Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

93. fundur 04. apríl 2001 kl. 12:30 Skrifstofa Skagafjarðar
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 93 - 04.04.2001

Ár 2001, miðvikudaginn 4. apríl kl.1230 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Sólveig Jónasdóttir, Örn Þórarinsson, Helgi Thorarensen, Hallgrímur Ingólfsson, Jón Örn Berndsen og Sigurður Ingvarsson.
Dagskrá:
1.     Vindheimamelar - jarðvegsframkvæmdir v. Landsmóts hestamanna 2002 - Páll Dagbjartsson fh. verkefnisstjórnar
2.      Bréf Hestamannafélagsins Léttfeta v. reiðstígagerðar - Guðmundur Sveinsson
3.      Nautabú í Hjaltadal - Viðbygging og breytingar á íbúðarhúsi - Laufey Haraldsdóttir og Höskuldur Jensson
4.      Mjólkursamlag Skagfirðinga við Skagfirðingabraut - útlitsbreytingar - Snorri Evertsson
5.      Gilstún 28, Sauðárkróki - lóðinni skilað - Guðmundur Örn Guðmundsson
6.      Önnur mál
Afgreiðslur:
1.      Páll Dagbjartsson, fh. Verkefnisstjórnar Vindheimamela vegna Landsmóts hestamanna 2002, óskar heimildar til að ráðast í jarðvegsframkvæmdir á mótssvæðinu á Vindheimamelum, í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt dagsettan í nóvember 2000 og undirritaður er af Jónasi Vigfússyni, byggingarverkfræðingi. Erindið samþykkt.
2.      Guðmundur Sveinsson fh. hestmannafélagsins Léttfeta óskar heimildar til að leggja reiðveg frá reiðstíg við Sauðárkróksbraut niður með Sauðánni og Tjarnartjörn og að hesthúsasvæðinu í Flæðigerði. Lega vegarins er færð inn á Aðalskipulagsuppdrátt og einnig inná deiliskipulagsuppdrátt Flæðigerðis. Málinu frestað og samþykkt að óska eftir að Skipulagsarkitekt og forstöðumaður Náttúrustofu komi á fund nefndarinnar.
3.      Nautabú í Hjaltadal - Laufey Haraldsdóttir og Höskuldur Jensson óska heimildar til að byggja sólstofu við íbúðarhúsið að Nautabúi og setja kvist á vesturhlið þess. Framlagðir uppdrættir gerðir af Kára Þorsteinssyni á Sauðárkróki dagsettir í mars 2001. Erindið samþykkt.
4.      Snorri Evertsson, fh. Mjólkursamlags Skagfirðinga, óskar heimildar til að breyta útliti vesturhliðar Mjólkursamlagsins og byggja þakkant á hluta hússins. Meðfylgjandi uppdrættir gerðir af Arkitekt Árna, dagsettir í mars 2001. Erindið samþykkt. Örn tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins.
5.      Gilstún 28, Sauðárkróki - Guðmundur Örn Guðmundsson kt. 170855-4429 skilar inn lóðinni. Henni var úthlutað 17. apríl 2000. Erindið samþykkt.
6.      Önnur mál.
Rætt um umferðarmál við Árskóla.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1406
Ritari:  Jón Örn Berndsen