Fundurinn var vinnufundur þar sem rætt var um helstu áherslur og stefnumál, sem nást þurfa fram við gerð Aðalskipulagsins. Jón Örn gerði grein fyrir fundi sem hann og Árni Ragnarsson áttu með þeim Brodda Björnssyni, Framnesi og Jóni Sigurðssyni á Ökrum um skipulagsvinnuna og sameiginlegar áherslur Skagafjarðar og Akrahrepps.

 

Miklar umræður urðu um málið allt.

 

2.      Önnur mál.

 
  • Bréf frá íbúasamtökum í Varmahlíð, dagsett 16. febrúar 2001, sem vísað er til nefndarinnar frá byggðarráði
  • Aðalgata 21, #GLGrána#GL - umsókn um leyfi til að breyta gluggum - erindi frá Sigurjóni R. Rafnssyni, aðstoðarkaupfélagsstjóra
  • Aðalgata 7 - Sótt er um leyfi til að gera neyðarútgang á vesturhlið hússins Aðalgata 7 - Elsa J. Elíasdóttir fh. eigenda
  • Hólaskóli - kennslufjárhús - breytingar - Skúli Skúlason, skólameistari
  • Bréf, dagsett 8. mars 2001, frá nokkrum áhugamönnum um byggðamál í Skagafirði, varðandi sorpurðun á Kolkuóssvæðinu

Mál undir þessum dagskrárlið verða tekin til formlegrar afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1515

 

Ritari: Jón Örn Berndsen