Umhverfis- og tækninefnd
Fundur 125 - 03.04.2002
Ár 2002, miðvikudaginn 3. apríl kl.1230 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar í Safnahúsinu við Faxatorg á Sauðárkróki.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Gísli Gunnarsson, Ingibjörg Hafstað, Óskar S. Óskarsson, Hallgrímur Ingólfsson, Sigurður H. Ingvarsson og Jón Örn Berndsen
Dagskrá:
1. Jarðvegsskipti í Forsæti og Iðutúni – Tilboð
2. Varmahlíð - Sumarhúsasvæði
3. Langamýri – byggingarframkvæmdir
4. Gilstún 28 – lóð skilað inn
5. Borgartún 8 – umsókn um byggingarleyfi
6. Laugarhvammur – sumarhús á lóð nr 3
7. Forsæti 2 – umsókn um byggingarleyfi
8. Forsæti 4 – umsókn um byggingarleyfi
9. Skagfirðingabraut 6 – svalahandrið
10. Valagerði – umsókn um byggingarleyfi fyrir vélageymslu
11. Borgarröst 3 – erindi Lúðvíks Bjarnasonar frá fundi 6. mars.
12. Borgarröst 4 – Lóðarumsókn
13. Hestasport, Varmahlíð – framlenging á Stöðuleyfi.
14. Önnur mál.
Afgreiðslur:
- Miðvikudaginn 3. apríl 2002, kl 11, voru opnuð tilboð í jarðvegsskipti og lagnir í Forsæti og Iðutún. Eftirfarandi tilboð bárust:
Steypustöð Skagafjarðar | kr | 9.283.865.- |
Vinnuvélar Símonar Skarphéðinssonar | kr | 10.055.670.- |
Fjörður | kr | 10.022.640.- |
SE verktakar | kr | 10.202.185.- |
Króksverk | kr | 10.355.700.- |
Kostnaðaráætlun | kr | 11.700.000.- |
Vísað er til fundargerðar frá opnun tilboða.
Samþykkt að ganga til samninga við Steypustöð Skagafjarðar.
Hallgrímur Ingólfsson vék nú af fundi.
- Varmahlíð, Sumarhúsasvæði í sunnan- og vestanverðum Reykjarhóli. Jón Örn gerði grein fyrir málinu.
- Langamýri – byggingarframkvæmdir. Gísli Gunnarsson fh. Löngumýrarnefndar óskar með bréfi dagsettu 21. mars sl. heimildar til að rífa heimavistarhúsið á Löngumýri. Verið er að vinna að uppdráttum varðandi nýbyggingu í stað þess húss. Þær teikningar verða tilbúnar um nk. mánaðarmót og koma þá til umfjöllunar í nefndinni. Erindið samþykkt. Gísli Gunnarsson óskar bókað að hann tekur ekki þátt í afgreiðlu málsins.
- Gilstún 28, Sauðárkróki – Skúli Bragason skilar inn lóðinni sem honum var úthlutað á fundi nefndarinnar 7. nóvember sl. Erindið samþykkt.
- Borgartún 8, Sauðárkróki – Þórður Hansen, Sauðárkróki, óskar heimildar til að byggja við iðnaðarhúsnæði sitt við Borgartún 8. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af ArkitektÁrna dagsettir 3. febrúar 2002. Erindið samþykkt
- Laugarhvammur í Steinstaðabyggð. Þröstur Sigurðsson hjá teiknistofunni Opus, fh. Sæþórs Steingrímssonar sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhús á lóð nr. 3 í landi Laugarhvamms. Aðaluppdrættir gerðir af Opus Þresti Sigurðssyni. Aðaluppdrættir dagsettir 12. febrúar 2002. Erindið samþykkt
- Forsæti 2 – umsókn um byggingarleyfi. Þórður Eyjólfsson fh. Búhölda sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Almennu Verkfræðistofunni á Akranesi. Uppdrættir dagsettir 28.02.2002. Erindið samþykkt
- Forsæti 4 – umsókn um byggingarleyfi. Þórður Eyjólfsson fh. Búhölda sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Almennu Verkfræðistofunni á Akranesi. Uppdrættir dagsettir 28.02.2002. Erindið samþykkt.
- Skagfirðingabraut 6, Sauðárkróki. Stefanía Gylfadóttir óskar heimildar til að setja skjólveggi á bílgeymsluþak við íbúðina Skagfirðingabraut 6. Meðfylgjandi uppdráttur gerður af Stoð ehf. dagsettur 15. mars 2002. Erindið samþykkt.
- Valagerði. Birgir Árdal Hauksson sækir um byggingarleyfi fyrir vélageymslu á jörðinni samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum, gerðum af Guðmundi Þór Guðmundssyni, byggingarfræðingi. Uppdrættir dagsettir í febrúar 2002.
Erindið samþykkt.
- Borgarröst 3 - Erindi Lúðvíks Bjarnasonar frá síðasta fundi. Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir málinu. Erindinu frestað.
- Borgarröst 4 – Lóðarumsókn Haraldar Hermannssonar, Barmahlíð 9, um lóðina tekin fyrir. Erindinu frestað.
- Hestasport í Varmahlíð - Framlenging á Stöðuleyfi fyrir íbúðaaðstöðu. Bréf Magnúsar Sigmundssonar frá 20.03.2002 tekið fyrir. Samþykkt að endurnýja stöðuleyfið til eins árs.
- Önnur mál:
Forsæti 6, Sauðárkróki. Með bréfi dagsettu 2. apríl 2002 sækja Búhöldar um lóðina. Erindið samþykkt.
Fleira ekki gert
Fundi slitið kl. 14,00.
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.