Umhverfis- og tækninefnd
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 16 – 11.01.99
Ár 1999, mánudaginn 11. janúar kl. 13.10 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar í Safnahúsinu á Sauðárkróki.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Árni Egilsson, Jóhann Svavarsson, Hallgrímur Ingólfsson, Ingvar G. Jónsson, Óskar S. Óskarsson, Árni Ragnarsson, Jón Örn Berndsen og Snorri Björn Sigurðsson.
Dagskrá:
Deiliskipulag gamla bæjarhlutarins á Sauðárkróki. Lokaverkefni Áslaugar Árnadóttur frá Arkitektaskólanum í Árósum. Kynning.
Áslaug fór yfir verkefnið einnig bæjarkönnun og rammadeiliskipulag.
Miklar umræður urðu um tillögur Áslaugar og þökkuðu nefndarmenn henni fyrir vel unnið verk og skemmtilegan fyrirlestur.
Nefndin ákveður að halda borgarfund um málefni gamla bæjarins og verkefni Áslaugar. Stefnt er að þeim fundi í síðari hluta mars, og þá mun Áslaug koma og fara yfir verkefni sitt.
Fleira ekki gert.
Stefán Guðmundsson Jón Örn Berndsen, ritari
Örn Þórarinsson Ingvar Gýgjar Jónsson
Sigrún Alda Sighvats Hallgrímur Ingólfsson
Árni Egilsson Óskar S. Óskarsson
Jóhann Svavarsson Snorri Björn Sigurðsson
Árni Ragnarsson