Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

110. fundur 31. október 2001 kl. 12:30 Skrifstofa Skagafjarðar
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 110 - 31.10.2001

Ár 2001, miðvikudaginn 31. október kl.1230, kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
  
         Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Sigurður H. Ingvarsson, Hallgrímur Ingólfsson og Jón Örn Berndsen,

 

Dagskrá:
   1.      Gilstún 10-12, Sauðárkróki - umsókn um byggingarleyfi – Óstak sf
    2.      Gilstún 14-16, Sauðárkróki - umsókn um byggingarleyfi – Óstak sf
    3.      Hásæti 1, Sauðárkróki – umsókn um byggingarleyfi – Búhöldar hsf
    4.      Bréf Hestasports, dags 11.10.2001 – frá byggðarráði
    5.      Veiðihús að Hrauni á Skaga – flutnings- og byggingarleyfi –
            Rögnvaldur Steinsson
    6.      Umsögn vegna veitingar vínveitingaleyfis - Kaffi Krókur
    7.      Umsögn vegna veitingar vínveitingaleyfis - Hótel Tindastóll
    8.      Umsögn vegna veitingar vínveitingaleyfis - Fjallakráin, Vatnsleysu 
   
9.      Daufá, íbúðarhús - Útlitsbreyting og einangrun utan – Egill Örlygsson
    10.  Glaumbær 2 – Stöðuleyfi fyrir smáhýsi – Skúli Halldórsson
    11.  Rarik – Strengleið frá Hofsósi í Hof, – framkvæmdaleyfisumsókn
    12.  Austurgata 14, Hofsósi – klæða af anddyri -  Herdís Fjeldsted
    13.  Skógargata 10 – fyrirspurnarteikning – Óskar Konráðsson og
            Jóhanna Jónasdóttir
    14.  Áshildarholt.  Hlaða, breytt notkun húsnæðisins - Gunnlaugur Vilhjálmsson
    15.  Dalatún 11, Sauðárkróki  - Tímabundinn rekstur snyrtistofu í húsinu -
            Aðalheiður Arnórsdóttir
    16.  Lindargata 15, Sauðárkróki – skyggni yfir útitröppur – Ragnar Eiríksson
    17.  Jarðgöng og vegagerð á norðanverðum Tröllaskaga -
            úrskurður Skipulagsstofnunar
    18.  Önnur mál

 

Afgreiðslur:

 

1.      Gilstún 10-12, Sauðárkróki. Ragnar Kárason fh. Óstaks sf. á Sauðárkróki sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Arkitekt Árna og dagsettir í október 2001. Erindið samþykkt.

 

2.      Gilstún 14-16, Sauðárkróki. Ragnar Kárason fh. Óstaks sf. á Sauðárkróki sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Arkitekt Árna og dagsettir í október 2001. Erindið samþykkt.

 

3.      Hásæti 1, Sauðárkróki – Ólafur Stefán Þorbergsson, Raftahlíð 39, fh. Búhölda hsf, sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Almennu verkfræði- og teiknistofunni ehf. á Akranesi, Jóhannesi Ingibjartssyni, og dagsettir 07.09.2001 – Erindið samþykkt.

 

4.      Bréf Hestasports, Ævintýraferða, dagsett 11.10.2001, lagt fram. Það er erindi sem vísað er til nefndarinnar frá byggðarráði. Þar er óskað eftir að fá til ráðstöfunar um 4,5 ha lands sunnan og vestan Miðgarðs til uppbyggingar á aðstöðu fyrir ferðaþjónustuhús. Nefndin fagnar framkomnu erindi og felur tæknideild að vinna skipulagstillögu af svæðinu.

 

5.      Veiðihús að Hrauni á Skaga, flutnings- og byggingarleyfi, Rögnvaldur Steinsson, Hrauni óskar heimildar til að flytja frá Húsabrekku í Eyjafjarðarsveit að Hrauni 13 m2 bjálkahús. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Leifi Þorsteinssyni, MTFÍ, og meðfylgjandi afstöðumynd unnin af Stoð ehf, verkfræðistofu á Sauðárkróki. Erindið samþykkt.

 

6.      Umsögn vegna veitingar vínveitingaleyfis. Óskað er umsagnar nefndarinnar vegna umsóknar Jóns Daníels Jónssonar um leyfi til vínveitinga að Kaffi Krók, Aðalgötu 16, Sauðárkróki. Sótt er um leyfið til tveggja ára. Nefndin gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við erindið.

 

7.      Umsögn vegna veitingar vínveitingaleyfis. Óskað er umsagnar nefndarinnar vegna umsóknar Steinu Margrétar Finnsdóttur fh. Lazar´s ehf. um leyfi til vínveitinga að Hótel Tindastóli, Lindargötu 3, Sauðárkróki. Sótt er um leyfið til sex mánaða. Nefndin gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við erindið.

 

8.      Umsögn vegna veitingar vínveitingaleyfis. Óskað er umsagnar nefndarinnar vegna umsóknar Jóns Friðrikssonar og Ásdísar M. Björnsdóttur, Vatnsleysu, um leyfi til vínveitinga í Fjallakránni, Vatnsleysu. Sótt er um leyfið til tveggja ára. Nefndin gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við erindið. Byggingarfulltrúa falið að ganga eftir raunteikningum af húsnæðinu.

 

9.      Daufá, íbúðarhús. Útlitsbreyting og einangrun utan – Egill Örlygsson, Daufá, óskar heimildar til að breyta gluggum og einangra utan íbúðarhúsið að Daufá. Einangrun 50 mm steinull undir múrklæðningu. Erindið samþykkt.

 

10.  Glaumbær 2 – Stöðuleyfi fyrir smáhýsi – Skúli Halldórsson, Hólatúni 7, Sauðárkróki óskar eftir stöðuleyfi til eins árs fyrir smáhýsi í landi tilheyrandi Glaumbæ 2 á Langholti. Fyrir liggur samþykki Arnórs Gunnarssonar landeiganda. Húsið er staðsett í samræmi við meðfylgjandi afstöðumynd. Stöðuleyfi samþykkt.

 

11.  Umsókn um lagnaleið – frá Hofsós að Hofi – Skarphéðinn Ásbjörnsson fh. Rarik sækir um leyfi fyrir strenglögn frá Hofsósi að Hofi á Höfðaströnd skv. meðfylgjandi gögnum.  Samskonar erindi var á dagskrá nefndarinnar 19. september sl. lagt fram af Jóhanni Svavarssyni fh. Rarik og samþykkt þá. Nú er sótt um breytingu á legu strengsins frá því sem sótt var um 19. sept. sl. Nýrri lagnaleið hafnað og þess óskað að strengurinn verði lagður samkvæmt þeirri legu sem samþykkt var í nefndinni 19. sept. sl.

 

12.   Austurgata 14, Hofsósi. Herdís Fjeldsted, Austurgötu 14, óskar eftir heimild nefndarinnar til að klæða af anddyri íbúðarhússins að Austurgötu 14 í samræmi við meðfylgjandi gögn. Erindið samþykkt.

 

13.  Skógargata 10 – fyrirspurnarteikning. Óskar Konráðsson og Jóhanna Jónasdóttir leggja fram fyrirspurnarteikningu vegna byggingar íbúðarhúss á lóðinni. Framlagðir uppdrættir gerðir af Stefáni Ingólfssyni, arkitekt hjá Hugverki Hönnunarþjónustu, dagsettir 10.10.2001. Húsið er timbureiningahús alls um 178,4 m2 á einni hæð. Nefndin getur ekki fallist á umrædda teikningu og telur að húsið falli ekki að heildargötumynd né að hæðarlegu lóðarinnar.

 

14.  Áshildarholt. Gunnlaugur Vilhjálmsson, Áshildarholti óskar heimildar fyrir breyttri notkun á fjárhússhlöðu að Áshildarholti. Hlöðunni verður breytt í fjárhús í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti sem gerðir eru af Stoð ehf., Braga Þór Haraldssyni. Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afla fyllri gagna.

 

15.  Dalatún 11, Sauðárkróki - Aðalheiður Arnórsdóttir óskar heimildar nefndarinnar til tímabundins reksturs snyrtistofu í íbúðarhúsinu að Dalatúni 11, Sauðárkróki. Sótt er um leyfið til þriggja ára. Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

16.   Lindargata 15, Sauðárkróki. Skyggni yfir útitröppur – Ragnar Eiríksson, Lindargötu 15, óskar heimildar til að gera skyggni yfir útitröppur á íbúð hans að Lindargötu 15. Skyggnið er hugsað til að varna snjósöfnun á tröppurnar og verður tekið niður á vorin. Fyrir liggur samþykki nágranna. Erindið samþykkt.

 

17.Jarðgöng og vegagerð á norðanverðum Tröllaskaga. Úrskurður Skipulagsstofnunar, dagsettur 17. október 2001, lagður fram. Skipulagsstofnun fellst á fyrirhugaða framkvæmd. Kærufrestur á úrskurði Skipulagsstofnunar er til 23. nóvember nk.

 

18.  Önnur mál:  Engin.

 

                                                Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1506

 

Jón Örn Berndsen ritar