Umhverfis- og tækninefnd
Fundur 121 - 20.02.2002
Ár 2002, miðvikudaginn 20. febrúar kl.1230 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Jón Örn Berndsen, Hallgrímur Ingólfsson og Sigurður H. Ingvarsson.
Dagskrá:
1. Víðihlíð 9 Sauðárkróki – Umsókn um breytingu á áðursamþykktum
teikningum.
2. Hólar í Hjaltadal – Prestssæti 4, 6 og 8 Búshúsið. Umsókn um breytingar
á 1. hæð.
3. Sleitustaðir Silfurtún – Umsókn um utanhússklæðningu og útlitsbreytingu.
4. Héraðsdalur – Umsókn um endurbyggingu og breytta notkun á húsnæði.
5. Bréf Rannsóknarstöðvar skógræktar ríkisins.
6. Hvalnes á Skaga – umsögn um lóðarleigusamning. – Egill Bjarnason fh.
hlutaðeigandi.
7. Garður í Hegranesi – Umsókn um landsskipti. Félagsbúið Garði/ Sigurbjörn
H. Magnússon.
8. Tunguhlíð í Tungusveit - Umsókn um landsskipti – Valgarð Guðmundsson.
9. Hofsós – umferðarmál – Hallgrímur Ingólfsson
10.Varmahlíð – Umferðarmál – Hallgrímur Ingólfsson
11.Varmahlíð – Skipulag sumarhúsasvæði.
12. Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Víðihlíð 9, Sauðárkróki – Ólafur R. Ólafsson, Víðihlíð 9 óskar heimildar til að breyta áðursamþykktum teikningum af íbúðarhúsi að Víðihlíð 9, Sauðárkróki. Breytingin felst í því að setja útihurð á suðurstafn hússins. Meðfylgjandi uppdrættir eru gerðir af Stoð ehf., dagsettir í júní 2001 og breytt 8. febrúar 2002. Erindið samþykkt.
2. Hólar í Hjaltadal – Prestssæti 4, 6 og 8 (Búshúsið). Sótt er um leyfi til að endurgera jarðhæð hússins í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti sem unnir eru af Birni Kristleifssyni arkitekt og dagsettir eru 6. desember 2001. Erindið samþykkt.
3. Silfurtún, Sleitustöðum. Sigurður Björnsson fh. eigenda hússins óskar heimildar til að klæða utan húsið með stálklæðningu og einangra það með steinull í veggjagrindina. Þá er og óskað heimildar til að fjarlægja múrpípu. Erindið samþykkt.
4. Héraðsdalur – Sigurður Sigurðsson í Héraðsdal óskar heimildar til að endurbyggja gamla íbúðarhúsið í Héraðsdal samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum, sem unnir eru af Stefáni A. Magnússyni byggingarfræðingi. Uppdrættir dagsettir 1. febrúar 2002. Erindið samþykkt.
5. Bréf Skógræktarstöðvar ríkisins að Mógilsá varðandi ræktun á ryðþolnum öspum tekið fyrir. Um er að ræða tilraunar- og rannsóknarverkefni um ræktun á ryðþolnum öspum. Í bréfinu er sveitarfélögum víðs vegar um land boðið til samstarfs til að hrinda þessum rannsóknum af stað. Skógræktarstöðin leggur til alla tilraunaraðstöðu auk vinnu sérfræðinga stöðvarinnar. Þar á móti fer Rannsóknarstöðin fram á mótframlag frá Sveitarfélaginu Skagafirði að upphæð 25 þúsund krónur. Samþykkt að verða við erindinu.
6. Hvalnes á Skaga – Egill Bjarnason fh. hlutaðeigandi óskar eftir samþykki á meðfylgjandi lóðarleigusamningi sem gerður er milli Bjarna Egilssonar og Skagavarar ehf. og varðar 4300 fermetra lóð um þegar byggt hús Skagavarar ehf. í landi Hvalness. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur gerður af Hjalta Þórðarsyni hjá Hólaskóla. Afstöðuuppdráttur dagsettur í febrúar 2002. Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
7. Garður í Hegranesi – Umsókn um landsskipti – Sigurbjörn H. Magnússon fh. Félagsbúsins í Garði óskar heimilda til að taka undan jörðinni landspildu 1592,4 m2 til byggingar íbúðarhúss. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur gerður af Stoð ehf. verkfræðistofu á Sauðárkróki. Afstöðuuppdráttur dagsettur í ágúst 2001. Nefndin lítur svo á að aðkoma að lóðinni verði eftir núverandi heimreið og samþykkir því erindið.
8. Tunguhlíð í Tungusveit, Skagafirði. – Umsókn um landsskipti – Valgarð Guðmundsson í Tunguhlíð óskar heimildar til að taka undan jörðinni landspildu 6.706. m2 til byggingar sumarhúss. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur gerður af Stoð ehf. verkfræðistofu á Sauðárkróki. Afstöðuuppdráttur dagsettur í ágúst 2001. Erindið samþykkt.
9. Hofsós – umferðarmál – Hallgrímur Ingólfsson. Hallgrímur leggur fram uppdrátt af gatnakerfi í Hofsósi. Á honum er gert ráð fyrir að Suðurbraut, Skólagata og Norðurbraut verði gerðar að aðalbraut og umferðarmerkingar verði gerðar í samræmi við það. Afgreiðslu frestað.
10. Varmahlíð – Umferðarmál – Hallgrímur Ingólfsson. Hallgrímur leggur fram uppdrátt af gatnakerfinu í Varmahlíð. Á honum er gert ráð fyrir að Skólavegur, Birkimelur og Reykjarhólsvegur verði gerðar að aðalbraut og umferðarmerkingar verði gerðar í samræmi við það. Samþykkt.
11. Varmahlíð – Skipulag sumarhúsasvæðis. Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Varmahlíðar unnin af Pétri H. Jónssyni fyrir Sveitarfélagið. Breytingartillagan felst í breytingu á landnotkun sunnan og vestan við Reykjarhólinn. Tillagan miðar að því að svæðið verði tekið undir frístundabyggð og það svæði verður nú um 20 ha. að stærð. Samþykkt að óska heimildar til að auglýsa breytinguna og tæknideild falið að vinna leigusamninga vegna landsins.
12. Önnur mál.
· Jón Örn gerði grein fyrir fundum sem hann og Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt áttu með fulltrúum Vegagerðarinnar í Reykjavík vegna gerðar aðalskipulags. Einnig gerði hann grein fyrir fundi sem þeir áttu, í sömu ferð, með fulltrúum frá markaðsskrifstofu Iðnaðarráðuneytisins varðandi iðnaðarkosti og samgöngumál.
· Sigrún Alda spurðist fyrir um útboð í vörubílaakstur Sveitarfélagsins frá í vor og eftirfylgni þess.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1530
Jón Örn Berndsen ritari fundargerðar