Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

97. fundur 09. maí 2001 kl. 13:00 Skrifstofa Skagafjarðar
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 97 - 09.05.01

Ár 2001, miðvikudaginn 9. maí kl.1300 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar í húsnæði Vegagerðarinnar, Sauðárkróki.
Fundarefni:  Safnvegaáætlun 2000-2003.
Mætt voru:  Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Hallgrímur Ingólfsson, Jón Örn Berndsen, Rúnar Pétursson  og Guðmundur Ragnarsson.
Dagskrá:
                   1.      Fundarsetning
                    2.      Fundargerð síðasta fundar
                    3.      Framkvæmdaskýrsla 2000
                   
4.      Erindi til nefndarinnar
               
    5.      Tillaga að safnvegaáætlun
                   
6.      Önnur mál
Afgreiðslur:
1.      Stefán Guðmundsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn, þakkaði húsaskjól og fyrirfram veitingar í kaffistofu Vegagerðarinnar.
2.      Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.
3.      Guðmundur lagði fram skýrslu um framkvæmdir ársins 2000 og gerði grein fyrir helstu framkvæmdum. Fjármagn til ráðstöfunar var kr. 12.770.000, kostnaður vegna framkvæmda ársins var kr. 17.607.000 og umframkostnaður varð kr. 4.837.000.
Kostnaðarskipting var eftirfarandi:
                Nýbyggingar         kr.3.958.000 
               
Almennt viðhald      -  9.617.000 
               
Malarslitlag             -  2.634.000
                Heflun                     -1.398.000.

4.      til    5.   Erindi til nefndarinnar og tillaga að safnvegaáætlun 2001-2004.
Guðmundur kynnti aðsend erindi og gerði grein fyrir þeim:
1)     Ristarhlið á Skaga - Samþykkt að verja kr. 400.000 í ristarhlið á Skaga. Eftirstöðvar kr. 400.000 greiðist 2002.
2)     Ristarhlið í Hegranesi - Samþykkt að verja kr. 400.000 í ristarhlið í Hegranesi.
3)     Háholt, heimreið - Samþykkt að endurgreiða skuld við sveitarfélagið að upphæð kr. 1.100.000 vegna þessarar framkvæmdar.
4)     Flókadalsvegur eystri - tilfærsla á heimreið að Reykjum. Samþykkt að kanna með framkvæmdina í haust. Kostnaðaráætlun er kr. 1.500.000, sem greiðist af peningum ársins 2002.
5)     Húsabakkavegur - 6,99 km. - Samþykkt að verja kr. 250.000 til viðhalds á þessu ári og endurskoðað verði með upphæð næsta árs.
6)     Fjall - Samþykkt að fara í lagfæringar á veginum að Fjalli. Kostnaðaráætlun kr. 900.000.
7)     Brimnesvegur - Samþykkt að fara í lagfæringu á heimreið að Brimnesi samkv. kostnaðaráætlun að upphæð kr. 550.000.
8)     Bakkavegur (3,6 km) - Áætlun þessa árs gerir ráð fyrir kr. 800.000 til að lagfæra veginn með yfirkeyrslu. - Samþykkt.
9)     Austurdalsvegur - Framkvæmdir hafnar samkv. samþykkt síðasta árs. Á þessu ári er áætlað að framkvæmdir kosti kr. 600.000. - Sneiðingur ofan Byrgisskarðs.
10)  Rípurvegur - Styrking og mölburður. Áætlaður kostnaður kr. 650.000. - Samþykkt.
11)Reykjarhólsvegur í Varmahlíð - Um er að ræða kaflann frá Sundlauginni að Birkimel. Kostnaðaráætlun er kr. 9.300.000 og er áætlun 6.800.000 vegna jarðvegsskipta og stofnlagna og 2.500.000 vegna klæðninga. - Samþykkt að verja kr. 1.500.000 til þessarar framkvæmdar í ár.
12)Arnarstaðavegur - Óskað er eftir styrkingu á veginum og mölburði. Kostnaðaráætlun vegna framkvæmda er kr. 400.000. - Samþ. á árið 2002.
13)Skúfsstaðavegur - lagfæring á heimreið. - Samþykkt að fari í verkið 2002 samkv. kostnaðaráætlun kr. 400.000.
14)Langhús - heimreið mölburður kr. 150.000. - Samþykkt.
15)Kolgröf - ristarhlið kr. 200.000. - Samþ.
16)Víðidalur I og II - ristarhlið kr. 200.000. Samþ.
17)Tunguháls II - beiðni um ristarhlið. Guðmundi Ragnarssyni falið að vinna að lausn málsins í samræmi við umræður í nefndinni.
6.      Önnur mál - Engin.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1510.
Jón Örn Berndsen, ritari