Umhverfis- og tækninefnd
Fundur 118 - 21.01.2002
Ár 2002, mánudaginn 21. janúar kl.1230 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Hallgrímur Ingólfsson, og Jón Örn Berndsen
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2002.
2. Önnur mál.
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna og gerði grein fyrir dagskrá.
Afgreiðslur:
1. Fjárhagsáætlun 2002.
Árni Egilsson og Sigrún Alda Sighvats óska bókað:
“Þann 12. desember 2001 fór fram fyrri umræða fjárhagsáætlunar í Umhverfis- og tækninefnd. Þar var ræddur rekstur málaflokka, en engin umræða fór fram um framkvæmdaliði. Nefndarmönnum var tjáð að þeir yrðu til ítarlegrar umræðu í nefndinni eftir áramót.
Þann 17. janúar s.l. samþykkti byggðaráð fjárhagsáætlun og vísaði henni til seinni umræðu í sveitarstjórn. Sama dag barst fundarboð UogT þar sem nefndin skuli ræða seinni umræðu fjárhagsáætlunar mánud. 21. janúar.
Þrátt fyrir fyrirspurn okkar um fjárhagsætlun á fundum nefndarinnar 9. og 16. janúar rúmaðist umræða fjárhagsáætlunar ekki á þeim fundum.
Við teljum því ekki ástæðu til að sitja undir þeim vinnubrögðum sem hér eru viðhöfð og víkjum af fundi undir þessum dagskrárlið.”
Meirihluti umhverfis- og tækninefndar samþykkir eftirfarandi tillögur vegna fjárhagsáætlunar 2002.
Gjaldfærð fjárfesting:
Gjöld | Tekjur | |
08 Hreinlætismál | 2.000.000 | 105.000 |
10 Götur og holræsi | ||
Gatnagerðargjöld | 11.000.000 | |
Iðutún – jarðvegsskipti | 10.300.000 | |
Ártorg – jarðvegsskipti | 1.300.000 | |
Forsæti – jarðvegsskipti | 8.000.000 | |
Hásæti – malbikun | 7.300.000 | |
Fráveitumál á Sauðárkróki | 5.000.000 | |
Götulýsing – Varmahlíð | 1.700.000 | |
Götulýsing – Hafnarbr. Hofsósi | 1.800.000 | |
Plan við Miðgarð og skóla Varmah. | 13.000.000 | 2.000.000 |
liður 10 samtals kr. | 48.400.000 | 13.000.000 |
11 Almenningsgarðar og útivist | ||
Opin svæði | 5.000.000 | |
Gjaldfærð fjárfesting |
55.400.000 |
13.105.000 |
2. Önnur mál engin.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1320
Jón Örn Berndsen ritari fundargerðar