Umhverfis- og tækninefnd
Fundur 126 - 17.04.2002
Ár 2002, miðvikudaginn 17. apríl kl.1300 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki.
Mætt voru: Ingibjörg Hafstað, Páll Sighvatsson, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Gísli Gunnarsson, Óskar S. Óskarsson, Hallgrímur Ingólfsson, Sigurður H. Ingvarsson og Jón Örn Berndsen.
Dagskrá:
1. Opin svæði – sumarframkvæmdir – Helga Gunnlaugsdóttir
2. Sorpgámasvæði við Varmahlíð – Hallgrímur Ingólfsson
3. Dagur umhverfisins 25. apríl
4. Frá Byggðarráði – Kæra Héraðsvatna 29. nóv. 2001 vegna úrskurðar
Skipulagsstofnunar frá 24. okt. um mat á umhverfisáhrifum
Villinganesvirkjunar.
5. Aðalgata 20 – Umsókn um leyfi til að breyta starfsemi í húsinu.
–Halla Björk Marteinsdóttir, forvarnarfulltrúi.
6. Bréf íbúasamtaka Varmahlíðarhverfis frá 8. apríl 2002
7. Áskot 7, Hjaltadal – Plöntuskúr – Valgarð Bertelsson
8. Önnur mál.
Afgreiðslur:
- Opin svæði. Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri mætti á fundinn. Hún og Hallgrimur Ingólfsson fóru yfir helstu framkvæmdir á opnum svæðum í sumar og svöruðu spurningum þar um.
- Varmahlíð – Sorpgámasvæði. Hallgrímur gerði grein fyrir hugmyndum um að færa sorpgáma í Varmahlíð á svæði sunnantil á iðnaðarsvæðið við Skagafjarðarveg og lagði fram gögn þar um. Meiningin er að flytja þá gáma, sem nú eru í íbúðarhverfinu í Varmahlíð, þangað. Nefndin tók vel í erindið og fól Hallgrími að vinna það áfram.
- Með bréfi dagsettu 26. mars minnir Umhverfisráðuneytið á Dag umhverfisins, sem haldinn er hátíðlegur nú í fjórða sinn. Dagurinn er fæðingardagur Sveins Pálssonar, fyrsta íslenska náttúrufræðingsins. Í ár ber Dag umhverfisins, 25. apríl, upp á sumardaginn fyrsta. Erindið var lagt fram til kynningar.
- Erindi Byggðarráðs dagsett 10. apríl sl. Byggðarráð vísar til Umhverfis- og tækninefndar kæru Héraðsvatna, dags. 29. nóvember 2001, varðandi úrskurð Skipulagsstofnunar frá 24. október 2001 um mat á umhverfisáhrifum Villinganesvirkjunar. Nefndin vísar til fyrri samþykktar sinnar frá 9. janúar sl. er fjallað var um aðrar kærur vegna þessa.
- Aðalgata 20, Sauðárkróki. Starfshópur um forvarnarmál í sveitarfélaginu Skagafirði hefur tekið á leigu iðnaðarhúsnæði að Aðalgötu 20, þar sem áður var til húsa líkamsræktarstöðin Hreyfing. Leigutími er til að byrja með eitt ár. Í húsinu er hugmynd að reka menningarhús fyrir ungt fólk. Halla Björg Marteinsdóttir forvarnarfulltrúi, fh. starfshópsins óskar heimildar til breyttrar notkunar húsnæðisins. Óskað er eftir uppdrætti er sýni breytingarnar.
- Bréf íbúasamtaka Varmahlíðarhverfis frá 8. apríl sl lagt fram. Þar er bent á meinta hættu sem skapast getur við útafkeyrslur af Laugarvegi og Norðurbrún í Varmahlíð. Þess er óskað að skoðað verði að setja vegrið á austurkant þessara gatna. Erindinu vísað til tæknideildar til skoðunar og gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs.
- Áskot 7, Hjaltadal – Geymsluhús – Valgarð Bertelsson óskar heimildar til að reisa plöntuskúr á lóð sinni nr. 7 við Áskot í landi Neðra Áss í Hjaltadal. Meðfylgjandi uppdráttur gerður af Þresti Sigurðssyni hjá Opus teikni- og verkfræðistofu á Akureyri. Teikn. dagsett 20.03.2002. Húsið fer á undirstöður, sem áður báru gróðurskála. Erindið samþykkt.
- Önnur mál
v Sólvík Hofsósi. Umhverfis- og tækninefnd fellst á erindi dagsett 3. apríl 2002, þar sem óskað er eftir sex mánaða leyfi til áfengisveitinga í tengslum við veitingasölu í húsinu. Leyfið veitist frá 1. maí 2002. erindið samþykkt.
v Fundarboð frá skrifstofu atvinnulífsins um fund um byggingarmálefni og reglugerð lagt fram. Fundurinn er í kvöld á Kaffi Krók kl 20 .
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 1436
Jón Örn Berndsen ritari fundargerðar