Umhverfis- og tækninefnd
Fundur 99 - 23.05.2001
Ár 2001, miðvikudaginn 23. maí kl.1230 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Sigurður Friðriksson, Jóhann Svavarsson, Óskar S. Óskarsson, Hallgrímur Ingólfsson, Jón Örn Berndsen, og Sigurður Ingvarsson.
Dagskrá:
1. Merkingar bæja og vegvísar - Guðmundur Ragnarsson Vr.
2. Flæðigerði - Tjarnartjörn, Náttúrufar - Þorsteinn Sæmundsson
og Árni Ragnarsson koma á fundinn.
3. Bréf Helga Gunnarssonar, Hafsteins Harðarsonar og Karls
Lúðvíkssonar í Varmahlíð, dagsett 16. febrúar 2001.
4. Víðihlíð 9, fyrirspurn v. bílgeymslu - Aníta Jónasdóttir og Ólafur Ólafsson
5. Umsögn vegna lóðarumsóknar á Ártorgi
6. Tilboð - Gangstéttir á Sauðárkróki 2001
7. Tilboð - Vörubílaakstur á Sauðárkróki 2001
8. Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Merkingar bæja, vegvísar og þjónustuskilti. Á fundinn kom Guðmundur Ragnarsson frá Vegagerðinni. Guðmundur fór yfir ástand mála hvað þetta varðar, kynnti vinnuaðferðir Vegagerðarinnar og með hvaða hætti þessum málum er almennt farið.
Guðmundi þökkuð koman og samþykkt að hann og Jón Örn geri úttekt á stöðu mála og tillögur til úrbóta.
2. Flæðigerði, Tjarnartjörn, Náttúrufar. Á fundinn komu Þorsteinn Sæmundsson frá Náttúrustofu Norðurlands vestra og Árni Ragnarsson, skipulagsarkitekt. Rætt um svæðið við Tjarnartjörn, Áshildarholtsvatn og Miklavatn í náttúrufræðilegu tilliti. Rætt um friðun svæða og umgengi ásamt því hvaða markmiðum sé æskilegt að ná fram með skipulagsgerð. Farið var í vettvangsskoðun á svæðið niður að Tjarnartjörn, Flæðigerði og að tjörnunum niður við flugvallarsvæðið. Rætt um stígagerð og reiðleiðir á svæðinu. Þorsteini og Árna þökkuð koman.
3. Lagt fram bréf Helga Gunnarssonar, Hafsteins Harðarsoar og Karls Lúðvíkssonar fh. íbúasamtakanna í Varmahlíð, þar sem óskað er eftir 350.000.- kr fjárstyrk vegna stígagerðar og aðstöðusköpunar vegna útivistar. - Erindinu frestað vegna væntanlegs fundar með hagsmunaaðilum í Reykjarhóli.
Sigurður Friðriksson vék nú af fundi vegna anna.
4. Víðihlíð 9, Sauðárkróki. Aníta Jónasdóttir og Ólafur Ólafsson spyrjast fyrir um leyfi til að breyta áður samþykktum teikningum af bílgeymslu að Víðihlíð 9. Bílgeymslan færist innan byggingarreits, þakgerð breytist og hús og skúr tengjast með tengibyggingu. Meðfylgjandi erindinu er fyrirspurnarteikning, sem sýnir fyrirhugaðar breytingar.
- Samþykkt.
5. Ártorg, lóðarumsókn - Á fundi nefndarinnar 4. maí sl. var fyrir umsókn frá vinnuhópi um byggingu íbúða fyrir eldri borgara á Ártorgi. Þá var óskað umsagnar um þetta erindi frá Skipulagsarkitekt. Sú umsögn liggur nú fyrir og er hér lögð fram.
6. Tilboð í gangstéttir á Sauðárkróki 2001. Föstudaginn 18. maí 2001 kl. 10,00 voru opnuð tilboð, á Skrifstofu Skagafjarðar, í gangstéttarsteypu á Sauðárkróki árið 2001.Verkið var boðið út í opnu tilboði. Eitt tilboð barst, frá K-Tak ehf á Sauðárkróki, að upphæð kr. 1.442.000,-. Fyrirliggjandi kostnaðaráætlun Tæknideildar var kr. 1.370.000,-.
Hallgrímur leggur til að tilboði K-taks verði tekið. - Samþykkt.
7. Vörubílaakstur fyrir Sveitarfélagið. Föstudaginn 18. maí 2001 kl. 11,00 voru opnuð, á Skrifstofu Skagafjarðar, tilboð í vörubílaakstur samkvæmt opnu útboði #GLVörubílaakstur 2001#GL. Sjö tilboð bárust í verkið auk eins frávikstilboðs. Hallgrímur leggur til að tilboði Hjartar Hjartarsonar á Sauðárkróki verði tekið. - Samþykkt.
8. Önnur mál. – Sorpurðunarsvæði á Skarðsmelum.
Hallgrímur leggur til að samið verði við Ómar Kjartansson um gjald vegna sorptroðara á svæðinu. - Samþykkt að fela Hallgrími að semja við Ómar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1645
Jón Örn Berndsen, ritari