Umhverfis- og tækninefnd
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 94 - 11.04.2001
Fundur 94 - 11.04.2001
Ár 2001, miðvikudaginn 11. apríl kl.1230 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Óskar S. Óskarsson, Hallgrímur Ingólfsson og Jón Örn Berndsen.
Dagskrá:
1. Hitaveita Skagafjarðar. Stofnlögn á Langholtinu.
2. Strandvegur og Þverárfjallsvegur um Gönguskarðsárós, veglína.
3. Steinullarverksmiðjan við Skarðseyri, viðbygging.
4. Önnur mál
Afgreiðslur:
- Hitaveita Skagafjarðar sækir um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar Stofnlagnar frá dælustöð við Grófargil að tengipunkti við merkin milli Marbælis og Jaðars. Meðfylgjandi eru uppdrættir unnir af Stoð ehf. dagsettir í mars 2001. Erindið samþykkt.
- Lagðar fram nýjar tillögur að veglínu Strandvegar og Þverárfjallsvegar um Gönguskarðsárós. Fyrir liggur tillaga af planlegu af Strandveginum unnin af Stoð ehf, dagsett í mars 2001 og tillaga að planlegu yfir Gönguskarðsárós unnin af Vegagerð ríkisins. Sú tillaga gerir ráð fyrir hringtorgi á gatnamótum Skarðseyrar, Eyrarvegar og Þverárfjallsvegar. Nefndin samþykkir framangreindar tillögur.
- Steinullarverksmiðjan, Skarðseyri 5. Einar Einarsson fh. Steinullarverksmiðjunnar sækir um leyfi til að byggja 1100 m2 viðbyggingu norðan við verksmiðjuna. Viðbyggingin er stálgrindarhús sem lýtur gerð núverandi verksmiðjuhúss og mun hýsa nýja pökkunarsamstæðu í Verksmiðjunni. Framlagðir uppdrættir gerðir af Stikunni sf, Karli Eric Rocksén arkitekt, dagsettir í mars 2001. Erindið samþykkt.
- Önnur mál.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1348
Ritari: Jón Örn Berndsen