Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

123. fundur 06. mars 2002 kl. 12:30 Skrifstofa Skagafjarðar
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 123 - 06.03.2002

Ár 2002, miðvikudaginn 6. mars kl.1230 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar í Safnahúsinu við Faxatorg á Sauðárkróki.
           Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Árni Egilsson,  Ingibjörg Hafstað, Óskar S. Óskarsson, Sigurður H. Ingvarsson og Jón Örn Berndsen
Dagskrá:
   1.    Brekkutún 2, Sauðárkróki – Hársnyrtistofa – Mekkín Árnadóttir.
    2.    Borgarröst 3, Sauðárkróki – Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám –
            Lúðvík Bjarnason.
    3.    Hólavegur 9, Sauðárkróki – Umsókn um útlitsbreytingu – Guðmann Tobíasson
    4.    Skógargata 26, Sauðárkróki – Sótt um útlitsbreytingu – Ingimar Jóhannsson.
    5.    Bréf frá landbúnaðarnefnd Alþingis – umsögn – frumvarp til laga um varnir
            gegnlandbroti.
    6.    Bréf frá umhverfisnefnd Alþingis – umsögn – frumvarp til laga um verndun
            hafs og stranda.
    7.    Bréf frá Byggðaráði – Minnisvarði í Drangey um Gretti Ásmundarson.
    8.    Sjöundastaðir  vestur Fljótum – sótt er um að sameina Sjöundastaði, land,
            jörðinni Sjöundastöðum. 
   9.    Önnur mál.

Afgreiðslur:

  1. Brekkutún 2, Sauðárkróki – Hársnyrtistofa – Mekkín Árnadóttir, Brekkutúni 2, óskar heimildar til að reka hársnyrtistofu í bílskúrnum að Brekkutúni 2. Fyrir liggur samþykki Vinnueftirlits ríkisins og heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra. Meðfylgjandi uppdrættir gerðir af Traust sf. á Egilsstöðum. Uppdrættir dagsettir í febrúar 2002. Erindið samþykkt.
  1. Borgarröst 3, Sauðárkróki – Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám – Lúðvík Bjarnason óskar heimildar til að staðsetja 40 feta gám við húsið til að reka tímabundið sandblástursfyrirtæki. Fyrir liggur samþykki Björns Bjarnasonar sem er eigandi að hluta hússins. Vegna eðlis málsins var það sent nágrönnum til umsagnar. Nefndin hafnar erindinu, en er tibúin að skoða aðra staðsetningu fyrir þesa starfsemi.
  1. Hólavegur 9, Sauðárkróki – Umsókn um útlitsbreytingu – Guðmann Tobíasson óskar heimildar til að setja svalir á hús sitt nr. 9 við Hólaveg. Meðfylgjandi uppdrættir gerðir gerðir af Ingvari G. Jónssyni frá Gýgjarhóli. Uppdrættir dagsettir 15. febrúar 2002. Erindið samþykkt.
  1. Skógargata 26, Sauðárkróki – Sótt um útlitsbreytingu – Ingimar Jóhannsson fh Júlíönu Ingimarsdóttur óskar heimildar til að breyta útliti hússins nr. 26 við Skógargötu samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum sem dagsettir eru 5. mars 2002. Erindið samþykkt.
  1. Bréf frá landbúnaðarnefnd Alþingis. Landbúnaðarnefnd Alþingis óskar með bréfi dagsettu 22. febrúar sl. eftir umsögn um frumvarp til laga um varnir gegn landbroti, 504. mál. Nefndin gerir ekki athugasemdir við frumvarpið, að öðru leyti en því að 8. grein frumvarpsins um kostnað við fyrirhleðslur er ekki skýr. Ljóst virðist að aukinn kostnaður vegna þessa flyst yfir á landeigendur.
  1. Bréf frá umhverfisnefnd Alþingis. Umhverfisnefnd Alþingis óskar með bréfi dagsettu 27. febrúar sl. eftir umsögn um frumvarp til laga um verndun hafs og stranda, 492. mál. Nefndin gerir ekki athugasemdir við frumvarpið. Nefndin vill vekja athygli á að mjög skammur tími er gefinn til að fjalla um slík mál.
  1. Bréf frá Byggðaráði – Minnisvarði í Drangey um Gretti Ásmundarson. Kiwanisklúbburinn Drangey óskar með bréfi dagsettu 31.01.2002 heimildar til að reisa Gretti Ásmundarsyni minnisvarða í Drangey. Erindið barst tæknideild frá Byggðarráði. Tæknideild falið að skoða málið.
  1. Sjöundastaðir í Vestur Fljótum – Gréta Jóhannsdóttir óskar heimildar til að sameina aftur eignirnar Sjöundastaði  í Vestur Fljótum og Lindarbæ í sömu sveit. Erindið samþykkt.
  1. Önnur mál:  Engin.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1405
               
Jón Örn Berndsen ritari fundargerðar