Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

119. fundur 23. janúar 2002 kl. 12:30 Skrifstofa Skagafjarðar
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 119 - 23.01.2002

Ár 2002, miðvikudaginn 23. janúar kl.1230 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
  
        Mætt voru:     Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Sigurður H. Ingvarsson, Óskar S. Óskarsson og Jón Örn Berndsen.
Dagskrá:
                    1.      Borgartún, 8 Sauðárkróki. – Umsókn um viðbótarlóð.
                2.      Skógargata, 10 Sauðárkróki. – Lóð skilað inn.
                3.      Freyjugata 50, Sauðárkróki. – Lóðarveggur.
                4.      Iðnaðarlóðir. – Erindi frá atvinnuþróunarfélaginu Hring.
                5.      Varmahlíð. – Áningarstaður við Skagafjarðarbraut.
                6.      Önnur mál.

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna og gerði grein fyrir dagskrá.
Afgreiðslur:

  1. Borgartún 8, Sauðárkróki. – Umsókn um viðbótarlóð. Erindið var áður á dagskrá nefndarinnar 9. janúar sl. Samþykkt að úthluta lóðarstækkun og byggingarfulltrúa falið að gera nýjan lóðarleigusamning.
  2. Skógargata 10, Sauðárkróki. – Lóð skilað inn. Jóhanna Jónasdóttir og Óskar Konráðsson skila inn lóðinni - Samþykkt.
  3. Freyjugata 50, Sauðárkróki. – Lóðarveggur. Jón Sigfús Sigurjónsson, Freyjugötu 50 óskar heimildar til að reisa skjólvegg á lóðarmörkum lóðanna Freyjugata 50 og Skagfirðingabraut 29. Erindið var með bréfum dagsettum11. september sl. sent til umsagnar eigenda Skagfirðingabrautar 29. Ekkert svar hefur borist við því erindi. Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti, enda verði með það farið í samræmi við 67. grein byggingarreglugerðar.
  4. Iðnaðarlóðir. – Erindi frá atvinnuþróunarfélaginu Hring. Á fundinn kom Lárus Dagur Pálsson, framkvæmdastjóri Hrings og kynnti þá athugun sem Hringur hefur gert á lóðum sem hentað gætu sem iðnaðalóðir í Skagafirði. Erindinu vísað til gerðar Aðalskipulags.
  5. Varmahlíð. – Áningarstaður við Skagafjarðarbraut. Kynntar frumhugmyndir Vegagerðarinnar að áningarstað við Skagfjarðarbraut. Einnig rædd Skipulagsmál í Varmahlíð.
  6. Önnur mál. Engin.

   Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1500
       
Jón Örn Berndsen ritari fundargerðar