Umhverfis- og tækninefnd
Fundur 124 - 13.03.2002
Ár 2002, miðvikudaginn 13. mars kl.1300 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar í Safnahúsinu við Faxatorg á Sauðárkróki.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Árni Egilsson, Ingibjörg Hafstað, Óskar S. Óskarsson, Hallgrímur Ingólfsson og Jón Örn Berndsen
Dagskrá:
1. Hringvegur 1 um Varmahlíð – Hringtorg – á fundinn mæta
fulltrúar Vegagerðarinnar
2. Þriggja ára áætlun. Erindi frá byggðarráði – Margeir Friðriksson
fjármálastjóri mætir á fundinn.
3. Reiðhöllin Svaðastaðir – fyrirspurn –
4. Erindi Skagafjarðarveitna – lóð undir dæluhús við Eyrarveg
5. Önnur mál.
Stefán Guðmundsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn og gesti.
Afgreiðslur:
- Hringvegur 1 um Varmahlíð. Á fundinn mættu fulltrúar Vegagerðarinnar Einar Gíslason og Gunnar H. Jóhannesson. Kynntu þeir frumdrög Vegagerðarinnar varðandi breytingar á Hringvegi 1 um Sauðárkróksbraut og Varmahlíð. Miklar umræður urðu um málið og var ítarlega farið yfir drög og greinargerð þeirra vegagerðarmanna. Að umræðum loknum þakkaði formaður Vegagerðarmönnum komuna og einnig Árna Ragnarssyni, skipulagsarkitekt, sem sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Málinu vísað til gerðar aðalskipulags og áframhaldandi vinnu.
- Þriggja ára áætlun 2003-2005. Margeir Friðriksson fjármálastjóri kom nú á fundinn og fór yfir áætlunina og skýrði fyrir fundarmönnum. Margeir Friðriksson vék nú af fundi. Umhverfis- og tækninefnd samþykkir að vísa þriggja ára áætlun til síðari umræðu í Sveitarstjórn.
- Reiðhöllin Svaðastaðir. Fyrir liggur fyrirspurn frá Guðmundi Sveinssyni fh. Flugu hf um hvort leyfi fáist til að byggja hesthús við suðurhlið reiðhallarinnar. Meðfylgjandi er fyrirspurnaruppdráttur, tillöguteikning, gerður af Stálbæ, Sveini Pálmasyni. Uppdráttur dagsettur 22.janúar 2002. Nefndin tekur jákvætt í erindið. Sigrún Alda óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
- Erindi Páls Pálssonar veitustjóra fh. Skagafjarðarveitna um að veitunum verði formlega úthlutað lóð undir dæluhús sem stendur við Eyrarveg tekið fyrir. Með erindinu fylgja uppdrættir unnir af ArkitektÁrna er sýna umhverfi og aðkomu að húsinu. Byggingarfulltrúa er falið að ganga frá lóðarsamningi við Skagafjarðarveitur á grundvelli fyrirliggjandi gagna.
- Önnur mál.
· Lagt fram bréf frá Skrifstofu atvinnulífsins á Norðurlandi um fund sem samtök iðnaðarins og skrifstofa atvinnulífsins hyggjast halda á Sauðárkróki 22. mars nk.
· Ingibjörg Hafstað gerði grein fyrir umhverfisráðstefnu Samgus, sem haldin var 8. mars sl. í Garðabæ.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1455
Jón Örn Berndsen ritari fundargerðar