Umhverfis- og tækninefnd
Umhverfis- og tækninefnd
Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði
Fundur 13 – 30.10.98
Ár 1998 föstudaginn 30. október kl 13.15 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Sveitarskrifstofunni við Faxatorg á Sauðárkróki.
Mættir voru: Stefán Guðmundsson, formaður, Sigrún Alda Sighvats., Árni Egilsson, Jóhann Svavarsson, Örn Þórarinsson, Hallgrímur Ingólfsson, tæknifræðingur, Jón Örn Berndsen og Ingvar Gýgjar Jónsson.
Dagskrá:
- Snjómokstur – umræður.
- Skipulagsmál sveitarfélagsins. – almennar umræður um stöðu skipulagsmála.
- Staðardagskrá 21 – Kynnt bréf frá Sambandi Ísl. sveitarfélaga dags. 26.10.1998.
- Önnur mál.
Formaður setti fund og lýsti dagskrá.
Afgreiðslur:
1. Hallgrímur Ingólfsson fór yfir uppdrátt af Skagafirði er sýnir flokkun vegakerfisins í vegflokka og fór yfir þær reglur sem í gildi eru á milli Vegagerðar og sveitarfélagsins m.t.t. snjómoksturs. Hallgrímur lagði fram til umræðu reglur um snjómokstur á vegum í Sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði. Reglurnar samþykktar.
2. Skipulagsmál í sveitarfélaginu –
Árni Ragnarsson arkitekt mætti á fundinn. Jón Örn fór yfir stöðu skipulagsmála í sveitarfélaginu og gerði í mjög grófum dráttum grein fyrir þeirri vinnu sem fyrir höndum er. Árni Ragnarsson gerði grein fyrir vinnuferli skipulags m.t.t. nýrra skipulagslaga. Miklar umræður urðu um stöðu skipulagsins í sveitarfélaginu og þau nauðsynlegu markmið sem þarf að ná í skipulagsgerðinni. Umhverfis- og tækninefnd leggur áherslu á að fyrsta skref í skipulagsvinnunni sé að taka út núverandi ástand skipulagsmála í héraði til að hægt sé að forgangsraða skipulagsvinnu.
3. Staðardagskrá 21 –
Kynnt bréf frá sambandi Ísl. sveitarfélaga dags. 26.10.1998. Samþykkt að svara spurningarblaði meðfylgjandi bréfi frá sambandi Ísl. sveitarfélaga og ákveðið að taka þátt í kynningarfundi um málið. Kynningarfundur enn ódagsettur.
4. Önnur mál.
a) Kynnt bréf frá Umt. Tindastóli, körfuknattleiksd. og knattspyrnudeild varðandi veltiskilti. Bréfi vísað til frekari vinnslu.
b) Kynnt bréf formanns Umhverfis- og tækninefndar til Sveins Runólfssonar varðandi umhverfisverðlaun Landgræðslu Íslands.
c) Kynntar fundargerðir
Náttúruverndarráðs frá 30. sept. 1998
Náttúruvernd ríkisins frá 21. sept. 1998
Náttúruvernd ríkisins frá 20. sept. 1998
d) Sigrún Alda spyr hvað líði vinnu byggingarfulltrúa varðandi sameiningu embætta byggingarfulltrúa. Óskað er eftir að þeirri vinnu verði hraðað.
Fundargerð lesin. Fundi slitið.
Stefán Guðmundsson Jón Ö. Berndsen ritari
Sigrún Alda Sighvats. Hallgrímur Ingólfsson
Örn Þórarinsson Ingvar Gýgjar Jónsson
Jóhann Svavarsson
Árni Egilsson