Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

11. fundur 02. október 1998 kl. 13:00 Sveitarstjórnarskrifstofa á Sauðárkróki

Umhverfis- og tækninefnd 

Sameinaðs  sveitarfélags  í  Skagafirði

Fundur 11 – 02.10.98

 

            Ár 1998, föstudaginn 2. október kl. 13 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á sveitarstjórnarskrifstofu á Sauðárkróki.

            Mættir voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvatsdóttir, Jóhann Svavars­son, Örn Þórarinsson og Gísli Gunnarsson, varam. Árna Egilssonar. Einnig var mættur Hallgrímur Ingólfsson, tæknifr.

 

Eftirfarandi dagskrá lá fyrir:

  1. Tilnefning til landgræðsluverðlauna ´98.
  2. Lýsing heimreiða.
  3. Vegur frá Löngumýri að Vallhólma í Skagafirði.
  4. Snjómokstur.
  5. Baggaplast.
  6. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Lesið upp bréf frá Sveini Runólfssyni, landgræðslustjóra, þar sem hann fer þess á leit að nefndin tilnefni aðila sem til greina geti komið við úthlutun landgræðsluverðlauna 1998.

Samhljóða bréf er sent Búnaðarsambandi Skagafj.

Tilnefningu frestað til næsta fundar.

 

2. Bréf frá Ágústi Jónssyni, Prestssæti 3, Hjaltadal, þar sem hann spyrst fyrir um götulýsingu heim að íbúðarhúsum. Tilefni erindisins er það að Ágúst er að hefja bygg­ingu íbúðarhúss á lögbýlinu Ytra-Skörðugili III og að á síðasta ári kostuðu tveir hreppar í Skagafirði lýsingu heim að bæjum í viðkomandi hreppum.

Eftir nokkrar umræður var erindinu vísað til Byggðarráðs til umfjöllunar.

 

3. Bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga, undirritað af Þórólfi Gíslasyni, varðandi veginn að verksmiðjunni í Vallhólma.

Þar greinir hann frá því að þegar jörðin Krossanes fór í eyði hafi vegurinn frá Löngu­mýri út að Vallhólma farið úr umsjá Vegagerðarinnar og vegurinn flokkist nú sem safnvegur sbr. Vegalög (l.nr 45, 6. maí 1994, sbr. l.nr. 56, 8. mars 1995).

Í bréfinu greinir kaupfélagsstjóri frá því að brýnt sé að byggja veginn upp frá Löngumýri að Vallhólma, sem er um 700 m að lengd. Þess er farið á leit að nefndin taki þetta mál til athugunar og aðstoði við að finna lausn á því.

Samþykkt að fela formanni nefndarinnar að ræða við Vegagerðina um lausn málsins.

 

4. Hallgrímur Ingólfsson gerði grein fyrir reglum sem gilt hafa á Sauðárkróki varðandi snjómokstur á götum og gangstígum. Einnig var rætt um tilhögun á snjómokstri í dreifbýlinu.

Nefndin sammála um að æskilegt sé að móta reglur varðandi snjómokstur fyrir veturinn. Málinu frestað.

 

5. Hallgrímur greindi frá viðræðum sínum við Endurvinnsluna hf á Akureyri varðandi kostnað við förgun á rúlluplasti. Einnig viðræðum við Ómar Kjartansson um flutning á plasti.

Nefndin samþykkir að fela Hallgrími að sjá til þess að safnað verði rúlluplasti í haust og það flutt til Akureyrar til endurvinnslu. Málið verði síðan endurskoðað fyrir sumarið ´99.

 

6. Hallgrímur kynnti og dreifði skýrslu um frárennslismál á Sauðárkróki, sem unnin er af Yngve Lohansen og Jörund Ofte.

Þegar hér var komið lauk hefðbundnum fundi en nefndarfólk tók á móti fulltrúum úr Umhverfisdeild Akureyrarbæjar ásamt fólki úr umhverfisnefnd bæjarins, sem eru á ferð um Skagafjörð og Austur Húnavatnss. í dag. Þarna er um 25-30 manna hóp að ræða.

Eftir skoðunarferð um Sauðárkrók verður þeim boðið upp á veitingar.

 

Fundargerð lesin upp, fundi slitið.

 

Örn Þórarinsson                                 Hallgrímur Ingólfsson

Jóhann Svavarsson

Sigrún Alda Sighvats

Gísli Gunnarsson