Umhverfis- og tækninefnd
Umhverfis- og tækninefnd
Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði
Fundur 1 – 29.06.98
Ár 1998. Mánudaginn 29. júní kl. 9,00, var haldinn fyrsti fundur Umhverfis- og tækninefndar í sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki.
Eftirtaldir sóttu fundinn:
Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvatsdóttir, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson og Jóhann Svavarsson. Ennfremur Guðm. Ragnarsson, Ingvar Gýgjar Jónsson, Snorri Björn Sigurðsson og Óskar Stefán Óskarsson.
Dagskrá:
- Kosning formanns.
- Kosning varaformanns.
- Kosning ritara.
- Umsóknir um stöðu byggingafulltrúa.
- Svæðisskipulag Skagafjarðar.
- Ægisstígur 6. Utanhússklæðning.
- Furuhlíð 8. Umsókn um gluggabreytingu.
- Borgartún 4. Umsókn um gám.
- Aðalgata 21 A. Útlitsbreyting og breyting á starfsemi.
- Gagnfræðaskólahús á Sauðárkróki. Kynningarteikningar.
- Skarðseyri 2, Steypustöð Skagafjarðar. Umsókn um lóðarauka.
- Svæði milli Borgarsíðu / Borgarteigs. Umsókn um aðstöðu.
- Öldustígur 1. Umsókn um byggingarleyfi f. bílgeymslur.
- Freyjugata 18. Þjónustuíbúðir fyrir fatlaða.
- Heimavistarlóð fyrir nýja heimavist. Hönnunarsamkeppni.
- Aðalskipulag Sauðárkróks 1994-2014.
Afgreiðslur:
1. Snorri Björn Sigurðsson, sveitarstjóri setti fundinn og óskaði eftir uppástungu um formann. Fram kom tillaga um Stefán Guðmundsson. - Samþykkt.
2. Stefán Guðmundsson tók við fundarstjórn og lýsti eftir uppástungu um varaformann. Fram kom tillaga um Sigrúnu Öldu Sighvatsdóttur. - Samþykkt.
3. Stefán lýsti eftir uppástungum um ritara nefndarinnar. Fram kom tillaga um Örn Þórarinsson. - Samþykkt.
4. Snorri Björn Sigurðsson kynnti umsóknir um stöðu byggingar- og skipulagsfulltrúa en staðan var auglýst laus til umsóknar nýverið.
5. Svæðisskipulag Skagafjarðar 1998-2010. Kynnt bréf frá Skipulagsstofnun vegna svæðisskipulagsins, þar sem fram koma athugasemdir við skipulagið sem var auglýst á fyrri hluta ársins.
Umhverfis- og tækninefnd samþykkir að boða skipulagshönnuði til fundar við nefndina.
6. Árni Árnason, Ægisstíg 6, sækir um leyfi til klæða húsið að Ægisstíg 6 að utan með lituðu bárustáli. - Samþykkt.
7. Tryggvi Tryggvason, Furuhlíð 8, sækir um leyfi til að setja glugga á suðurhlið neðri hæðar hússins að Furuhlíð 8, samkvæmt teikningum Braga Þórs Haraldssonar, dags. m . breytingum maí ´98. - Samþykkt.
8. Hallgrímur Alfreðsson, Kambastíg 1, sækir um leyfi til að hafa gám til bráðabirgða á lóðinni númer 4 við Borgartún, þar sem pláss er lítið við húseign umsækjanda við Borgarröst 3. - Afgreiðslu frestað.
9. Umsókn um leyfi til að breyta útliti hússins að Aðalgötu 21 A, suðurhluta, til samræmis við teikn. Árna Ragnarssonar, dags. 06.98. Einnig um leyfi til að breyta starfsemi í húshlutanum og reka þar verndaðan vinnustað í umsjá Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra.
Afgreiðslu frestað þar sem ekki er starfandi ferlinefnd til umsagnar um aðgengi fyrir fatlaða í bygginguna.
10. Kynntar fyrirspurnarteikningar vegna viðbyggingar við Gagnfræðaskólann á Sauðárkróki, frá Teiknistofunni Skólavörðustíg og (Teiknistofunni) Úti og inni, dags. maí 1998.
Umhverfis- og tækninefnd samþykkir að óska eftir frekari upplýsingum.
11. Umsókn um lóðarauka vestan Steinullarverksmiðju og norðan Steypustöðvar. F.h. Steypustöðvar Skagafjarðar, Gísli Sæmundsson. - Afgreiðslu frestað.
12. Umsókn um leyfi fyrir starfsaðstöðu og geymslu á svæðinu milli Vegagerðar og Áhaldahúss. Guðlaugur Einarsson. - Afgreiðslu frestað.
13. Umsókn um leyfi til að byggja tvær bílgeymslur úr steinsteypu á lóðinni númer 1 við Öldustíg samkvæmt teikningum Mikaels Jóhannessonar, dags. júní 1998. Fyrir liggur samþykki nágranna. - Afgreiðslu frestað og óskað eftir nánari teikningum.
14. Fimmta mál frá fundi bygginganefndar Sauðárkróks 5. maí s.l. varðandi þjónustuíbúðir fyrir fatlaða á lóðinni númer 18 við Freyjugötu.
Farið hefur fram grenndarkynning og hafa borist athugasemdir frá fjórum aðilum af sjö. - Afgreiðslu frestað.
15. Sjöunda mál frá fundi bygginganefndar Sauðárkróks 14. maí s.l. varðandi svæði fyrir nýja heimavistarbyggingu vestan Bóknámshúss F.N.v. - Afgreiðslu frestað.
16. Aðalskipulag Sauðárkróks 1994 – 2014.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Guðm. Ragnarsson
Stefán Guðmundsson
Sigrún Alda Sighvats
Árni Egilsson
Örn Þórarinsson
Jóhann Svavarsson
Óskar S. Óskarsson