Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

2. fundur 06. júlí 1998 kl. 09:00 Stjórnsýsluhús

Umhverfis- og tækninefnd 

Sameinaðs  sveitarfélags  í  Skagafirði

Fundur 2 – 06.07.98

 

Ár 1998, mánudaginn 6. júlí, kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki kl. 9,00.

 

Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson og Jóhann Svavarsson. Auk þeirra sátu fundinn Ingvar Gýgjar Jónsson, byggingafulltrúi og Snorri Björn Sigurðsson, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1. Hálsakot, Varmahlíð. 

Umsókn um byggingarleyfi f. véla- og verkfærageymslu.

2. Furulundur 3, Varmahlíð.

Umsókn um graftrarleyfi fyrir leikskóla.

3. Graskögglaverksmiðja í Vallhólmi.

Umsókn um viðbyggingu við verksmiðjuhúsið.

4. Svæðisskipulag Skagafjarðar.

5. Hofsstaðasel.

Umsókn um leyfi til að endurbyggja gamlan bæ.

6. Svanavatn.

Umsókn um breytta notkun á gömlu húsi.

7. Kálfsstaðir.

Umsókn um breytingar á íbúðarhúsi.

8. Fell.

Umsókn um byggingarleyfi v. útihúsa.

9. Málmey.

Umsókn um uppsetningu á snyrtiaðstöðu.

10. Sorphirða í Skagafirði.

11. Önnur mál.

 

 

Afgreiðslur: 

1. Umsókn um leyfi til að byggja garðhús, til notkunar sem véla- og verkfæra­geymsla, úr timbri, við sumarbústaðinn Hálsakot í Varmahlíð samkvæmt teikningu frá Selhrauni á Akureyri.

Samþykkt með því skilyrði að garðhúsið verði fjarlægt á kostnað eigenda ef skipulagsyfirvöld krefjast þess, skv. bókun bygginga- og skipulagsnefndar Seyluhrepps 6. apríl 1975.

 

2. Umsókn um leyfi til að grafa fyrir leikskóla á lóðinni nr. 3 við Furulund í Varmahlíð.

Samþykkt.

 

3. Umsókn um leyfi til að byggja viðbyggingu úr timbri og stáli fyrir gufuketil við verksmiðjuhúsið í Vallhólmi samkvæmt teikningu Nýju teiknistofunnar, dags. 18. júní 1998.

Samþykkt.

 

4. Á fundinn komu nú Árni Ragnarsson og Páll Zóphóníasson, ráðgjafar Svæðis­skipulags Skagafjarðar 1998-2010. Gerðu þeir grein fyrir afstöðu sinni til þeirra athugasemda sem Skipulagsstofnun hefur gert við Svæðisskipulagið skv. fimmta lið síðustu fundargerðar.

Samþykkt að fela formanni og sveitarstjóra að taka upp viðræður við sveitarstjórn Akrahrepps um málið.

 

5. Umsókn um leyfi til að endurbyggja það sem eftir er af gamla bænum í Hofsstaðaseli. Umsókn dags. 22. júní 1998.

Byggingarfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga um málið.

 

6. Umsókn um leyfi til að breyta gömlu íbúðarhúsi á Svanavatni í Hegranesi í geymslu. Umsókn dags. 10. júní 1998.

Samþykkt.

 

7. Umsókn um leyfi til að endurbæta og breyta íbúðarhúsi á Kálfsstöðum í Hjaltadal, samkvæmt teikningu Z arkitekta, sem er ódagsett.

Erindið er til kynningar.

 

8. Umsókn um leyfi til að byggja fjárhús, áburðarkjallara og stækka hlöðu að Felli samkvæmt teikningu Byggingarþjónustu bændasamtaka Íslands, dags. 15. maí 1998. Erindið er til kynningar.

 

9. Lagt fram bréf frá Páli Magnússyni, Austurgötu 18, Hofsósi, dags. 28. júní sl. Í bréfinu óskar hann eftir að fá að koma upp snyrtiaðstöðu og afdrepi fyrir ferðafólk í Málmey. Stærð 5,3 m² . Lagðir eru fram samningar um afnot Málmeyjar, svo og bréf frá Siglingastofnun, dags. 1. júlí sl., þar sem fram kemur að stofnunin gerir ekki athugasemdir við málið.

Umhverfis- og tækninefnd samþykkir erindið með þeim fyrirvara að hægt sé að afturkalla leyfið með 6 mánaða fyrirvara.

 

10. Rætt um fyrirkomulag sorphirðumála, þ.á.m. söfnun brotamálma, landbúnaðar­plast o.fl.

Formanni og sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

 

11. Kynntur ferill umsókna um byggingarleyfi hvað varðar þau svæði, þar sem ekki er til aðal- og deiliskipulag.

Byggingafulltrúa falið að útvega gögn um málið.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Örn Þórarinsson                     Snorri Björn Sigurðsson

Árni Egilsson                         Stefán Guðmundsson

Sigrún Alda Sighvats             Ingvar Gýgjar Jónsson

Jóhann Svavarsson.