Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

10. fundur 25. september 1998 kl. 13:00 - 17:00 Sveitarskrifstofa Faxatorgi

Umhverfis- og tækninefnd 

Sameinaðs  sveitarfélags  í  Skagafirði

Fundur 10 – 25.09.98

 

         Ár 1998. Föstudaginn 25. september, kl. 13,00 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á  sveitarskrifstofunni við Faxatorg á Sauðárkróki.

         Mættir voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Árni Egilsson, Jóhann Svavarsson, Óskar S. Óskarsson, slökkviliðsstj., Ingvar G. Jónsson, byggingafulltr., Jón Örn Berndsen, byggingafulltr.

 

Dagskrá:

1. Lerkihlíð 5, Sauðárkróki. Umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús. Friðrik Þór Ólafsson, Skógargötu 15.

2. Aðalgata 15, Sauðárkróki. Umsókn um leyfi til að byggja viðbyggingu – veitingasal. Ólafur Jónsson. Áður á dagskrá 28.08.98.

3. Borgarflöt 23, 25, 27 og 28. Fyrirspurnarteikning – bílaverkstæði. Jafnframt er sótt um aðliggjandi lóðir nr. 17, 19 og 21 við Borgarflöt. Trausti Jóel Helgason f.h. Kaupfélags Skagfirðinga.

4. Mjólkursamlag K.S. sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu, vöruskýli, við Mjólkursamlagið. Trausti Jóel Helgason, f.h. Kaupfélags Skagfirðinga.

5. Byggingavörudeild K.S. á Eyri. Umsókn um leyfi til að byggja viðbyggingu. Trausti Jóel Helgason f.h. Kaupfélags Skagfirðinga.

6. Ásgarður vestri í Viðvíkursveit. Umsókn um leyfi til að flytja notaða skemmu frá Reykjavík. Ólafur Guðmundsson, Ásgarði.

7. Skeiðsfossvirkjun í Fljótum. Umsókn um leyfi til að rífa geymsluhús við Skeiðsfossvirkjun. Rarik, Haukur Ásgeirsson, umdæmisstj. Nl.vestra.

8. Flæðar 2, Sauðárkróki. Friðrik Jónsson, f.h. eldri borgara í Skagafirði endurumsækir um lóðina.

9. Lóðarumsókn á Flæðunum sunnan Faxatorgs. Fosshótel Áning ítrekar umsókn um lóð fyrir hótelbyggingu. Umsækjandi Vigfús Vigfússon f.h. Fosshótel Áning.

10. Bréf Kára Þorsteinssonar, dags. 20.08.1998 varðandi byggingu öldrunaríbúða á Sauðárhæðum vestan sjúkrahússins.

11. Bréf Skipulagsstofnunar varðandi framkvæmdir við Víðimýri og Víðimýrarkirkju.

12. Bréf Skipulagsstofnunar varðandi framkvæmdir við leikskóla í Varmahlíð.

13. Deiliskipulagstillaga í Varmahlíð lögð fram, unnin af Pétri H. Jónssyni, skipul.fræðingi og arkitekt.

14. Kynnt heimsókn Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar 2. okt. n.k.

15. Önnur mál.

 

Afgreiðslur: 

1. Fyrirliggjandi teikningar frá teiknistofunni Staðalhús frá ágúst ’98. Byggingarefni steinsteypa. Teikning samþ. af slökkviliðsstjóra. - Erindi samþykkt.

 

2. Aðalgata 15. Samkvæmt endurbættum teikningum gerðum af Mikael Jóhannssyni, Akureyri. Breytingarnar á teikningum frá 28.08. eru á gluggum í nýbyggingu.

Teikningar hafa verið samþykktar af heilbrigðisfulltrúa og slökkviliðsstjóra og eiganda Aðalgötu 13. - Erindi samþykkt.

 

3. Umsókn Kaupfélags Skagfirðinga um lóðirnar 17, 19 og 21 við Borgarflöt vegna fyrirhugaðs bílaverkstæðis sem fyrirhugað er að reisa á lóðunum 23-29 við Borgarflöt.

- Umhverfis- og tækninefnd samþ. fyrirspurnarteikninguna og samþ. að úthluta Kaup­félaginu  áðurnefndnum lóðum 17-21. Teikning gerð af Arkitekt Árna.

 

4. Mjólkursamlag Kaupfél. Skagfirðinga samkvæmt teikningum Arkitekt Árna á Sauðárkróki.

Um er að ræða 17,8 ferm byggingu - vöruskáli, samþ. af slökkviliðsstjóra.

- Erindi samþykkt.

 

5. Byggingavörudeild K.S., viðbygging við verslunina á Eyri. Teikningar gerðar af Arkitekt Árna í sept. ’98. - Erindi samþykkt.

 

6. Umsókn Ásgarður vestri, dags. 25.09.98, undirritað af Ólafi  Guðmundssyni, um að flytja notaða skemmu frá Reykjavík, sem áformað er að setja niður á jörðinni.

Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemd við flutning húss og væntanlega stað­setningu byggingarreits samkv. fyrirliggjandi afstöðumynd, sem unnin er af Stoð ehf í apríl ’97 með breytingu í sept. ’98.

 

7. Umsókn frá Rarik varðandi Skeiðsfossvirkjun. Geymsla byggð 1942 – 119,2 ferm. - - Erindi samþykkt.

 

8. Endurumsókn um lóðina Flæðar 2. - Erindi samþykkt.

 

9. Lóðarumsókn Fosshótel Áning. - Erindi hafnað.

Formaður nefndarinnar gerði þá tillögu að byggingafulltrúa og skipulagsarkitekt verði falið að huga að heppilegri staðsetningu hótels á Sauðárkróki.

 

10. Bréf Kára Þorsteinssonar varðandi byggingu öldrunaríbúða á Sauðárhæðum.

- Málið kynnt en afgreiðslu frestað, enda hefur nefndarfólk ekki kynnt sér gögn varðandi málið frá árinu 1996.

 

11. Bréf Skipulagsstofnunar varðandi framkvæmdir við Víðimýri og Víðimýrarkirkju, þ.e. hleðsla grjótveggja við Víðimýrará og bílastæði, gerð bílastæða vegna kirkju og íbúðarhúss og hleðslu kirkjugarðsveggja umhverfis Víðimýrarkirkju samkv. framlögðum uppdrætti húsverndardeildar Þjóðminjasafns Íslands, dags. 21. ágúst 1998.

- Skipulagsstofnun fellst á að framangreindar framkvæmdir verði heimilaðar.

 

12. Bréf Skipulagsstofnunar dags. 14. sept.’98, vegna leikskóla í Varmahlíð lagt fram.

Byggingafulltrúa falið að vinna í málinu.

Þegar hér var komið vék Árni Egilsson af fundi.

 

13. Deiliskipulag Varmahlíð lagt fram.

Tillagan afmarkast af skógræktinni í norðri, þjóðvegi 1 í austri, Hálsakoti og íbúðum við Birkimel í vestri.

- Með tilliti til bókunar frá 28. ágúst, lið 15, er afgreiðslu frestað.

 

14. Heimsókn Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar.

Sigrún Alda gerði grein fyrir dagskrá heimsóknarinnar.

 

15. Önnur mál.

Stefán Guðmundsson sagði að nefndin hefði ekki enn tekið ákveðna málaflokka til umræðu og brýnt væri að nefndin færi að koma að þeim málum.

Óskar S. Óskarsson ítrekaði að nefndin væri boðin til kaffidrykkju á Slökkvistöðina þegar hún hefur tök á.

Ingvar Gýgjar greindi frá því að n.k. mánudag verði tekið fyrir í hæstarétti mál Búnaðarbanka Íslands gegn Árna Gíslasyni í Eyhildarholti. Ingvar sagðist ætla að verða viðstaddur málflutninginn í réttinum.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Slitið kl. 1700.

 

Örn Þórarinsson, ritari                       Jón Örn Berndsen

Stefán Guðmundsson                       Ingvar Gýgjar Jónsson

Sigrún Alda Sighvats                        Óskar S. Óskarsson

Jóhann Svavarsson

Árni Egilsson