Umhverfis- og tækninefnd
Fundur 120 - 30.01.2002
Ár 2002, miðvikudaginn 30. janúar kl.1230 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Jón Örn Berndsen, Hallgrímur Ingólfsson og Árni Ragnarsson.
Dagskrá:
1. Skagfirðingabraut 2 Sauðárkróki, Bifröst
2. Varmahlíð – umferðamerkingar
3. Ránarstígur Sauðárkróki – gangbraut
4. Aðalskipulag Skagafjarðar
5. Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Skagfirðingabraut 2, Sauðárkróki, Bifröst – Ómar Bragi Stefánsson fh. hússtjórnar Bifrastar sækir um leyfi til breytinga á húsnæðinu í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti gerða af ArkitektÁrna og dagsetta í janúar 2002. Þá er einnig óskað eftir að fá að áfangaskipta framkvæmdinni. Fyrir liggja áritun Brunavarna Skagafjarðar og umsagnir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra og Vinnueftirlits ríkisins. Fallist er á framkvæmdina með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögnum Vinnueftirlits og Heilbrigðiseftirlits í bréfum dagsettum 29. janúar 2002.
2. Varmahlíð – umferðamerkingar. Að ósk íbúasamtakanna í Varmahlíð hafa verið til skoðunar umferðarmerkingar gatna í Varmahlíð. Samþykkt er setja biðskyldumerki á götur sem tengjast inn á Skólaveg. Tillaga komi fyrir næsta fund.
3. Ránarstígur, Sauðárkróki – gangbraut. Með bréfi dagsettu 20. nóvember sl. lýsir foreldra- og starfsmannafélag Árskóla yfir áhyggjum vegna umferðarmála við Barnaskólahúsið og telur ástand mála verst á Ránarstíg. Til að koma til móts við óskir foreldrafélagsins er samþykkt að merkja gangbraut á Ránarstíginn gegnt húsinu nr 6 við Ránarstíg. Nefndin vill beina því til foreldra, vegna öryggis barna, að þeir hleypi börnum sínum ekki úr bílunum út á götuna, heldur á gangstétt við skólalóðina.
Nú kom Árni Ragnarsson á fundinn. Hallgrímur Ingólfsson og Óskar S. Óskarsson viku af fundi.
4. Vinna vegna gerðar Aðalskipulags.
5. Önnur mál.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1604
Jón Örn Berndsen ritari fundargerðar