Umhverfis- og tækninefnd
Fundur 128
Ár 2002, mánudaginn 3. júní kl.1000 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Stefán Guðmundsson, Ingibjörg Hafstað, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Árni Egilsson,Óskar S. Óskarsson, Sigurður H. Ingvarsson Hallgrímur Ingólfsson og Jón Örn Berndsen
Dagskrá:
1. Ferðaþjónustan Hólum í Hjaltadal – umsögn um leyfi til vínveitinga
2. Aðalgata 7, C’est La Vie – umsögn um leyfi til vínveitinga
3. Fosshótel Áning – umsögn um leyfi til vínveitinga
4. Árgerði - Byggingarleyfisumsókn Iðnaðarhús Friðbjörn Jónsson
5. Keldudalur viðbygging við fjós – Þórarinn Leifsson
6. Bakki í Viðvíkursveit - landskipti
7. Hólkot í Unadal – landskipti
8. Kimbastaðir, byggingarleyfi fyrir íbúðarhús – Guðmundur Stefánsson
9. Önnur mál
Afgreiðslur:
- Ferðaþjónustan Hólum í Hjaltadal – umsögn um leyfi til vínveitinga. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Ferðaþjónustunnar á Hólum í Hjaltadal, þar sem sótt er um tímabundið vínveitingarleyfi að Hólum. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
- Aðalgata 7, C’est La Vie – umsögn um leyfi til vínveitinga. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Guðmundar Tómassonar, þar sem sótt er um tímabundið vínveitingarleyfi á skemmtistaðnum að Aðalgötu 7. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
- Fosshótel Áning – umsögn um leyfi til vínveitinga Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Vigfúsar Vigfússonar hótelstjóra, þar sem sótt er um tímabundið vínveitingarleyfi á Fosshótel Áningu á Sauðárkróki. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
- Árgerði - Byggingarleyfisumsókn Iðnaðarhús. Friðbjörn Jónsson sækir um byggingarleyfi fyrir Iðnaðarhúsi á lóð sinni úr landi Árgerðis í Sæmundarhlíð. Húsið sem er 308,5 m2 og 1558 m3 er hannað af Stoð ehf. verkfræðistofu á Sauðárkróki. Aðaluppdrættir dagsettir í apríl 2002. Erindið samþykkt
- Keldudalur viðbygging við fjós – Þórarinn Leifsson fh Keldudalsbúsins ehf. óskar heimildar til að byggja við fjósið í Keldudal. Viðbyggingin er steinsteypt, hönnuð af Stoð ehf. á Sauðárkróki. Uppdrættir dagsettir í apríl 2002. Erindið samþykkt.
- Bakki í Viðvíkursveit – landskipti. Jóhanna Birgisdóttir óskar heimildar til að skipta landspildu út úr landi Bakka í Viðvíkursveit. Meðfylgjandi uppdrættir eru unnir af Hjalta Þórðarsyni landfræðing á Hólum í Hjaltadal og eru mótteknir af Byggingarfulltrúa 22. maí sl. Stærð lands sem skipt er út úr jörðinni er 0,79 ha. Fyrir liggur samþykki landeiganda og afsal fyrir landspildunni. Erindið samþykkt.
- Hólkot í Unadal – landskipti. Hjálmar S. Sigmarsson Hólkoti í Unadal óskar heimildar til að skipta 4,9 ha landsskika út úr jörðinni Hólkoti í Unadal. Á meðfylgjandi uppdrætti sem unninn er af Stoð ehf og dagsettur er í maí 2002 er umræddur landskiki sýndur. Erindið samþykkt
- Guðmundur Stefánsson og Arnfríður Arnardóttir Fellstúni 3 Sauðárkróki sækja um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóð sinni úr landi Kimbastaða. Lóðin er skilgreind á afstöðuuppdrætti frá Stoð ehf. sem dagsettur er í okt. 2001. Meðfylgjandi byggingarleyfisumsókninni eru aðaluppdrættir af húsinu, unnir af Ágústi Hafsteinssyni hjá Form, teiknistofu á Akureyri. Hús ásamt bílgeymslu er um 247 m2 að flatarmáli, timburhús á steinsteyptum kjallara. Erindið samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits.
- Önnur mál.
Rætt um umhverfismál. Hallgrími falið, með auglýsingu, að hvetja íbúa til betri umgengni. Sérstaklega er hér átt við iðnaðarsvæðin í Sveitarfélaginu og svæðið meðfram Strandvegi á Sauðárkróki og út á hafnarsvæðið.
Formaður þakkaði meðnefndarmönnum sínum og starfsmönnum gott samstarf á kjörtímabilinu og þeir hver öðrum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 1115
Jón Örn Berndsen ritari fundargerðar