Umhverfis- og tækninefnd
Fundur 96 - 04.05.01
Ár 2001, föstudaginn 4. maí kl.1230 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru:
Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Gísli Gunnarsson, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Óskar S. Óskarsson, Jón Örn Berndsen, og Sigurður Ingvarsson.
Dagskrá:
1. Varmahlíð - Aðalskipulagsbreytingar v. frístundabyggðar í landi Víðimels
2. Varmahlíð - Deiliskipulag vegna frístundarbyggðar í landi Víðimels
3. Fyrirspurn um lóðir við Ártorg, sunnan og vestan Ábæjar
4. Umsókn um byggingarleyfi fyrir timburhús á Hofsósi - Valgeir Þorvaldsson
5. Umsögn um vínveitingaleyfi fyrir ferðaþjónustuna á Hólum í Hjaltadal
6. Umsögn um vínveitingaleyfi fyrir ferðaþjónustuna í Lónkoti
7. Sauðárkróksbakarí - breytingar á jarðhæð
8. Skógargata 24 - Umsókn um utanhússklæðningu - Katrín Fjóla Jóelsdóttir
9. Fundargerð samráðsnefndar um svæðisskipulag
10. Önnur mál
Afgreiðslur:
1. Aðalskipulagsbreyting í Varmahlíð. Fyrir liggur tillaga að breyttri landnotkun á hluta af landi Víðimels, sem liggur innan aðalskipulags Varmahlíðar. Breytingartillagan gerir ráð fyrir breytingu á landnotkun úr opnu svæði í frístundabyggð. Einnig er breyting á einni lóð sem verður þjónustulóð í stað iðnaðarlóðar áður, og breyting á vegi um iðnaðarsvæðið austan Skagafjarðarvegar, vegur nr. 752. Tillagan áður á dagskrá 91. fundar 21. mars sl. Fyrir liggur samþykki vegagerðarinnar með bréfi dagsettu 18.04.2001.
2. Lögð fram skipulagstillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Víðimels í Varmahlíð. Skipulagið er unnið af Pétri H. Jónssyni, skipulagsarkitekt fyrir Svein Árnason á Víðimel. Það gerir ráð fyrir á fullbyggðu svæði alls 33 sumarhúsum á lóðum sem eru á bilinu 0,4 til 0,7 ha. Samþykkt.
3. Vinnuhópur varðandi byggingu á fjölbýlishúsi fyrir aldraða í Skagafirði hefur að undanförnu verið að störfum. Eitt af verkefnum hópsins var að skoða staðsetningu á húsinu. Eftir að hafa skoðað málið ítarlega og velt upp þeim möguleikum, sem til staðar eru, hefur nefndin komist að þeirri niðurstöðu að æskilegasta lóð fyrir fjölbýlishús sé sunnan og austan Ábæjar. Einar Gíslason fyrir hönd vinnuhópsins gerir hér með fyrirspurn til nefndarinnar hvort möguleiki væri á að umræddum lóðum verði úthlutað undir fjölbýlishús á þann hátt sem að framan greinir. Nefndin tekur jákvætt í málið og samþykkir að óska álits skipulagsarkitekts.
4. Valgeir Þorvaldsson sækir um byggingarleyfi fyrir timburhús, um 127 ferm. að stærð, á einni hæð með háu risi. samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum gerðum af Óla Jóhanni Ásmundssyni, arkitekt. Vinnuheiti hússins er Konungsverslunin og er fyrirhugað að byggja húsið á lóð þar sem í deiliskipulagi Kvosarinnar kallast Brúarlundur. Erindið samþykkt.
5. Óskað er umsagnar nefndarinnar um vínveitingaleyfi fyrir ferðaþjónustuna á Hólum í Hjaltadal. Erindið samþykkt.
6. Óskað er umsagnar nefndarinnar um vínveitingaleyfi fyrir ferðaþjónustuna í Lónkoti í Skagafirði. Erindið samþykkt, enda verði uppfyllt skilyrðum um brunavarnir.
7. Sauðárkróksbakarí - Guðrún Sölvadóttir fh. Sauðárkróksbakarís sækir um leyfi til að stækka kaffihúsið á jarðhæð Bakarísins í Aðalgötu 5. Meðfylgjandi eru uppdrættir gerðir af Arkitekt Árna dagsetttir í maí 2001. Erindið samþykkt
8. Skógargata 24, Sauðárkróki - Katrín Fjóla Jóelsdóttir sækir um leyfi til að klæða utan íbúðarhúsið að Skógargötu 24 með bárustáli. Erindið samþykkt.
9. Fundargerð samráðsnefndar um svæðisskipulag frá 26. apríl 2001 kynnt. Nefndin samþykkir hana fyrir sitt leyti.
10. Önnur mál - Rætt um fund um sorpurðun og sorphirðu, sem haldinn var að Hólum í Hjaltadal miðvikudaginn 25. apríl sl.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1427
Jón Örn Berndsen