Umhverfis- og tækninefnd
Fundur 122 - 27.02.2002
Ár 2002, miðvikudaginn 27. febrúar kl.1230 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar í Safnahúsinu við Faxatorg á Sauðárkróki.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Gísli Gunnarsson, Ingibjörg Hafstað, Jón Örn Berndsen og Árni Ragnarsson skipulagsráðgjafi.
Dagskrá:
1. Kosning varaformanns
2. Skipulagsmál - Aðalskipulag
3. Önnur mál.
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna, sérstaklega nýjan aðalfulltrúa S listans í Umhverfis- og tækninefnd Ingibjörgu Hafstað, sem tekur sæti Jóhanns Svavarssonar. Jóhann óskaði eftir lausn frá störfum og var á fundi Sveitarstjórnar í gær samþykkt að verða við óskum hans. Þá var Ingibjörg jafnframt kosin aðalfulltrúi í Umhverfis- og tækninefnd. Formaður þakkaði Jóhanni gott samstarf og óskaði honum velfarnaðar.
Afgreiðslur:
1. Kosning varaformanns Umhverfis- og tækninefndar. Formaður gerði tillögu um Ingibjörgu Hafstað. Tillagan samþykkt.
2. Aðalskipulag Skagafjarðar 2001-2012. Fyrir mótun tillögu nr. 2 að aðalskipulagi er mikilvægt að ræða við fulltrúa nágrannasveitarfélaga vegna tillagna sem snerta þau. Umræðuefnin eru í megindráttum tvö og tilgangurinn að kynna nágrannasveitarfélögum hugmyndir á tillögustigi og leita eftir viðhorfum um veggöng og ráðstöfum lands á hreppamörkum sveitarfélagsins Skagafjarðar og nágrannasveitarfélaga. Samþykkt að óska eftir fundi með byggðarráði um málahald áður en næsta skref er stigið.
3. Önnur mál. Byggingarfulltrúi lagði fram dagskrá Ráðstefnu um umhverfismál sveitarfélaga föstudaginn 8. mars nk. Ráðstefnunni er hægt að fylgjast með á fjarfundarbúnaði ef þess er óskað. Ráðstefnan er í tilefni af 10 ára afmæli SAMGUS, en Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri er núverandi formaður þeirra samtaka. Byggingarfulltrúa falið að vinna í málinu.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1410.
Jón Örn Berndsen ritari fundargerðar