Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

9. fundur 04. september 1998 kl. 11:45 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Umhverfis- og tækninefnd 

Sameinaðs  sveitarfélags  í  Skagafirði

Fundur 9 – 04.09.98

 

     Ár 1998, föstudaginn 4. september, kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á  sveitarskrifstofunni á Sauðárkróki kl. 11,45.

     Mætt voru:  Stefán Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, Örn Þórarinsson, Sigrún Alda Sighvats, Jóhann Svavarsson, Ingvar  Gýgjar Jónsson og Jón Örn Berndsen.

 

Dagskrá:

  1. Vettvangskönnun, Víðimýri.
  2. Tillaga Jóhanns Svavarssonar: Staðardagskrá 21.
  3. Gilstún 24, umsókn um byggingarleyfi.
  4. Þrasastaðir, Austur Fljótum, umsókn um að klæða utan íbúðarhús.
  5. Málefni byggingafulltrúa.
    5.1.      Húsnæðismál.
    5.2.      Sameining embættanna.

 

Afgreiðslur:

1. Í upphafi fundar var farið í Víðimýri og aðstæður skoðaðar. Til fundar við nefndina komu Kristján Jósefsson, bóndi, Víðimýri, Deborah Robinsson, ferðamálafulltrúi Skagafjarðar og Herdís Sigurðardóttir, Ökrum, fulltrúi minjavarða í Glaumbæ. Skoðaður var fyrirliggjandi skipulagsuppdráttur í m : 1:500 frá húsverndardeild

Þjóðminjasafns Íslands, dagsettur 21. ágúst 1998.

Nefndin gerir ekki aðrar athugasemdir við uppdráttinn en staðsetningu á þjónustuhúsi og vegtengingu að útihúsum. Nefndin ákveður að vísa fyrirliggjandi uppdrætti til umsagnar Skipulagsstofnunar ríkisins.

 

2. Tillaga Jóhanns Svavarssonar um þátttöku í umhverfisverkefninu Staðardagskrá 21, rædd og gerði Jóhann stutta grein fyrir tillögunni.

Umhverfis- og tækninefnd samþykkir að sveitarfélagið sæki um þátttöku í umhverfis­verkefninu Staðardagskrá 21.

 

3. Umsókn um byggingarleyfi, Gilstún 24, Skr.  Sigurður H. Ingvarsson f.h. Ragnars Guðmundssonar, lóðarhafa, sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús úr steinsteypu á lóðinni Gilstúni 24. Teikning Stoð ehf, Eyjólfur Þ. Þórarinsson.

Samþykkt.

 

4. Umsókn um að klæða utan íbúðarhúsið að Þrasastöðum í Austur Fljótum.

Samþykkt.

 

5. Málefni byggingafulltrúa:
   
    5.1.  Ósk um sameiginlegt húsnæði fyrir embættin.
    Undirritaðir gera að tillögu sinni að sem fyrst verði fundið sameiginlegt húsnæði fyrir embætti   
    byggingarfulltrúanna og líta í því tilliti til húsnæð­isins við Faxatorg eða Stjórnsýsluhússins.

 

    5.2.  Tillaga um sameiningu embættanna:
    Undirritaðir óska eftir að fá að vinna fyrir byggingar- og skipulagsnefnd, umhverfis- og tækninefnd,
    tillögur um sameiningu embætta byggingar­fulltrúa Sauðárkróks og byggingarfulltrúa Skagafjarðar
    nú þegar sveitar­félögin hafa verið sameinuð.

    Tillögurnar samþykktar.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Stefán Guðmundsson            Jón Örn Berndsen, ritari

Gísli Gunnarsson                   Ingvar Gýgjar Jónsson

Sigrún Alda Sighvats

Jóhann Svavarsson

Örn Þórarinsson